Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 14
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Tími endi- markanna er kominn. Og það hefur hann svo aug- ljóslega verið lengi vel. Enginn skilningur virðist vera á mikilvægi skipulegs stuðnings við svona verkefni. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Það verður varla þverfótað fyrir greinum í alþjóðlegum miðlum um stórkostleg afrek íslenska kolefnisförgunar­ fyrirtækisins Carbfix. Íslensk stjórnvöld hreykja sér af fyrirtækinu og vitna til förgunarlausnarinnar sem eins helsta drifkraft kolefnishlutleysis 2040. Sé aðgerða­ áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum hins vegar skoðuð má sjá að fyrirtækið, líkt og önnur sem vinna að tæknilausnum í loftslagsmálum, hefur ekki séð krónu af fjármagni frá ríkinu. Enginn skilningur virðist vera á mikilvægi skipulags stuðnings við svona verkefni, sem stjórnvöld þó byggja sín losunarmarkmið á. Íhaldsstjórn Breta tekur skipulega utan um kolefnis­ förgunarferlið og fjármagnar skölun á verkefnum svo að þau séu fýsileg fyrir iðnaðinn í landinu. Eins milljarðs punda sjóður fyrir kolefnisförgunarinnviði hefur verið stofnaður. Ígildi 1,5 milljarða kr. innviða­ sjóðs hér á landi m.v. landsframleiðslu. Hér heima höfum við Loftslagssjóð, þróunarsjóð sem úthlutaði 170 milljónum kr. til 24 verkefna í vor. Verkefni sem telja um 5 milljónir hvert. Nú eða styrkjakerfi Evrópu­ sambandsins. Sem einmitt veitti Carbfix 600 milljóna kr. styrk um daginn, þann fyrsta úr þróunarsjóði sem fjármagnaður er með losunarheimildum. Enda eru þau stórhuga í Evrópu. „Græni díllinn“ á að veita fjármagni sem nemur hátt í 2% af lands­ framleiðslu Evrópulandanna árlega til 2030 í græna umbreytingu. Þetta er fimmfalt á við árlegt framlag hér heima þegar best lætur samkvæmt núgildandi fjármálaáætlun; 13 ma. kr. árið 2023 eða 0,4% af lands­ framleiðslu. Stærsti hluti þess fjármagns rennur svo til niðurgreiðslu á bílakaupum, sem eru að litlum hluta hreinir rafmagnsbílar, og til breyttra ferðavenja. Brota­ brot fer í þróun lausna og mótun stefnu sem skapar áhugaverð störf fyrir ungt fólk hér á landi og hrindir hugmyndum í framkvæmd. Stjórnvöld úthýsa fjár­ mögnun á slíkum tækifærum, og mögulega síðar meir störfum, til Evrópusambandsins þrátt fyrir áhuga­ leysi um frekari samþættingu við sambandið. Þetta er annað hvort gífurlegur misskilingur á eðli vandans eða afleiðing úreltrar og skammsýnnar efnahagsstefnu sem vegur á fjárfestingu í framtíðartækifærum. n Misskilin förgun Kristrún Frostadóttir þingmaður Sam­ fylkingarinnar kristinnhaukur@frettabladid.is toti@frettabladid.is Níunda lífið Boðað lausagöngubann katta á Akureyri hefur víða vakið furðu og jafnvel hneykslun í öðrum landshlutum þar sem margur spyr sig hvers vegna Akureyr­ ingar hati kisur. Velmeinandi fólk leitar meðal annars skýringa í óljósu orsakasamhengi við meint oflæti þeirra fyrir norðan og til­ hneigingu til að kenna aðkomu­ fólki um allt sem aflaga fer í bænum. Nema Bíladaga sem þeir eru einhverra hluta vegna afskap­ lega stoltir af. Líklegt má þó teljast að höfuðstaður Norður­ lands hafi færst fjær því að geta orðið borg þegar í ljós kemur að á þeim