Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 48
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Við Hófí, kærastan mín, ákváðum fyrir stuttu að fara út að ganga öll kvöld, sama hvernig viðrar. Við viljum vera þannig fólk. Fólk sem lætur veðrið ekki stoppa sig, fólk sem fær hreyfingu á blóðið rétt fyrir svefninn, fólk sem bankar óvænt upp á hjá vinum sínum neðar í götunni og býður sér í óvænt kvöldkaffi. Hófí keypti sér góða vetrarúlpu í síðasta mánuði, það hjálpar, síðan á ég föðurland, það hjálpar. Við þurfum ekki að labba langt. Þó það sé ekki nema hringur í kringum húsalengjuna þá er það samt göngutúr að kvöld- lagi, alveg eins og við ákváðum. Alveg eins og okkur dreymir um að vera. „Við ætlum ekki að vera þegnar sjónvarpsins,“ segjum við hvort við annað á meðan ég geri örvænt- ingarfulla leit að húfunni minni, eins og alla morgna, eins og öll kvöld. „Við ætlum að rækta sam- bandið okkar, vera gerendur í eigin lífi, það skal ekki líða hjá undir bláu ljósi símaskjásins,“ segjum við, á meðan ég gref í gegnum allar úlpur, alla jakka og allar töskur eftir hönskunum mínum. Og við reimum skóna, og við opnum útidyrnar og okkur ber harður veruleiki vetrarins. „Þetta er lífið,“ segjum við. „Við erum lifandi, við erum hluti af vistkerfi, við erum hjörtu í líkama, í heimi í sólkerfi.“ Og við stígum út. Svona sé ég þetta fyrir mér og við erum komin langleiðina. Vetrarúlpan hangir á vísum stað, föðurlandið hefur tekið sitt pláss í fatahrúgunni mín megin við rúmið, vinir okkar neðar í götunni voru að eignast hvolp þannig að hvatinn fyrir óvæntu kvöldkaffi er þeim mun meiri. Eitt kvöldið látum við drauminn rætast, og kvöldið eftir það og kvöldið eftir það og kvöldið eftir það þangað til Draumar Stefáns Ingvars Vigfússonar n Bakþankar * Skv. Neyslukönnun Gallup. ** Íbúar á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 35–65 ára lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali, skv. prentmælingum Gallup. Með því að auglýsa í Fréttablaðinu og á frettabladid.is nærðu til rétta fólksins. nova.is Gerum veturinn betri! Ert þú örugglega með allt græjað og klárt fyrir veturinn? Hjá okkur færð þú réttu græjurnar og allt skemmtilega stöffið, hvort sem þú vilt komast í bíó, fá þér í svanginn eða bara vakna á morgnanna. Nova Bíókort Nova 4.690 kr. Lexon Travel Flip vekjaraklukka 4.990 kr. Apple AirPods (3rd gen) 37.990 kr. Apple Watch Series 6 LTE 40mm 89.990 kr. 99.990 kr.10.000 króna afsl. eSIM Úrlausn fylgir! Hyper Massage Rafnuddrúlla 11.990 kr. Nova Spjallspjöld 1.490 kr. Fjórar máltíðir á 5.990 kr. MatarKlipp í Nova Appinu! Komdu með gamla tækið, við setjum það í grænt ferli og þú færð inneign hjá Nova. Þú græðir, jörðin græðir, allir græða! Verði þér að bragðgóðu! Endur- græddu 4.–7. nóvember Sæktu Samkaupa-appið og 2.000 kr. inneign fylgir með!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.