Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Page 3

Fiskifréttir - 14.12.2001, Page 3
FISKIFRETTIR 14. desember 2001 3 FRÉTTIR Veiöar á undirmálsýsu: Ekki stundaöar vísvitandi — segir Örn Pálsson „Auðvitað getur það komið fyrir að menn lendi með línuna í smáýsu. Það er óheimilt að henda fiski og menn koma að sjálfsögðu með fiskinn í land en ég trúi því ekki að mikil brögð séu að því að veiðar á undir- málsýsu séu stundaðar vísvit- andi,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands smábátaeigenda, í sam- tali við Fiskifréttir. í síðasta tölublaði Fiskifrétta kom fram að fiskverkandi hafði fengið tvö kör af undirmálsýsu til vinnslu og var meðalþyngdin 300 g. Sú skýring fylgdi að smábátasjó- menn hefðu sótt í smáýsuna í sum- ar til að afla sér sem mestrar veiði- reynslu vegna væntanlegrar kvóta- setningar. „Ég hafna því algjörlega að smábátasjómenn hafi sótt á þessi mið viljandi. Flestir króka- karlar höfðu þvert á móti trú á því að unnt yrði að koma viti fyrir stjórnvöld og stöðva framkvæmd laga um kvótasetningu á ýsu. Það var því ekkert meiri þrýstingur á þá en áður að afla sér veiðireynslu. Ég var að minnsta kosti ekki var við það sl. sumar að meira kapp væri lagt á að veiða ýsu á Ifnu en undan- farin sumur. Auðvitað getur það hent að línubátar veiði undir- málsmáýsu en reynt er að komast hjá því í lengstu lög,“ sagði Örn. Guðni Ólafs- son VE á heim- leiö frá Kína: Mótvindur alla leiðina Línuskipið Guðni Ólafsson VE 606, sem er á heimleið ný- smíðað frá Kína, hefur hreppt mótvind alla Ieiðina. Strekk- ingurinn byrjaði strax í Kína- hafinu, 18-20 metrar á sek- úndu, og vindur hefur einnig verið á móti í Kyrrahafinu þótt ekki hafi hann verið eins mikill. Lofthitinn er 25-30 gráður. StUQH r———r"— 'éAÆl ðP ísfelhNetasalan er umboðsaðili fyrir marga af þekktustu veiðarfæraframleiðendum heims. Við leggjum okkur fram við að bjóða ávalt gæðavörur fyrir allar tegundir útgerða, stórar jafnt sem smáar. Þú getur treyst á ísfell*Netasöluna! ísfelÞNetasalan vöruhús fyrir sjávarútveginn Þegar Fiskifréttir ræddu við Guðjón Rögnvaldsson útgerðar- mann síðastliðinn þriðjudag var skipið um 560 mílur vestur af Hawaii. Ætlunin var að hafa stutta viðkomu þar en halda síðan í átt að Panamaskurðinum. Skipið er vænt- anlegt heim 10. janúar næstkom- andi. Guðjón sagði að eftir að skip- ið kæmi heim þurfi að ganga frá ýmsum tækjum um borð en það ætti ekki að taka nema viku til tíu daga. Síðan yrði haldið til veiða. Fiskislóð 14 • 101 Reykjavík • Sími 5200 500 • Fax 5200 501 • isfell@isfell.is • www.isfell.is

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.