Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 34
Kjarni FC Köbenhavn hefur í gegnum tíðina verið skipaður leik- mönnum frá Norður- löndunum og íslenskir leikmenn hafa reynst okkur vel. Brian Fonseca, yfirnjósnari FCK á Norðurlöndum Ísak Bergmann Jóhannesson Aldur: 18 ára Markaðsvirði: 680 milljónir Spiltími: 443 mínútur Hákon Arnar Haraldsson Aldur: 18 ára Markaðsvirði: 15 milljónir Spiltími: 85 mínútur Andri Fannar Baldursson Aldur: 19 ára Markaðsvirði: 150 milljónir Spiltími: 140 mínútur Íslendingaæði grípur um sig í Kaupmannahöfn Brian Fonseca, yfirnjósnari FC Köbenhavn á Norðurlönd- um, segir það bæði hendingu og á sama tíma góða ástæðu fyrir því að hjá félaginu séu fjórir íslenskir leikmenn. Reynslan af íslenskum leik- mönnum sé góð og þeir henti hugmyndafræði félagsins vel. hjorvaro@frettabladid.is FÓTBOLTI Þrír íslenskir leikmenn eru í herbúðum aðalliðs danska úrvalsdeildarliðsins í fótbolta FC Köbenhavn. Það eru þeir Andri Fannar Baldursson, Ísak Berg- mann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson. Orri Steinn Óskarsson leikur svo með U-19 ára og varaliði danska stórveldisins. Orri Steinn hefur skoraði 11 mörk í átta leikjum fyrir U-19 ára lið FC Köbenhavn. Hákon Arnar hefur verið á mála hjá FC Köbenhavn síðan sumarið 2019 en fyrir þessa leiktíð var hann færður upp í aðalliðshóp félagsins og á dögunum byrjaði hann sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið. Þessi 18 ára gamli framherji gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt marka liðsins í sigri gegn Vejle og var valinn maður leiksins fyrir frammistöðu sína. Andri Fannar Baldursson kom svo til FC Köbenhavn á láni frá ítalska félaginu Bologna í ágúst en miðvallarleikmaðurinn hefur spilað sex leiki í öllum keppnum til þess á lánstíma sínum. Ísak Bergmann Jóhannesson gekk til liðs við FCK frá sænska lið- inu Norrköping á svipuðum tíma og Andri Fannar en hann samdi við Kaupmannahafnarfélagið til ársins 2026. Ísak Bergmann, sem er 18 ára gamall, hefur spilað reglulega inni á miðsvæðinu hjá FC Köbenhavn en hann hefur spilað tíu leiki í öllum keppnum. Í þeim leikjum hefur Ísak Bergmann skorað eitt mark og átt eina stoðsendingu. Íslendingar fljótir að aðlagast Brian Fonseca, yfirnjósnari FC Köbenhavn á Norðurlöndum, segir íslenska leikmenn henta vel inn í hugmyndafræði Kaupmanna- hafnarliðsins og reynslan af þeim sé afar góð. „Kjarni FC Köbenhavn hefur í gegnum tíðina verið skipaður leik- mönnum frá Norðurlöndunum og íslenskir leikmenn hafa reynst okkur vel. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu hérna lengi við Ísak Bergmann malar gull Ísak Bergmann var keyptur til FCK á 450 milljónir króna í sumar frá sænska félaginu IFK Norrköping. Markaðs- virði Ísaks er í dag tæpar 700 milljónir, því má fullyrða að danska félagið hafi gert ansi góð kaup. Ísak ólst upp í Bretlandi og á Akranesi. Hann er sonur fyrr- verandi landsliðsmannsins Jóhannesar Karls Guðjóns- sonar sem nú er þjálfari ÍA. Þess má geta að ÍA naut góðs af sölu Ísaks til Kaup- mannahafnar og fékk í sinn hlut um 90 milljónir króna. 18 Íþróttir 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR Ísak Bergmann Jóhannesson gekk til liðs við FCK frá Norr- köping síðasta sumar. Ísak Bergmann hefur spilað vei inni á miðsvæðinu hjá danska fé- laginu í upphafi leiktíðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Hákon Arnar er að brjóta sér leið inn í aðallið FCK. Andri Fannar er á láni hjá FCK út þetta keppnistímabil. góðan orðstír og þá spiluðu Björn Bergmann Sigurðarson og Rúrik Gíslason vel fyrir FC Köbenhavn,“ segir Fonseca. „Íslensku leikmennirnir sem hafa komið til okkar í kringum 17 ára aldurinn hafa aðlagast mjög vel þeim kröfum sem gerðar eru til leikmanna hjá FC Köbenhavn, bæði inni á vellinum og hvað hugarfar varðar. Við erum núna með Hákon Arnar Haraldsson sem hefur þró- ast hratt hjá okkur frá því að leika í U-19 ára liðinu í það að spila vel með aðalliðinu einungis 18 ára gamall. Það má ekki gleyma því að það var mikil pressa á Hákoni Arnari þar sem hann var að spila leik sem liðið þurfti að hafa betur í. Þrátt fyrir að við værum að spila við botnlið deildarinnar, þá var þetta leikur sem liðið þurfti að fá stig í til að halda sér í toppbaráttu. Hákon Arnar stóðst þá pressu frábærlega og skilaði sínu afar vel og það var gaman að sjá það,“ segir Fonseca. Styttist í að Orri fái tækifæri „Þá erum við með Orra Stein Óskarsson, sem hefur raðað inn mörkum fyrir U-19 ára liðið, og mun að öllum líkindum fá tæki- færi með aðalliðinu á einhverjum tímapunkti seinna á þessu keppnis- tímabili ef fram heldur sem horfir,“ segir njósnarinn. Það verður mjög spennandi að fylgjast með fram- göngu hans,“ segir Fonseca. „Íslenskir leikmenn þurfa annað hvort að koma til okkar ungir eins og Hákon Arnar og Orri Óskar gerðu og fara í gegnum akademíuna eins og Hákon Arnar gerði eða taka milliskref á borð við það sem Ísak Bergmann gerði með því að spila fyrir Norrköping og Andri Fannar, sem fékk smjörþefinn af alþjóðleg- um bolta hjá Bologna,“ segir hann. Hugarfarið er einkar gott „Það er mjög ólíklegt að leikmenn sem eru orðnir eldri en tvítugir og leika enn í íslensku deildinni geti stokkið í það að spila með FC Köbenhavn, þar sem munurinn á deildunum, það er þeirri íslensku og dönsku efstu deildunum, er einfaldlega of mikill. Leikmenn frá Íslandi hafa hins vegar góðan grunn, eru vel þjálfaðir og eru takt- ískt og andlega mjög sterkir,“ segir Fonseca. „Auðvitað er það tilviljunum háð hversu marga leikmenn frá hverri þjóð FC Köbenhavn hefur á að skipa hverju sinni. Það er aftur á móti engin tilviljun að við beinum sjónum okkar að Íslandi þegar við leitum að leikmönnum. Reynslan sýnir okkur að Íslend- ingar hafa staðið sig hérna, bæði í að komast úr akademíunni og upp í aðalliðið og þeir leikmenn sem við höfum keypt beint inn í aðalliðið,“ segir þessi reynslumikli njósnari. n Hlýjar og þægilegar hálfrenndar peysur sem halda á þér hita og anda vel. is.rubix.com | Dalvegur 32a Verð kr. 14.012.- Tilboðsverð kr. 11.210.- HH-75107

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.