Fiskifréttir - 14.12.2001, Síða 7
FISKIFRETTIR 14. desember 2001
7
í Llv'h J W
Ester, Atlas og Helterma:
1200 tonn af grálúðu við Kanada
Togararnir Ester, Atlas og
Helterma, sem íslendingar
standa að útgerð á, veiddu sam-
tals 1200 tonn af grálúðu í
kanadísku lögsögunni áður en
þeir urðu frá að hverfa þegar
hafís lagðist yfir svæðið.
Þetta kemur fram á fréttavef
Interseafood.com. Ester fékk 446
tonn, Atlas 408 tonn og Helterma
345 tonn. Veitt var af kvóta sem
frumbyggjar í Kanada hafa til ráð-
stöfunar norðan 65° milli Kanada
og Grænlands. Úthlutað var 1500
tonnum af grálúðu. Þetta var í
fyrsta skipti sem kvóta á þessu
svæði var úthlutað til almennra
veiða en áður höfðu Kanadamenn
og Grænlendingar stundað þar
vísindaveiðar.
Bátar í höfn. (Mynd/Fiskifréttir:
Heiðar Marteinsson).
Borgaði
150 kr./kg
fyrir ýsu-
kvótann
— leigusalar
geta notaö vef
Fiskistofu til
aö pína veröiö
upp hjá þeim
sem standa illa
aö vígi, segir
Örn Pálsson,
framkvæmda-
stjóri LS
Smábátasjómenn eru víðast
hvar búnir eða langt komnir
með ýsukvóta sinn og að sögn
Arnar Pálssonar, fram-
kvæmdastjóra Landssambands
smábátaeigenda, hafa sumir
þeirra lent í miklum hremm-
ingum við að leigja til sín ýsu til
að eiga kvóta fyrir meðafla.
„Ég þekki dæmi um smábátasjó-
mann sem átti lítinn ýsukvóta og
fór á veiðar á stað sem alla jafna er
ekki mikil von til þess að fá ýsu.
Engu að síður fékk hann tvö tonn
af ýsu á krókana og það varð til
þess að hann fór fram úr úthlutuð-
um kvóta. Hann fékk strax hótun
um sviptingu veiðileyfis frá Fiski-
stofu en hvernig sem hann reyndi
gat hann ekki leigt neitt til sín. Á
síðustu stundu áður en hann átti að
missa leyfið tókst honum að leigja
til sín það sem upp á vantaði. Hann
þurfti þá að greiða 150 krónur fyr-
ir kílóið af ýsunni sem er hæsta
verð sem ég hef heyrt um en verð-
ið hefur legið í 120-130 krónum á
kíló. Ljóst er að þeir sem eru að
leigja frá sér vissu um stöðu þessa
manns. Mér finnst öfugsnúið þegar
þeir sem stunda það að leigja frá
sér geti fylgst með því á heimasíðu
Fiskistofu - þar sem finna má
kvótastöðu og landanir skipa -
hverjir séu tæpir og eigi jafnvel yfir
höfði sér veiðileyfissviptingu og
notfært sér neyð þeirra og pínt
verðið upp. Þessi smábátasjómaður
sagði við mig að hann myndi ekki
hreyfa bát sinn fyrr en alþingi væri
búið að afgreiða frumvarp um við-
bótarkvóta til smábáta,“ sagði Örn
Pálsson.
ALHLIÐA
SKIPAVIÐGERÐIR
& PJÓNUSTA!
AUt á
sama stad
Nýsmíði •
Endurbyggingar •
Viðgerðir •
Sandblástur •
Slipptökur •
Botnhreinsun •
Málun •
Stálviðgerðir •
Vélaviðgerðir •
DNV Vottaðar skrúfuviðgerðir •
Trésmíði •
Rafmagnsviðgerðir •
Tækniþjónusta •
Varahlutaþjónusta •
Vélsmiðja “^“■™“■
ORMS & VÍGLUNDAR ehf.
800 tonna SLIPPUR.
2.750 tonna flotkví við Háabakka.
13.000 tonna flotkví utan Suðurgarðs
með djúpristu allt að 11 metrum.
SKRIFSTOFUR, SMIOJA& RENNIVERKSTÆÐI: DRAFNAR - SLIPPUR:
Kaplahraun 14-17 • 220 Hafnarfjörður Strandgata 82-84 • 220 Hafnarfjörður
Símar: +354 555 4199 • Fax: +354 555 1421 Símar: +354 565 0393 & +354 565 4880
GSM: +354 892 0895 & +354 893 6920 Fax: +354 565 5890 • GSM: +354 892 0883