Fiskifréttir - 14.12.2001, Síða 8
8
FISKIFRETTIR 14. desember 2001
SKOÐUN
Birgir Hermannsson trillukarl
ræðst að mér og útmálar sem
svikahrapp og fréttafalsara í síð-
asta tölublaði Fiskifrétta. Arásir
hans og svívirðingar eru rugl sem
auðvelt er að hrekja. Hann gerir
mikið úr því að frásögn minni og
Arnar Sveinssonar skipverja á
„Bjarma BA“ beri ekki saman. Ég
hef sagt að heildaraflinn á
„Bjarma“ þá tvo daga sem við
vorum um borð hafi verið eitthvað
um 70 tonn. Af því hafi á milli 20
og 30 prósentum verið hent aftur í
hafið þar sem fiskurinn var af vit-
lausri stærð eða tegund. Þetta er
brottkast upp á 14 til 21 tonn,
deilt á tvo daga. Örn talar um afla
og brottkast á einum degi. Birgir
kann vonandi margföldunartöfl-
una. Hann getur margfaldað tölur
Arnar með tveimur og borið sam-
an við mínar.
Fróður um brottkast
Birgir virðist hafa verulegt vit
á brottkasti. Hann staðhæfir að
dauðir fiskar hljóti alltaf að fljóta
á yfirborði hafsins. Hvenær sem
er stendur honum og öðru áhuga-
fólki til boða að sjá margra mín-
útna myndskeið hjá mér af því
þegar fiskur sturtast í hafið og
sekkur. Nokkrir fljóta, op
fuglagerið safnast í kringum þá. A
þeim myndum sem ég á að hafa
,,leikstýrt“ sukku flestir fiskarnir
eins og straujárn. Steindauðir. Það
eru líka til átakanlegar myndir af
hinum sem enn voru með lífs-
marki og ekki sukku. Burtfleygð-
ir þorskar reyna að kafa eða fljóta
bjargarlaust með kviðinn upp í
loftið og múkkinn býr sig undir
að kroppa lifrina úr þeim lifandi.
Hann skal líka fá að sjá mynd-
ir af sjómönnum sem standa við
að flokka aflann. Stærsti þorskur-
inn er blóðgaður en hinu sem ekki
á að hirða er fleygt á færibandið
sem liggur boltað oní dekkið
beinustu leið út að lúgunni. Flest-
ir þorskarnir hafa legið lengi þeg-
ar kemur að þeim að verða blóðg-
aðir eða fleygt. Þeir eru dauðir.
Ekki sprelllifandi eins og Birgir
Ræfildómur og svíviröingar
— eftir Magnús Þór Hafsteinsson
reynir að ímynda sér í greininni,
þar sem hann heldur fram meira
eða minna meðvitaðri réttlætingu
sinni á brottkasti, sem byggist á
tveggja mínútna upptökum sem
hann og aðrir sjónvarpsáhorfendur
hafa fengið að sjá af spólum sem
vara í nálega tvo klukkutíma.
Kollinn á karlinum
Trillukarlinn rifjar einnig upp
ágætt viðtal sem ég tók við Gunnar
Örlygsson í Auðlindinni fyrir rúmu
ári síðan. Gunnar viðurkenndi að
hafa tekið þátt í viðamiklu svindli á
svokölluðum pokafiski. Eitthvað
fang þess er ekki minna en svo að
það er búið að vera á borði Ríkis-
lögreglustjóra í nálega tvö ár.
Hrokkinn úr gír
Heilinn í Birgi Hermannssyni
virðist svo hafa hrokkið úr gír þeg-
ar hann gerði sér grein fyrir því að
brottkastið væri ekki lengur ein-
angrað hneyksli á íslandi, heldur
væru brottkastmyndirnar komnar
ljóslifandi í dreifingu út um allan
heim á Internetinu. Ég get upplýst
hann og aðra um að þessar myndir
hafa slegið öll met á vefsíðum
Intrafish fréttaþjónustunnar. Þús-
hefur þetta viðtal skolast til í koll-
inum á karlinum því hann ímyndar
sér nú að Gunnar hafi fullyrt að
hafa rogast sjálfur með 200 tonn af
flökum upp bryggjuna í Sandgerði.
Þetta er kjaftæði. Gunnar var við-
riðinn útflutning á fiski sem m. a.
var seldur með flugi til útlanda.
„Svarti“ fiskurinn var að sögn hans
keyptur beint af sjómönnum á Suð-
urnesjum og greitt fyrir í beinhörð-
um peningum. Rannsókn í þessu
máli mun nú vera á lokastigi. Um-
undir fólks um allan heim hafa
skoðað þær frá því þær voru lagðar
út fyrir mánuði síðan.
En það er ekki mitt vandamál að
þessar ljótu myndir verði kannski
vatn á myllu þeirra sem telja að Is-
lendingar hafi kannski ekki alveg
allt hreint í pokahorninu þegar
kemur að fiskveiðistjórnunarmál-
um.
