Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 16
Nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál er svo alvarleg að ef þjóðir heims taka nú ekki höndum saman um stórfelldar sameiginlegar aðgerðir, þá er eins víst að siðmenningu okkar og veru á þessari jörð ljúki fyrr en seinna. Aðeins einn flokkur gerði loftslags- mál að aðalmáli sinnar kosninga- baráttu. Flokkurinn Vinstri græn og er það bæði raunsætt og lofsvert. Það gladdi mig fyrir kosningar að heyra Bjarna Benediktsson, for- mann Sjálfstæðisf lokksins, ræða um að íslensk þjóð ætti að vera í forystu meðal þjóða, þegar kemur að loftslagsmálum. Fyrirmynd annarra þjóða í þeim efnum. Hugs- anir og góð orð eru til alls fyrst en gjörðirnar og efndirnar eru það sem gildir. Mér er það ljóst að mörg mikil- væg mál brenna á okkar þjóðfélagi um þessar mundir: heilbrigðismál, launamisrétti, kynjamisrétti, mál aldraðra og fatlaðra, innflytjenda- mál og mörg önnur. Auðvitað þarf að sinna þeim eftir bestu getu. Til lengri tíma litið er úrvinnsla allra þessara mikilvægu mála háð því hvernig heimurinn tekur á lofts- lagsmálum. Það þýðir ekki lengur að láta tregðulögmálið gilda. Ófá stór fyrirtæki í heiminum sem græða gífurlega, en menga á sama tíma hræðilega, eru treg til þeirra miklu breytinga sem nauðsynlegar eru í þessum málum. „Við verðum ekki samkeppnishæf,“ sögðu for- ráðamenn dönsku sementsverk- smiðjunnar Aalborg Portland nýlega, „ef við þurfum að breyta eldsneyti úr kolum í vistvænt elds- neyti“. Ætli þetta sé ekki algengt viðhorf hjá þúsundum verksmiðja og fyrirtækja um allan heim. Ég geri mér glögga grein fyrir að mark- miðum Parísarsamkomulagsins verður ekki náð án fórna, jafnvel mikilla fórna, en tilvist lífríkis á þessari jörð verður ekki afturköll- uð glatist hún á annað borð. Nýlega er afstaðin, hér á landi, merkileg ráðstefna um norður- slóðir þar sem loftslagsmál voru áberandi í allri umræðunni. Það var eftirtektar vert hvað hinn skoski ráðherra, sem sat ráðstefn- una, sagði meðal annars í ræðu sinni. Hann sagði að kannski sé þessi tími, sem við nú lifum á, síðasta tækifæri okkar til að snúa þróuninni í loftslagsmálum á betri veg. Þetta eru sérlega sláandi ummæli en Skotar halda nú yfir- standandi alþjóðlega loftslagsráð- stefnu í Glasgow. Þar mun koma í ljós hvort þjóðir heims séu tilbúnar til sameiginlegs stórátaks gegn loftslagsvánni. Að endingu skulum við örstutt hugleiða allar þær dásemdir sem þessi jörð hefur fært okkur. Hún hefur fætt okkur og klætt í árþúsund. Hún hefur gefið okkur andlegan innblástur og næringu í allri sinni fjölbreytni, gjafmildi og fegurð. Við höfum ætíð gengið að gjöfum hennar vísum. Jörðin er upphaf og endir alls sem jarðneskt er. Sýnum henni nú þakklæti okkar allra í verki. Lofsöngur til móður jarðar Ástkæra móðir og fóstra! Ég ann þér meira en orð fá lýst. Allt hefur þú gefið okkur af allsnægtum hjarta þíns. Allsnægtir þínar höfum við móttekið án raunverulegs þakklætis, auðmýktar og ábyrgðar. Gengið að gjöfum þínum vísum og óendanlegum en jafnvel þú hefur þín mörk. Börn þín verða nú að skilja að örmögnun þín er yfirvofandi. Viljum við nú eyðileggja þá sköpun þína sem veitir okkur allan okkar tilverugrundvöll? Ekkert getur komið í veg fyrir endanleika lífsins í skauti þínu nema við sjálf. Ábyrgðin er okkar og enginn guðlegur máttur mun losa okkur undan henni. Að taka ábyrgð á gjörðum