Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 4
4
FISKIFRETTIR 14. desember 2001
SKOÐUN
Fyrir rúmum tveimur árum
skipaði sjávarútvegsráðherra
nefnd til að endurskoða lögin um
stjórn fiskveiða. I skipunarbréfi
nefndarinnar segir: „Nefndinni
ber að taka tillit til hagsmuna
sjávarútvegsins, byggðanna og al-
mennings í landinu í starfi sínu.
Markmið breytinganna er að ná
fram sem víðtœkastri sátt lands-
manna um fiskveiðistjórnunar-
kerfið. Þess skal þó gætt að fórna
ekki markmiðum um skynsamlega
nýtingu og bœtta umgengni um
auðlindir sjávar né heldur raska
haghvœmni og stöðugleika í
greininni. “
Allar tillögur meirihluta nefnd-
arinnar um breytingar á lögum um
stjórn fiskveiða ganga þvert á
stefnu Sjómannasambands Islands
(SSÍ). Það kann vel að vera að
meirihluti nefndarinnar telji sjó-
menn ekki meðal landsmanna
og/eða að sjómenn eigi ekki hags-
muni í sjávarútvegi, og er það þá
vandamál þeirra einstaklinga sem
þar eiga hlut að máli. Rennum yfir
helstu niðurstöður meirihluta
nefndarinnar.
Bendir það til
víðtækrar sáttar?
Frá upphafi kvótakerfisins hef-
ur SSÍ alfarið lagst gegn leigu-
framsali veiðiheimilda og einnig
bent á að verði framsalið ekki
aflagt eða að minnsta kosti þrengt
verulega muni það fyrr eða síðar
ganga af kvótakerfinu dauðu.
Þetta virðist vera að rætast, — svo
mikið er ósættið um kvótakerfið.
Meirihluti nefndarinnar leggur til
„Sáttanefnd“ boðar
enn meira ósætti
— eftir Sævar Gunnarsson
að framsal verði rýmkað verulega.
Bendir það til víðtækrar sáttar?
Þegar kvótakerfið var sett á var
nokkuð víðtæk sátt um að afla-
heimildir ættu að vera á fiskiskip-
um en ekki til dæmis hjá fisk-
vinnslustöðvum, fiskverkafólki
eða sjómönnum, en allir þessir að-
ilar komu til greina sem handhafar
kvóta í upphafi. Meirihluti nefnd-
arinnar leggur til að fiskvinnslu-
stöðvar megi eiga kvóta, sem að
sjálfsögðu leiðir til þess að þær
þurfa að framselja allar veiðiheim-
ildirnar. Slík ráðstöfun er í algjörri
andstöðu við sjómenn. Bendir það
til víðtækrar sáttar?
Hvað kemur auðlinda-
gjald málinu við?
Megintilgangur laganna um
stjórn fiskveiða er að byggja upp
fiskistofna við landið og stjórna
skynsamlegri nýtingu á þeim og
bæta umgengni. Eg velti því fyrir
mér hvar auðlindagjald kemur inn í
uppbyggingu fiskistofna. Mín
skoðun er sú að auðlindagjald komi
þessu máli ekkert við og nefndin
sem átti að endurskoða lögin um
stjóm fiskveiða sé komin langt út
fyrir verksvið sitt þegar hún leggur
til að tekið verði upp auðlindagjald
á veiðiheimildir. Ég kem ekki auga
á það í skipunarbréft nefndarinnar
að hún eigi að taka afstöðu til auð-
lindargjalds.
Sjómannasamtökin hafa alla tíð
lagst gegn auðlindagjaldi á sjávar-
útveginn, og því spyr ég enn hvort
„Ef reyna á aö
lappa upp á núver-
andi fiskveiöi-
stjórnunarkerfi, þá
veröur aö byrja á
því aö afnema
leiguframsal meö
öllu“
Á netaveiðum. (Mynd/Fiskifréttir: Heiðar Marteinsson).
/S. ARKTISK MARIN AS
Eldsneytis- og birgðaþjónusta í Barentshafi
yi</ 6ú/am V'i&'j/iýitaV'intcm' o//av
;
d Q^landiy jle/ilejvajéla onj
ý/avú'Œ'/b /o'mancli dvú' /
Við tryggjum ykkur eldsneyti, smurolíur
vistir og aðrar birgðir á hafi úti.
ARKTISK MARIN A-S
Tromseysundveien 16-18 • N-9020 Tromsdalen - Norge
Sími: [0047] 7760 1470 • Telefax: (0047) 776 81305
M/T “I orsel” • Inmarsat -C 425777610
Mobil: (0047) 90052614 & (0047) 90921174
E-mail: contact@arktisk-marin.no • www.arktisk-marin.no
víðtæk sáttatilraun felist í þessari
tillögu nefndarinnar. Ég held ekki.