Að þær hafi rústað ímynd ís-
lenska kvótakerfisins. Því þessar
myndir sýna sannleikann um um-
gengni sem því miður virðist hafa
tíðkast hjá okkur í að minnsta kosti
tólf undanfarin ár. Við höfum fjöl-
margar sannanir. Könnun Kristins
Péturssonar, ótal sjómenn sem hafa
tjáð sig leynt og ljóst um vandann,
samanburðarrannsókn Fiskistofu í
Breiðafirði í fyrra þar sem borin
var saman stærðardreifing afla með
og án eftirlitsmanna um borð í bát-
unum, Gallup könnunin sem fram-
kvæmd var fyrir ári, rannsóknir
Hafrannsóknastofnunar..
Þarf að telja meira? Hvað með
myndirnar sem sýndar voru í sjón-
varpinu um daginn sem teknar
voru sumarið 1999? Þar lá renna
fyrir brottkastið beint í sjóinn.
Týndur trillukarl
Birgir Hermannsson hefur
greinilega tapað sjálfum sér í heift-
arlegri afneitun sinni. Hann neitar
að horfast í augu við þá staðreynd
að þetta kerfi hefur hræðilega galla
„Engir þeirra, sem
dæmt hafa mig sem
svindlara, höfðu
uppi tilburói til að
kanna málió áður en
þeir kváðu upp heig-
ulsdóma sína í fjöl-
miólum“
sem auðvelt er að benda á. Ég ætla
svo sem ekki að fordæma hann fyr-
ir það. Honum hlýtur að líða illa
þar sem hann horfir upp á þá sorg-
legu staðreynd að þorskkvótinn
hans, sem í dag er tæp 200 tonn,
minnkar hratt ár frá ári. Þvert á
væntingar. En eins og Birgir segir;
tilgangurinn helgar meðalið. Hann
er hættur að sjá skóginn fyrir trján-
um og ímyndar sér efalítið að hafa
hag af því að ráðast á mig því
fréttaflutningur minn af vankönt-
um kvótakerfisins rýrir virði kvót-
ans hans. Verð á varanlegum þorsk-
kvóta meira eða minna í uppnámi
því stöðugt fleiri gera sér grein fyr-
ir því að núverandi fiskveiðikerfi er
alls ekki að skila því sem vænst var
þegar rætt er um bolfiskveiðar.
Þetta vita allir sem hafa kjark til að
horfast í augu við staðreyndir.
Birgir ætti að vita að verðmæti og
stærð kvótans hans rýrnar ekki af
því að ég flyt „neikvæðar" fréttir
af kerfinu. Rýrnunin stafar af því
að kerfið skilar neikvæðum ár-
angri og tiltrúin á því fer óðum
minnkandi.
Ræflar í stjórnsýslu
Útgerðarmaður „Hermóðs IS“
ætti frekar að huga að stjómvöld-
um í stað þess að beina spjótum
sínum að mér. Eðlilegt er að spyr-
ja hvers vegna þau hafa látið brott-
kastið viðgangast í alltof mörg ár
þar sem það og kvótasvindlið hef-
ur efalítið valdið gríðarlegu tjóni
sem aldrei verður bætt? Líka hvort
stjómvöld hafi bmgðist í að taka á
vandamálinu því nú eru fyrstu
myndirnar af brottkastinu loksins
komnar fram? Ég hef gran um að
þessar myndir séu ekki þær síð-
ustu. Svo hefur verið áhugavert að
fylgjast með aumkunarverðum til-
raunum sjávarútvegsráðherra og
annarra til að klína falsstimpli á
brottkastmyndirnar án þess að
hafa nokkrar sannanir undir hönd-
um til að styðja mál sitt. Ræfil-
dómur þessara aðila í þessu máli
er sláandi. Ég hef ekki haft uppi
neinar blekkingar. En enginn þess-
ara manna, sem hafa dæmt mig án
dóms og laga sem svindlara, hafa
haft uppi neina tilburði til að
kanna málið áður en þeir kváðu
upp sína heigulsdóma í fjölmiðl-
um.
Samviska mín er hrein. Hið
sama gildir um þá myndatöku-
menn sem komu að þessu máli,
þá Friðþjóf Helgason og Ragnar
Axelsson. Hið raunverulega
brottkast botnfisks á íslandsmið-
um var filmað á heiðarlegan hátt
nú í nóvember. Þeim fiski sem
fleygt var hefði verið fleygt í haf-
ið hvort heldur við hefðum verið
um borð eður ei. Þetta getum við
svarið fyrir hvaða dómstól sem er.
Höfundur er fiskifræðingur
og fréttamaður
• Hönnun breytinpa skrúfu- og stýrisbúnaðar
-• Kostnaðaráætlanir, verklýsingar, eftirlit
-• Hallaprófanir, gerð stöðugleikagagna
Andveltlgeymar
Almenn tækniþjönusta fyrir útgerðir og vélsmiðjur
***
A F L V I S
Aflvís ehf
Glerárgöfu 30
600 Akureyri
Sími: 461 4610
Fax: 461 4612
Gsm: 899 9876
Netfang: aflvis@est.is
lÉr'jl
Önnumst sölu af öllum gerðum sklpa og báta.
Önnumst einnig kvótamiðlun.
É É
I^HIBHLI OG íKIP
Hverfisgötu 105 • 101 Reykjavík • S: 551 7280 & 696 0646 • www.hreidrid.is