Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 5
FISKIFRETTIR 14. desember 2001
5
LOÐNA
Nýting loðnukvótans á síðasta áratug:
792.000 tonn brunnu inni
— eða 8,2% af heildarkvótanum. Mest hafa 223.000
tonn dottió niður á einni vertíð eða 20%
Loðnukvóti og -veiði
Þús. > ■—1
tonn
1400 ^nve,r
1200 I- □ Óveitt
1000
800
600
Loðnukvóti og veiði 1991-2001
(í þúsundum tonna)
Upphafs- Heildar- Mis- Óveitt
Kvótaár kvóti úthlutun Afli munur %
1991/92 187 743 631 112 15,0%
1992/93 390 820 700 120 14,6%
1993/94 702 1.072 1.003 69 6,4%
1994/95 637 818 755 63 7,7%
1995/96 536 1.108 885 223 20,1%
1996/97 737 1.277 1.258 19 1,5%
1997/98 570 1.008 993 15 1,5%
1998/99 688 995 911 83 8,4%
1999/00 576 892 852 40 4,4%
2000/01 418 918 901 17 1,9%
Samtals 5.441 9.651 8.889 223 8,2%
(Heimild: Fiskistofa).
Loðnuveiðar hafa verið mikilli óvissu
háðar á undanförnum árum, ekki síst eftir
að sumar- og haustveiðin hefur brugðist ár
eftir ár og Ioðnan oft ekki fundist fyrr en
langt er liðið á janúar. Er nú svo komið að
göngur Ioðnunnar og veðurfar á nokkrum
vikum á vetrarvertíðinni ráða úrslitum um
það hvort meginhluti loðnukvótans næst
eða ekki.
A meðfylgjandi töflu, sem Fiskifréttir fengu
hjá Fiskistofu, sést hvernig til hefur tekist á 10
ára tímabili eða frá vertíðinni 1991/92 til ver-
tíðarinnar 2000/2001. A þessum tíma var út-
hlutað samtals 9.651 þúsund tonnum til ís-
lenskra skipa, þar af tókst að veiða 8.889 þús-
und tonn. Það þýðir að 792.000 tonn af kvótan-
um brunnu inni eða 8,2% af heildarúthlutun-
inni. Sum árin hefur tekist að veiða næstum
allan kvótann, en mest varð eftir á vertíðinni
1995/96 eða 223.000 tonn sem var rúm 20% af
kvóta þess árs. I upphafi síðasta áratugar voru
15% af kvótanum skilin eftir tvö ár í röð.
400 ■
200 ■
o ii iii Li ij y iii y y iii u l
91/92 92/93 93/94 94/95 95/96 96/97 97/98 98/99 99/00 00/91
Á loðnuveiðum. (Mynd/Fiskifréttir: Sigurgeir Sævaldsson).