Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 10
Erlendar fjárfestingar í
nýsköpun hafa aukist og
einnig orðið meira áberandi
hér á landi. Fjárfestingastjóri
hjá Brunni Ventures segir það
meðal annars vegna þess að
umræðan um nýsköpun sé
fyrirferðarmeiri en áður.
magdalena@frettabladid.is
Á árinu söfnuðu íslenskir vísisjóðir
rúmum 40 milljörðum króna, að
sögn Sigurðar Arnljótssonar, fjár-
festingastjóri hjá Brunni Ventures.
„Samkvæmt greiningarfyrirtækinu
Pitchbook hafa á fyrstu þremur árs-
fjórðungum ársins 2021 526 vísi-
sjóðir safnað 96 milljörðum doll-
ara, sem er meira en allt árið í fyrra
þegar vísisjóðir söfnuðu tæpum
86 milljörðum dollara. Víst er að
bandarískir vísisjóðir munu safna
yfir 100 milljörðum dollara árið
2021, sem samsvarar um 13.000
milljörðum króna á núverandi
gengi,“ segir Sigurður og bætir við
að það hefði þótt óhugsandi fyrir
nokkrum árum.
Hann bætir jafnframt við að
erlendar fjárfestingar í nýsköpun
hafi aukist og orðið meira áberandi,
líka hér á landi.
„Það er ekkert nýtt að það sé að
koma erlent fjármagn í nýsköpun til
Íslands. Núna er það orðið algeng-
ara en líka meira áberandi, enda
hefur umræðan um nýsköpun orðið
fyrirferðarmeiri en áður. Nýsköpun
þótti til dæmis ekkert sérstaklega
spennandi umfjöllunarefni þegar
ég var að byggja upp CCP fyrir 20
árum. Það var enda enginn vísi-
sjóður sem fjárfesti í félaginu fyrstu
árin,“ segir Sigurður og bætir við að
erlendir vísisjóðir vilji frekar fjár-
festa með íslenskum sjóðum.
„Þegar fjárfest er í íslenskum
fyrirtækjum vilja erlendir vísisjóð-
ir frekar fjárfesta með íslenskum
sjóðum. Það dregur úr áhættu að
vinna með innlendum aðilum sem
þekkja umhverfið á Íslandi og þá
sem standa að félögunum. Nálgun
Brunns byggir á því að erlendir sér-
hæfðir vísisjóðir fjárfesti í þeim
félögum sem Brunnur I og II fjár-
festa í. Það hefur gengið vel hjá
okkur að fá sjóði til að fjárfesta í
félögum í eignasafni Brunns, til
dæmis hefur Oculis fengið tæplega
100 milljónir dollara frá sérhæfðum
erlendum lyfjasjóðum eftir að við
fjárfestum í félaginu.“
Svana Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Frumtaks Ventures,
segir að hjá Frumtaki leitist þau eftir
því að fá erlenda fjárfesta með í fjár-
festingar.
„Við leitum eftir fjárfestum sem
eru sérhæfðir á því sviði sem fyrir-
tækið starfar á, til dæmis fjármála-
tækni, heilsutækni, menntatækni
og svo framvegis. Þannig að þessir
fjárfestar koma með djúpa þekk-
ingu bæði á vöru og markaði, sem
og sterkt tengslanet samhliða fjár-
magni. Þetta hefur reynst mjög vel
í fjárfestingum Frumtakssjóðanna.
Það eru fyrst og fremst frumkvöðl-
arnir sem eru að búa til áhugaverð
alþjóðleg fyrirtæki sem vekja áhuga
fjárfesta.“
Sigurður segir að helsta ástæðan
fyrir því að fjármagn hafi verið að
streyma í vísisjóði í heiminum sé
að vextir séu sögulega lágir. „Lágir
vextir hafa f lýtt fyrir að fjárfestar
dreifi eignasafninu sínu enn meira,
og auk þess hefur gott gengi vísi-
sjóða verið hvatning fyrir fjárfesta
að leggja meira í þann eignarflokk
á árinu,“ segir hann og bætir við að
Covid-19 faraldurinn hafi einnig
sett strik í reikninginn.
„Covid-19 faraldurinn hefur
haft mikil áhrif á fyrirtæki með
breyttri neytendahegðun. Stærstu
fjárfestingar vísisjóða í dag eru í
hugbúnaði, vefverslun, stafrænni
heilsutækni og fjármálatækni, þar
sem faraldurinn hefur haft mest
áhrif. Það mætti segja að Covid-19
hafi beint augum fjárfesta meira að
þekkingariðnaðinum og stimplað
vísisjóði betur inn sem álitlegan
eignaflokk. Það eru ekki bara hinir
dæmigerðu vísisjóðir sem eru að
stækka og þeim að fjölga heldur
hefur líka orðið aukning í að stór
fyrirtæki stofni sinn eigin vísisjóð.
Þetta eru ekki einu ástæðurnar fyrir
auknu fjármagni í íslenska vísisjóði,
því hér á landi eru nýsköpunarfyrir-
tæki að verða fleiri og betri.“
Svana segir að mikil virðisaukn-
ing á skömmum tíma hjá tækni-
fyrirtækjum hafi laðað að fjárfesta
í nýsköpun.
„Viðskiptamódel hafa einnig gjör-
breyst á síðustu 5-10 árum, fyrirtæki
geta vaxið miklu hraðar en áður
með gott aðgengi að fjármagni,
starfsfólki og markaði. Nú er miklu
meira horft á tækifærið, fram á við,
hvað hægt er að gera, heldur en til
fortíðar,“ segir hún og bætir við að
stærstu fjárfestar í vísisjóðum á
Íslandi séu lífeyrissjóðirnir. „Þeir
gegna mikilvægu hlutverki því það
er nánast ógerlegt að safna í sjóð án
þeirra þátttöku. Það má þakka þeim
fyrir hugrekkið að stíga skrefið með
þátttöku í Frumtaki 1 eftir hrunið í
lok 2008 og í aðra vísisjóði í fram-
haldi af því. Hagvaxtarskeið þar
sem vexti eru lágir og framboð af
fjárfestingum takmarkað stuðlar
einnig að því að fjármagn leitar
neðar (e. downstream) í virðis-
keðjuna þar sem möguleg ávöxtun
er meiri en vissulega meira áhætta.“
Aðspurður hvað aukið fjármagn í
nýsköpun leiði af sér segir Sigurður
að meira fjármagn í nýsköpun
í umferð þýði ekki endilega að
Stærstu fjárfestingar
vísisjóða í dag eru í
hugbúnaði, vefverslun,
stafrænni heilsutækni
og fjármálatækni.
Svana Gunnars-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Frumtaks
Fjármagn flæðir í nýsköpun sem aldrei fyrr
Svana Gunnars-
dóttir segir að
aukið fjármagn
þýði að mörg
frábær fyrirtæki
verði til.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
það verði f leiri nýsköpunarfyrir-
tæki sem fái fjármögnun. „Það er
allavega það sem samstarfssjóðir
okkar erlendis eru að upplifa.
Nýsköpunarfyrirtæki með lélega
hugmynd eða veikt teymi verður
áfram óspennandi fjárfestingar-
kostur og mun eiga í vandræðum
með að fjármagna sig, en meirihluti
nýsköpunarfyrirtækja í heiminum
er þannig.“
Svana segir að aukið fjármagn
þýði að mörg frábær fyrirtæki verði
til. „Ein meginfyrirstaða nýsköp-
unarfyrirtækja til vaxtar hefur
verið takmarkað aðgengi að fjár-
magni á fyrstu stigum vaxtar. Fjár-
festingar í nýsköpunarfyrirtækjum
eru áhættusamar og krefjast þolin-
mæði en þær eru að sama skapi
uppspretta nýrra vel launaðra sér-
fræðistarfa. Það eru komnir faglegir
vísisjóðir á Íslandi með sérþekkingu
á þessum eignaflokki og burði til að
fjárfesta í honum. Þessar fjárfesting-
ar, hugvitsdrifnar fjárfestingar, geta
orðið grunnstoð í okkar hagkerfi á
næstu áratugum með þessu fram-
haldi. Nýsköpun er grunnforsenda
verðmætasköpunar, samkeppnis-
hæfni og gjaldeyrisöf lunar fyrir-
tækja og þjóða. Nú er hægt að leggja
miklu meiri áherslu á að virkja hug-
vitið í nýsköpun til að skapa nýjar
atvinnugreinar og fjölbreyttari störf
til framtíðar.“ n
Sigurður
Arnljótsson,
fjárfestinga-
stjóri hjá Brunni
Ventures
helgivifill@frettabladid.is
Tekjur reiðhjólaframleiðandans
Laufs Cycling voru 100 milljónir
fyrir þremur árum en stefna í einn
milljarð í ár. Benedikt Skúlason,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
útskýrir tekjuvöxtinn á þá leið að
fyrirtækið hafi annars vegar hafið
framleiðslu á hjólum í stað þess
að einblína á fjöðrunargaff la fyrir
hjól og hins vegar að Lauf Cycling
hafi hætt að selja reiðhjólin í yfir
100 verslunum í Bandaríkjunum
og selji nú beint til viðskiptavina
á netinu.
Þetta kom fram í sjónvarpsþætt-
inum Markaðinum sem var á dag-
skrá Hringbrautar í gær.
Lauf Cycling selur malarhjól (e.
gravel), þau eru með hrútastýri
en á breiðum dekkjum. Benedikt
á 21,8 prósenta hlut í fyrirtækinu,
Nýsköpunarsjóður 10,6 prósent,
TM á 4,7 prósent og félag á vegum
hjónanna Davíðs Mássonar og Lilju
Ragnhildar Einarsdóttur á 2,6 pró-
sent.
Benedikt segir að sala beint til
viðskiptavina hafi hafist í júlí í
fyrra og frá þeim tíma hafi fyrir-
tækið verið rekið með hagnaði.
Ástæðan fyrir því að viðskipta-
módelinu hafi verið breytt var að
það „var ekki nóg eftir í kassanum“
eftir hver mánaðamót. Það sem
þetta fyrirkomulag geri að verkum
sé að Lauf geti boðið hjól á mun
betra verði en stóru merkin. Dýra
hólið þeirra kosti til dæmis 6.500
Bandaríkjadali en sambærilegt hjól
kosti 11.000 hjá þekktum merkjum.
Engu að síður hafi hjólið frá Laufi
fengið betri dóma.
Aðspurður segir Bendikt að
stóru merkin muni ekki hefja sölu
beint á netinu því að þau eigi mikið
undir að selja í hjólaverslunum og
að erfitt sé fyrir ný merki að ryðja
sér til rúms ef þau búi ekki að sér-
stöðu.
Benedikt segir að Lauf geti „hæg-
lega tífaldað“ söluna í Bandaríkj-
unum með því starfa á þeirri syllu
sem fyrirtækið sé á, með malarhjól.
Að hans sögn er til skoðunar að
auka hlutafé Laufs um hartnær 200
milljónir á næsta ári til að styðja
við vöxtinn og nýta féð til að fjár-
magna birgðahald en stefnt sé á að
fyrirtækið tvöfaldi veltuna á næsta
ári. n
Tekjur Laufs uxu hratt í milljarð
Benedikt
Skúlason, fram-
kvæmdastjóri
Laufs Cycling
FJÁRFESTING Í SJÓÐUM
ER GÓÐUR VALKOSTUR
TIL AÐ ÁVAXTA PENINGA TIL
SKEMMRI OG LENGRI TÍMA
Kynntu þér árangur og úrval
ÍV sjóða á WWW.IV.IS
10 Fréttir 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR