Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 13

Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 13
FISKIFRETTIR 14. desember 2001 13 Á annað þúsund smábátar eru gerðir út frá Dakhla í Marokko til veiða á smokkfiski og kolkrabba. upp til Agadír sem sé 20 klukku- stunda akstur. Á slíkum ökuferðum hafi honum komið óvart hversu mikill fimbulkuldi sé í eyðimörk- inni á nóttunni. „Ef skipið þarf að komast í höfn, til dæmis vegna viðhalds og við- gerða, förum við alltaf til Las Palmas á Kanaríeyjum. Ég er þó ekkert sérlega hrifinn af því að koma þangað því mér leiðast mjög samskiptin við hafnarverkamenn- ina. Þetta er eins konar mafía sem hefur einokun á þessari vinnu og hagar sér eins hún vill. Við tökum gjarnan umbúðir og annað um borð þegar við þurfum að koma þarna í höfn. Sem dæmi má nefna að það eru átta menn í hverju löndunar- gengi og ef taka þarf tvo menn af þeim til annarra verka sitja hinir á rassinum og hreyfa sig ekki. Þurfi maður svo á tveimur af þeim að halda kemur það ekki til greina, þá þarf að kalla til nýtt löndunargengi. Einn daginn megum við nota okk- ar menn til að hjálpa til, þann næsta er það bannað og þriðja dag- inn heimta þeir að svo sé gert. Svona vinnubrögð myndu aldrei líðast hér á íslandi," segir Páll. Stuttbylgjusendingar lagðar af En hvernig hefur Páli gengið að venjast hinum löngu fjarvistum frá heimili sínu á íslandi? „Ég finn nú ekki svo rnikið fyrir því. Ég er tvo til þrjá mánuði á sjó og svo svipaðan eða kannski held- ur skemmri tíma í landi á milli. Ég kvarta ekki. Starfsdagurinn er langur, frá morgni til kvölds, og lít- ill frítími. Ég vil þó endilega korna því á framfæri að ég er mjög ósátt- ur við það að ríkisútvarpið skuli vera hætt að senda út á stuttbylgju. Það gerðist síðastliðið sumar. Menn hlustuðu mikið á íslenska út- varpið en nú erum við algjörlega fréttalausir. Þessar útsendingar gögnuðust ekki bara sjómönnum á úthafsveiðum fjarri heimahögum heldur líka fjölda ellilífeyrisþega sem búsettir eru hluta úr árinu í Suðurlöndum og raunar íslending- um um víða veröld almennt. Stutt- bylgjusendingunum var hætt á þeirri forsendu að nú væri hægt að hlusta á útvarpið á Internetinu. Því er til að svara að í fyrsta lagi eru ekki allir nettengdir og í öðru lagi háttar því svo til um borð í skipum eins og okkar sem eru nettengd, að það er alltof kostnaðarsamt að nýta sér þessar sendingar. Hver mínúta kostar mörg hundruð krónur. Mér skilst að það kosti ríkisútvarpið eina og hálfa milljón króna á ári að halda þessum sendingum áfram. Mér finnst það ekki nægileg afsök- un til þess að slá þær af. Við höfum rætt við forustumenn sjómanna- samtakanna út af þessu máli en það hefur engu skilað. Ég skora á ríkis- útvarpið að koma okkur í frétta- samband á ný.“ Leyfa ber B-skráningu skipa Heinaste er skráður á Kýpur og sama er að segja um Alpha og Beta. Það er ekki vegna þess að út- gerðin kjósi heldur að skrá skipin erlendis en á Islandi, — þvert á móti. „Ég hef alltaf furðað mig á því hvers vegna ekki má skrá þessi skip einhvers konar B-skráningu á íslandi. Það er enginn að tala um að koma með skipin inn í íslenska lögsögu og láta þau fara að veiða þar, enda hafa þau engan kvóta við Island. Ég er alls ekki hlynntur því að skip með erlendri áhöfn fái að taka yfir störf íslenskra sjómanna í íslenskri fiskveiðilögsögu. Ég er heldur ekki að mæla með því að út- gerðum sé gert kleift að flagga skipum sínum fram og til baka inn og út úr lögsögunni, jafnvel á sama árinu. Hins vegar er það staðreynt að til eru allmörg skip sem Islend- ingar gera út stöðugt til veiða und- ir fánum erlendra ríkja á fjarlægum miðum ýmist innan eða utan lög- sögu, t.d. við Afríku eða á Flæm- ingjagrunni. Ef þessi skip væru skráð B-skráningu á Islandi gætu þau skapað íslendingum veiði- reynslu sem nýst gæti síðar á ýms- an hátt, auk þess sem þau skiluðu skráningargjöldum til heimalands- ins. Hvers vegna skyldi Kýpur hafa öll þessi erlendu skip á skrá hjá sér? Ætli það sé ekki vegna þess að stjórnvöld þar sjá sér stóran hag í því?“ sagði Páll Breiðfjörð Eyj- ólfsson að lokum. Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og jarscádar á nýju ári. Sæplast hf. • Pósthólf 50 • 620 Dalvík • Sími: 460 5000 • Fax: 460 5001 Netfang: saeplast@saeplast.is • www.saeplast.is FRETTIR Auglýsingar 515 5558 intralox ‘V . ^ , V.. V-V"-4 ........ SÉRHANNAÐ Fyrir Sjávarútveginn Nýja Sería 800 Flush Grid bandið var hannað sérstaklega fyrir sjávarútveginn þar sem þörf var fyrir mjög sterkt band með góðri opnun og mikilli endingu auk þess að vera auðvelt í þrifum. Þetta er viðhaldslítið færiband sem mætir ströng- ustu hreinlætiskröfum sem gerðar eru í dag. 174 fj uUo "Opnar" spyrnur eru einnig fáanlegar. Dalvegur 16a • 200 Kópavogur Sími: 564 1550 • Fax: 554 1651 Neyðarnúmer: 846 4897 Netfang: marvisigmmedia.is • Heimasíða: www.mmedia.is/~marvis

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.