Úflöggun skipa
Nokkrir útgerðarmenn hafa sótt
það mjög fast nú um nokkurt skeið
að heimilt verði að flytja veiði-
heimildir íslenskra skipa utan land-
helginnar á skip undir flöggum
annarra þjóða. Tilgangurinn virðist
mér augljós. Það á að fá ódýrt
vinnuafl frá öðrum löndum. Sjó-
mannasamtökin hafa lagst mjög
hart gegn þessum hugmyndum.
Meirihluti „sáttanefndar“ var fljót-
ur að kveikja á þessari hugmynd,
og gera hana að sinni tillögu. Þeir
hafa greinilega ekki talið sig geta
farið gegn sjónarmiðum útgerðar-
innar í þessu frekar en öðru.
Ég hef farið nokkrum orðum um
sumar af tillögum þessarar ágætu
„sáttanefndar“, öðrum hef ég
sleppt að sinni en kann að vera að
þeim verði gerð skil síðar á þessum
vettvangi. Það er mín skoðun að
meirihluti „sáttanefndar“ hafi með
ýmsum hætti misskilið það sem
stendur í skipunarbréfxnu sem áður
er vitnað til. Því spyr ég: Áttu þeir
að ná víðtækri sátt meðal útgerðar-
manna? Eða víðtækri sátt við alla
nema sjómenn? Eða bara víðtækri
sátt við sjálfan sig?
Leiguframsal verði
bannað
í Fiskifréttum I. nóvember síð-
astliðinn skrifar Pétur H. Pálsson
útgerðarmaður í Grindavík skoð-
un sína á framsali veiðiheimilda.
Grein Péturs er mjög góð og fell-
ur í meginatriðum að mínum
skoðunum. Pétur byrjar grein sína
á þessa leið: ,,Um þessar mundir
leitar þjóðin logandi Ijósi að sátt
um sjávarútvegsmál. “ Ég ætla að
bæta við þessa fullyrðingu Péturs:
Allir nema „sáttanefnd" sjávarút-
vegsráðherra. Það er mín skoðun
að ef reyna á að lappa upp á nú-
verandi fiskveiðistjórnunarkerfi,
þá verði að byrja á því að afnema
leiguframsal með öllu. Það var
alltaf tilgangur kerfisins að aðlaga
stærð fiskiskipaflotans að afrakst-
ursgetu fiskistofnanna. Eftir
Valdimarsdóminn svonefnda og
túlkun stjórnvalda á honum
stækkar flotinn og stækkar en
fiskistofnarnir minnka og minnka.
Til að koma í veg fyrir þessa
óheilla þróun verður að banna allt
framsal. Án þess verður flotinn
ekki minnkaður. Island er eina
landið í Evrópu þar sem ekki er
heimilt að stemma stigu við
stækkun flotans, þvert á móti, því
samkvæmt áðumefndum dómi má
hver fleyta róa ef hún hefur haf-
færisskýrteini.
Tegundatilfærsla
og jöfn skipti
Þegar leiguframsal hefur verið
afnumið er nauðsynlegt að leyfa
tegundatilfærslu og jöfn skipti á
tegundum, og ráðuneytið þarf að
gefa út verðmætastuðla að minns-
ta kosti einu sinni í mánuði til að
stuðlarnir verði sem réttastir. Þá
er einnig mikilvægt að ef skip
verður frá veiðum um lengri tíma
af óviðráðanlegum ástæðum, svo
sem vegna alvarlegra vélabilana,
verði tryggt að það missi ekki
veiðiheimildir sínar varanlega.
Samkvæmt því sem stendur í
skipunarbréfi til „sáttanefndar-
manna“ vill ráðherra ná meiri sátt
um fiskveiðistjórnunarlögin. Það
er aftur á móti fullvíst að ef farið
verður að tillögum meirihluta
„sáttanefndar" verður aldrei sátt
við sjómenn um þær. Þvert á móti
verður áfram ósætti sem aldrei
fyrr. Það er von mín að hlustað
verði betur á þau sjónarmið sem
fram koma hjá Pétri H. Pálssyni
og fleiri útgerðarmönnum um að
framsalið sé ekki eins mikilvægt
og haldið hefur verið fram hingað
til. Það er jafnframt von mín að nú
taki menn höndum saman og af-
nemi þennan langstærsta galla
fiskveiðistjórnunarlaganna.
Höfundur er formaður Sjó-
mannasambands íslands.