okkar þegar hyldýpið blasir við er stærsta áskorun okkar sögu. Ætlum við að bregðast lífinu á ögurstund? ■ Loftslagsváin, mál málanna Gunnar Kvaran sellóleikari prófessor emeritus við Listaháskóla Íslands Eins og fram hefur komið í fréttum, er rjúpnastofninn nú í haust kom- inn í algjört lágmark. Talinn vera 248 þúsund fuglar. Á framanverðri síðustu öld taldist hann allt að 5 milljónir rjúpna, þrátt fyrir allan náttúrulegan ágang, m.a. fálka, refa, sníkjudýra o.s.frv. En með ágangi og veiðum manna var svo komið árið 2002, að haust- stofninn var í fyrsta sinn, frá því að talningar hófust 1995, kominn niður fyrir 300 þús. Þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarkona með bein í nefinu, ákvað þá að friða rjúpuna, fyrst í 3 ár; árin 2003, 2004 og 2005. Árangurinn af friðun var sá, að stofn rjúpu tvöfaldaðist 2004 og aftur 2005. Hefði friðun haldizt áfram, eins og Siv hafði ákveðið, hefði hann eflaust tvöfaldast aftur sumarið 2005 og náð verulegri hæð aftur, jafnvel upp undir 1 milljón fugla sumarið 2006. En nýr umhverfisráðherra tók við, frá Sjálfstæðisflokki, Sigríður Anna Þórðardóttir, sem virðist ekki hafa haft sömu burði eða sama skilning á mikilvægi íslenzkrar náttúru, því hún gaf eftir fyrir ágangi blóð- þyrstra veiðimanna, og leyfði veiðar aftur haustið 2005, ári fyrr, en reglu- gerð Sivjar sagði til um. Staðan í fyrravor, 2020 Í fyrravor var svo hauststofninn aftur, nú í annað sinn frá upphafi talninga, kominn niður fyrir 300 þúsund fugla. Hefði Siv Friðleifs- dóttir verið umhverfisráðherra, hefði hún eflaust friðað aftur. En, illu heilli, var umhverfisráðherrann og er enn, Guðmundur Ingi Guð- brandsson, sem á að heita grænn, þó þess gæti lítið í athöfnum hans og ákvörðunum. Hann þóttist í fyrra taka á mál- inu með hófi og skynsemi, en sú vafasama skynsemi var, að 5 þús- und veiðimenn mættu veiða 5 fugla hver. Var sú tillaga, sem ráðherra taldi góða og gilda, komin frá helzta rjúpnasérfræðingi landsins, Ólafi Karli Nielsen, sem reyndar er sjálf- ur rjúpnaveiðimaður, og þáverandi forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ), Jóni Gunnari Ottós- syni. Þessi veiðiáform 2020 voru auð- vitað út í hött, 5 fuglar á mann, m.a. vegna þess, að meðalveiði á veiði- mann síðustu 16 ár hafði verið 12 fuglar. Er þá miðað við uppgefna og skjalfesta veiði, en f lestum mun vera ljóst, að slíkar skrif legar til- kynningar veiðimanna kunna að vera misgóðir pappírar, fyrir utan þá pappíra, sem kann að vanta. Enda var svo gengið á stofninn í fyrra, að nú síðastliðið vor, hafði hann enn gengið niður um 30%, frá í fyrra, og var sá allra minnsti í sögunni. Tillögugerð NÍ Nýr forstjóri, sem virtist lofa góðu, tók við hjá NÍ á þessu ári, Þorkell Lindberg Þórarinsson. Bundu menn vonir við, að hann myndi marka nýja og dýravænni stefnu fyrir veiðar villtra dýra, en eins og allir vita, er fána Íslands fábrotin og brothætt. Reyndar kom í ljós, að nýr for- stjóri hafði sjálfur stundað rjúpna- veiðar, sem var ekki beint gleðiefni. Enda kom á daginn, að nýr for- stjóri og langtíma rjúpnasérfræð- ingur stofnunarinnar, báðir rjúpna- veiðimenn, lögðu til við ráðherra, að veiðar héldu áfram, eins og lítið hefði í skorizt, en nú yrðu veiðar 4 rjúpur á veiðimann, alls 20 þúsund fuglar. Hefði þessi tillaga komið innan af Kleppi, hefði mátt skilja hana, en hún kom úr Urriðaholtsstræti í Garðabæ, höfuðstöðvum