Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 44
Maður þarf að vera á
réttum stað á réttum
tíma.
n Allra best
Atvinnuballettdansarinn
Kristín Marja Ómarsdóttir
var aðeins þrettán ára þegar
hún tók stefnuna á atvinnu-
mennskuna. Hún hefur lagt
hart að sér til að komast nær
stóra draumnum og starfar
nú hjá einum virtasta dans-
flokki Þýskalands, Hess-
isches-fylkisballettinum í
Wiesbaden.
svavamarin@frettabladid.is
„Ég sótti einkatíma og sumarnám-
skeið í nokkur ár, bæði hjá Kon-
unglega danska ballettinum og
eftir útskrift úr Menntaskólanum
í Hamrahlíð fór ég í Konunglega
sænska ballettskólann í eitt ár,“ segir
Kristín og leggur áherslu á hvernig
dansmenningin í Evrópu sé mun
umfangsmeiri en þekkist hérlendis.
Leið hennar í atvinnumennsk-
una var skrykkjótt og hún þurfti
að ferðast landanna á milli þar til
henni bauðst vinna. „Ég hef ekki
tölu á því hvað ég fór í margar
prufur, en ég fór til Eistlands, Frakk-
lands, nokkrum sinnum til Þýska-
lands, Bandaríkjanna og loks til
Austurríkis, þar sem ég fékk fyrstu
vinnuna mína í Óperunni í Graz.“
Að sögn Kristínar tók það mikið
á sálina að vera ítrekað neitað um
vinnu. „Ástæðan sem ég fékk oftast
var að ég væri of ung en þá var ég
átján ára og fékk svo vinnu eftir
tveggja ára umsóknarferli í óper-
unni í Graz.“
Hélt hún ætti ekki breik
Eftir að hafa verið í Graz í eitt ár lang-
aði Kristínu að fikra sig áfram og fór
í prufur í Wiesbaden. „Ég hef alltaf
verið aðdáandi þessa flokks og hafði
farið í prufur þar áður. Ég hugsaði að
ég ætti ekki breik, þar sem þetta er
afar eftirsóttur og flottur flokkur,“
segir hún brosandi.
„Við vorum að sýna til klukkan
eitt um nótt kvöldið áður en ég flaug
eldsnemma yfir til Þýskalands og ég
svaf lítið sem ekkert um nóttina þar
sem ég var að hugsa svo mikið um
prufurnar.
Þegar ég mætti sagði stjórnandi
f lokksins að hann væri aðeins að
leita að einni stelpu. Við vorum um
70 í prufunum svo ég hugsaði að
ég ætti ekki séns,“ segir Kristín og
hlær en ákvað að hafa bara gaman
af þessu.
Kristínu til mikillar undrunar
bauðst henni vinna á staðnum. „Þar
sem mér var tilkynnt að ég væri full-
komin fyrir f lokkinn. Ég bjóst alls
ekki við því og gapti bara framan í
Vildi verða atvinnudansari þrettán ára
Kristín segist
alls ekki hafa
búist við því að
verða boðið í
dansflokkinn
en henni var
tilkynnt að hún
væri fullkomin
fyrir hann.
MYNDIR/AÐSENDAR
Myndlist
opus – oups
Sýning Guð-
nýjar Rósu
Ingimarsdóttur,
opus – oups, á
Kjarvalsstöðum
hefur vakið mikla
athygli. Í dómi
um sýninguna
í Fréttablaðinu
sagði Aðalsteinn
Ingólfsson listfræðingur: „Rann-
sóknir Guðnýjar Rósu fara fram
á vettvangi sem er umfram allt
lífrænn. Þar vinnur hún innan
um form sem kalla upp í hugann
frumur, vefi, æxli, þarmaflóru,
líffæri og lífheim plantna, lagfærir
það sem hefur „aflagast“, flysjar
það sem vaxið hefur úr sér, ýmist
með skurðhnífi, blýanti, saumi,
heftara eða tippexi. Öðrum þræði
er hún því í hlutverki græðarans.“
Bókin
Handfylli moldar
Handfylli moldar
eftir Evelyn
Waugh er ein af
bestu bókum
höfundarins og
komst á lista
Modern Library
yfir 100 bestu
skáldsögur
tuttugustu aldar.
Sagan segir frá hjónunum Brendu
og Tony. Brenda yfirgefur mann
sinn eftir harmleik í lífi þeirra.
Örlögin eiga svo eftir að leika
Tony grátt. Gríðarlega vel stíluð
og launfyndin saga sem verður æ
harm rænni eftir því sem á líður.
Sögulokin eru svo sláandi að þau
nálgast að vera fantaskapur. Bók
sem bókaunnendur mega alls ekki
missa af.
Bíó
Last Night in Soho
Last Night in
Soho er hvalreki
fyrir þau sem
þyrstir í frum-
legar bíómyndir.
Þótt fingraför
Edgars Wright
séu úti um allt
er Last Night in
Soho samt hans
frumlegasta mynd til þessa og
með þessum sálfræðitrylli sýnir
hann að ekkert er honum ofviða
hvort sem það eru spennumyndir
eða grínmyndir og allt þar á mili. n
þau,“ segir hún glöð í bragði. „Maður
þarf að vera á réttum stað á réttum
tíma.“
Harður heimur
Að sögn Kristínar getur ballett-
heimurinn verið ansi harður. „Það
vilja allir komast inn í flokkinn sem
þau eru í prufum hjá, en þegar þú
ert komin inn hættir samkeppnin
samt ekki, því þá er farið að keppa
um ákveðin hlutverk, það vilja allir
aðalhlutverkin.“
Aðspurð segist hún ekki hafa upp-
lifað þann dökka heim innan ball-
ettsins sem birtist oft í bíómyndum.
„Ég hef ekki sjálf upplifað neitt
slæmt í minn garð, en ég hef alveg
heyrt sögur í kringum mig að það
hafa verið settir títuprjónar í ball-
ettskó hjá dönsurum eða skórnir
þeirra eyðilagðir rétt áður en þau
eiga að fara á svið. Þetta gerist því
miður alveg,“ segir Kristín.
Skilningurinn ekki sjálfgefinn
Kristín lýsir foreldrum sínum og
móðurömmu sem sínum dygg-
ustu stuðningsmönnum í dans-
ævintýrinu og þau hafa fylgt henni
hvert fótspor. „Þau hafa fylgt mér í
prufur út um allan heim og komið
á allar sýningar sem ég heft sýnt.
Það er ómetanlegt að finna fyrir
slíkum stuðningi og það er alls ekki
sjálfgefið, sérstaklega þegar fólk
þekkir ekki hvernig dansheimurinn
virkar.“
Kristín er bjartsýn á framtíðina
og segist ekki vera á leiðinni heim
á næstunni. „Þegar ferlinum lýkur
stefni ég á að byggja dansinn enn
frekar upp hér á landi og miðla
þeirri dýrmætu reynslu sem ég
hef fengið. Ég myndi vilja sjá enn
fleiri börn í dansi og ballett og færa
tækifærin nær því sem við sjáum
erlendis.“ n
Kristín segist
ekki vera á
leiðinni heim
til Íslands frá
Þýskalandi á
næstunni.
28 Lífið 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR