Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 6
gar@frettabladid.is FÓLK „Undirtektirnar hafa verið viðunandi miðað við að ég lenti í vandræðum með heimasíðuna á laugardaginn og missti talsvert af fólki þar,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson sem efnir til vinnustofu á Íslandi milli jóla og nýárs. Fyrir rúmum níu mánuðum voru græddir handleggir á Guðmund úti í Frakklandi þar sem hann býr. Handleggina missti hann í slysi fyrir 23 árum. Þá reynslu og nám sitt í markþjálfun hyggst hann nýta á námskeiðinu Innri styrk sem haldið verður á Grand Hóteli 27. desember. Er þetta fyrsta heimsókn Guð- mundar til Íslands eftir aðgerðina. Aðspurður kveðst Guðmundur geta tekið við áttatíu manns á vinnustofuna. Miðasalan er þegar hafin á vef hans gretarsson.is. „Ég þurfti að skipta í snatri um hýsingaraðila og var síðan því ekki almennilega nothæf fyrr en seinni- part sunnudags. Ég er þó að vonast til að fá einhver tækifæri næstu vikurnar til að kynna þetta nám- skeið almennilega fyrir fólki og ég hef fulla trú á að fylla salinn,“ segir Guðmundur. „Innri styrkur kemur þegar maður yfirstígur mótlæti en það eru ákveðin verkfæri og viðhorf sem geta flýtt fyrir svo fólk þarf ekki að vera handalaust í 23 ár til að geta nýtt sér þetta,“ sagði Guðmundur í viðtali í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag. Um er að ræða heilsdags vinnu- stof u sem verður „óþægileg, skemmtileg og fræðandi“, eins og segir í auglýsingunni. „Siglum inn í nýtt ár með skýrari fókus, stærri sjóndeildarhring og umfram allt, betri sjálfsþekkingu,“ segir þar. Erla Hlynsdóttir hefur fært sögu Guðmundar á bók og nefnist hún 11.000 volt. Stefnir hann að því í Íslandsheimsókninni að árita bók- ina fyrir þá sem vilja með fingrafari sínu. n Áttatíu komast á óþægilega vinnustofu hjá Guðmundi Felix Útskúfun til langframa er aldrei heilbrigð, segir afbrota- fræðingur. Tímabært að karl- ar taki afleiðingum gjörða sinna, segir forystukona gegn kynbundnu ofbeldi. bth@frettabladid.is JAFNRÉTTI „Það er áhugavert að sjá að það virðist breytilegt eftir því hvað þú gerir af þér hvort útskúfun eigi sér stað eða ekki,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, vegna Kveiksþáttar RÚV í vikunni. Í Kveik lýsti íslenskur leikari, Þórir Sæmundsson, þeirri útskúf- un og atvinnumissi sem hann varð fyrir eftir að hafa sent typpamyndir af sjálfum sér til ólögráða stúlkna. Hann telur sig hafa verið leiddan í gildru, þar sem hann hafi ekki vitað um aldur viðtakenda. Þá hafi hann ekki haft frumkvæði að samskipt- unum. Helgi segir að siðferðismörk sem snerti samskipti kynjanna leyfi núna ekkert umburðarlyndi eins og fram hafi komið í Kveiksþætt- inum. Jafnvel þótt engin refsiverð háttsemi eigi sér stað. Brot eða háttsemi á viðskiptasviðinu leiði ekki af sér sams konar útskúfun til framtíðar. Í viðskiptalífinu þurfi stundum að líða tiltekinn tími þar sem viðkomandi brotamaður megi ekki vera í stjórn hlutafélags. Hann geti svo snúið aftur að því er virðist án mikilla erfiðleika. „Áhrif MeToo og vitundarvakn- ingar mestmegnis kvenna eru því enn umtalsverð og bera vitni um langvarandi upplifun á kúgun og þöggun á rétti þolenda kynferðis- brota og stöðu kvenna almennt sem brýst fram með þessum hömlulausa hætti, í útskúfun allra sem hafa „misstigið“ sig á siðferðissviðinu,“ segir Helgi. „Eru gerendur að taka út sök hinnar eitruðu karlmennsku fyrir allt karlkynið í sögunnar rás?