bænum telst hatur á mál­ leysingjum til mannkosta. Í hund og kött Andúðin á köttum fyrir norðan kristallaðist í gær ágætlega á Facebook í athugasemdum við frétt RÚV um málið þar sem ein benti á að hún hefði kvartað reglulega yfir lausagöngu ein­ hleypra karlmanna og velti fyrir sér hvort bann við slíku væri væntanlegt í náinni framtíð. Einum þótt þetta bæði ótrúlegt og skammarlegt og spurði hvort ekki ætti líka að banna krumma og máva. Þetta heita deilumál verður þó varla leitt til lykta á Facebook en þar er þó komin sú niðurstaða að Akureyringar virðist áfram um aukinn músa­ gang. n Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag Loftslagsváin sem steðjar að mannkyni er fyrst og síðast áminning um að óheft auðhyggja er ekki einasta mannskemm­ andi heldur vinnur hún líka stórfelld níðingsverk á náttúrunni – og mjög lík­ lega óafturkræfan óskunda á móður jörð. Stórkapítalisminn hefur farið sínu fram frá fyrstu iðnbyltingunni og þar sem hann hefur verið frekastur til fjörsins hefur hann engu eirt, hvorki skógum né námum, hvað þá lífi heims­ hafanna sem lengst af hafa verið álitin stærsta ruslakista jarðar, en þess utan hafa villtu land­ dýrin verið rænd sínum löndum í flestum álfum heimskringlunnar. Áskorun þjóðarleiðtoganna í Skotlandi er að hemja þessa gróðahyggju og draga úr eyðilegg­ ingarmætti auðjarlanna sem halda um flesta ef ekki alla þræði valdsins í lýðræðisríkjunum ekki síður en einræðisríkjunum – og hvort heldur er í þróuðum iðnríkjum eða vanþróuðum. Vandi þessara foringja, sem fara nú mikinn í upphöfnu orðskrúði í ræðupúltinu í Glasgow, er einkum sá að þeir hafa ekki völdin til að vinda ofan af óreiðunni í loftslagsmálum – og þótt þeir kunni í raun og sann að vera fullir velvilja í garð umhverfisins eru þeir í engum færum til að taka á meininu sem er falið í eðli heimsviðskiptanna þar sem hámarksgróðinn hefur alltaf betur en borðfáninn á ráðstefnum ráðherranna. Tími yfirlýsinganna er sagður vera liðinn. En það hefur hann verið árum saman, jafnvel ára­ tugum saman. Tími endimarkanna er kominn. Og það hefur hann svo augljóslega verið lengi vel. Samt kraumar kapítalisminn sem aldrei fyrr. Og annað er ekki í boði í tekjuáætlun næsta árs. Allra arðbærustu stórfyrirtækin á sviði jarð­ efnaframleiðslu, málmvinnslu, í tækniiðnaði og matvælagerð, svo og í geira flutningsþjónustu á lofti, legi og landi, hafa engan áhuga á að láta arðsemiskröfuna lönd og leið – og eigendur þeirra munu áfram keppast við að safna ofsa­ auði í hagnaðardrifnu hagkerfi sínu. Stórkapítalismanum verður ekki stjórnað svo glatt. Og þar er vandinn. Og það í sinni stórkost­ legustu mynd. Vandinn er hins vegar ekki falinn í myndinni af litla smákapítalistanum á Indlandi sem safnar kolamolum í malinn sinn og reiðir hann á markaðinn svo hann geti brauðfætt fjölskylduna sína. Og vandinn er ekki í orðum móðurinnar í Kína sem getur ekki eldað kvöldmatinn fyrir börnin sín ef ekkert er að brenna. Vandinn er jafn stór og hann er einfaldur: að stórkapítalisminn kunni sér hóf. Tími yfirlýsinganna er sagður vera liðinn. En það hefur hann verið árum saman, jafnvel ára­ tugum saman. n Hóf SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.