Náttúru- fræðistofnunar Íslands. Hvernig geta annars góðir menn og gegnir gert sig seka um slíka fásinnu!? Boltinn hjá umhverfisráðherra 18. október mun svo ráðherra hafa fengið þessa gæfulegu sendingu, tillögugerð, frá NÍ, sem mun hafa komið við í Umhverfisstofnun (UST), til umsagnar, en UST virðist hafa talið hana faglega ráðgjöf og góða, sem varla þyrfti að laga eða leiðrétta. Umhverfisráðherra væf laðist svo með málið í 10 daga, en skoðun undirritaðs er, að ráðherra með bein í nefinu og ábyrgðartilfinningu gagnvart lífríki og náttúru Íslands, hefði ekki þurft nema dag til að ákvarða friðun, minnst til 3 ára, eins og Siv gerði. 28. október að morgni, kom svo ráðherra með það komment í RÚV- morgunútvarpi, að með fyrirliggj- andi veiðiráðgjöf mætti reikna með, að 32 þúsund fuglar yrðu drepnir, í stað 20 þúsund, eins og tillögugerð NÍ gekk út á. Þetta bil yrði að brúa, sagði ráðherra. Hvernig ráðherra komst að töl- unni 32 þúsund fuglar, þegar reikn- að var með 5 þúsund veiðimönnum og uppgefna meðalveiði síðustu 16 ár upp á 12 fugla á veiðimann, má Guð einn vita. Viðbragð rjúpnaveiðimanna Þegar þessi frétt barst til Skotveiði- félags Íslands, Skotvíss, runnu tvær grímur á formanninn, Áka Ármann Jónsson, sem reyndar var áður, í áratug eða svo, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun – greinilega ekki langt á milli – og taldi formaðurinn að fjöldinn allur af rjúpnaskyttum hafi nú undirbúið veiðar. „Borgað jafnvel fyrir veiðiréttindi og gist- ingu og allt slíkt,“ eins og hann orðaði það. Það hljómar reyndar ekki alveg sannfærandi, fyrir heilvita menn, að veiðimenn bóki ferðir, kannske landshorna á milli, jafnvel dýr flug og kaupi kostnaðarsamar gistingar, fyrir fram í stórum stíl, til að fá að drepa 4 rjúpur. Ráðherra enginn Salómon Því miður kom á daginn, þegar dagur kom að kveldi 28. október, að Guðmundur Ingi Guðbrands- son er enginn Salómon. Vantar þar nokkuð á. Hans „Salómonsdómur“ til að tryggja það, að ekki yrðu drepnar 32 þúsund rjúpur (hvernig sem hann nú komst að þeirri tölu), í stað 20 þúsund rjúpna, sem ráðgjöf NÍ gekk út á, var að veiðar mættu ekki hefj- ast fyrr en um hádegi þá 22 daga, sem veiða mætti. Rjúpur fara um saman í pörum eða hópum. Fari veiðimaður til fjalla að morgni og sjái hóp með 6-8 rjúpum um hádegi, duga tvö skot, sem f lestir hafa í byssunni, til að drepa kannske 4-5 og særa 2-3, sem kynnu að komast undan (og drepast svo úr blýeitrun og kvalræði). Þar með væri veiðiferðin, skv. reglugerð, búin. Venjulegir menn myndu gera sér grein fyrir því, að hvort leyfðir séu 22 heilir veiðidagar eða 22 hálfir veiðidagar, skiptir engu máli, því veiðimenn þurfi, hvort sem er, oft að nota morguninn til að komast á veiðistað, auk þess, sem tvö skot á pör eða lítinn hóp duga til að fylla veiðikvóta. Sumir verða frægir að endemum, aðrir af hugleysi. Að verða frægur af hvort tveggja, er ekki gott eða gæfu- legt. ■ Megi rjúpnasteikin standa í ykkur, veiðimenn, stjórn NÍ og ráðherra Ole Anton Bieltvedt stofnandi og for- maður Jarðarvina Aðeins einn flokkur gerði loftslagsmál að aðalmáli sinnar kosn- ingabaráttu. Leynist rithöfundur í þér? Handritasamkeppni fyrir upprennandi rithöfunda Skiladagur 10. des. 2020 Nánari upplýsingar á forlagid.is ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–17 16 Skoðun 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.