“ spyr Helgi. Hann segir að einstaklingar eigi ekki bara afturkvæmt á við- skiptasviðinu heldur sé sú raunin með mörg önnur brot. Hann segir útskúfun til langframa aldrei heil- brigða. Auðveldlega snúist slíkt til hins verra, ekki bara fyrir hinn útskúfaða heldur virki oft eins og olía á þann eld sem f lestir vilja slökkva. Harkan virðist meiri núna en við höfum séð í seinni tíð. Kristín Bjarnadóttir hjúkrunar- fræðingur er í hópi þeirra sem mjög hafa látið brot gegn konum til sín taka. Spurð hvort samtímamenn séu nú að taka út sök eitraðrar karl- mennsku fyrir allt karlkyn í sög- unnar rás, segir hún að gerendur þurfi fyrst nú að horfast í augu við Siðferðismörk í samskiptum karla og kvenna leyfi ekkert umburðarlyndi Aukin harka, segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræð- ingur. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI sjálfa sig og taka út sinn dóm eftir að hafa beitt ofbeldi. Umræðan sé hins vegar að komast á nýtt plan með nýjum og menntuðum kynslóðum. „Við erum að komast á þann stað að karlar þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir sem þeir hafa ekki þurft að gera,“ segir Kristín. Hún bendir á hið kynbundna misræmi, að um 300 konur segist árlega verða fyrir nauðgun á Íslandi á sama tíma og engir karlar segist hafa nauðgað þeim. „Þolendur hafa fundið sína rödd og skilað skömminni. Ég er ósam- mála að þetta sé gild spurning hjá af brotafræðingnum,“ segir Krist- ín. n Kristín Bjarna- dóttir hjúkr- unarfræðingur Guðmundur Felix Grétarsson vonast eftir fullum sal. MYND/BRYNJAR SNÆR Mikilvægt neyðarkall til þín! Tökum vel á móti sjálfboðaliðum næstu daga, svörum neyðarkallinu og stuðlum þannig að eigin öryggi. benediktboas@frettabladid.is S K I PU L AG S M Á L Verkef na stofa Borgarlínu hefur valið kost sem veldur því að nemendur í Mennta- skólanum í Kópavogi munu þurfa að ganga lengri vegalengd en nú er milli næstu biðstöðvar almennings- vagna og skólans. Samkvæmt tillögunni munu nemarnir þurfa að ganga yfir hálfan kílómetra milli biðstöðvar Borgar- línu og skólans. Verkefnastofan telur þó að sá galli sé ekki mikill enda sé nóg af rafskútum í boði. „Aukið aðgengi örf læðis svo sem rafskúta mun hjálpa við að stytta þá leið fyrir stóran hóp. Einnig verði komið til móts við aðra með teng- ingu við aðrar strætóleiðir,“ segir í niðurstöðu verkefnastofunnar. n Rafskútur bjargi Borgarlínunni urduryrr@frettabladid.is DANMÖRK Metta Frederiksen, for- sætisráðherra Danmerkur, sagðist á blaðamannafundi í gær hafa stillt símann sinn þannig að hann eyði smáskilaboðum sjálfkrafa eftir þrjá- tíu daga síðasta sumar. Það var áður en ákvörðun var tekin um að aflífa alla minka í landinu og hafi verið þáttur í að auka upplýsingaöryggi ráðuneytisins. Hún segir að SMS-in muni mögu- lega leiða í ljós óvandað orðbragð á milli stjórnmálafólks en að hún muni ekki biðjast afsökunar á því. Í krísuástandi megi ekki eyða tíma í að vanda orðaval heldur þurfi að taka hraðar ákvarðanir. „Sættið ykkur við það,“ segir Frederiksen. n Eydd SMS tengist ekki minkunum 6 Fréttir 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.