Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 23

Fiskifréttir - 14.12.2001, Blaðsíða 23
FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001 23 Guðrún Marteinsdóttir, prófessor og fiskifræðingur hjá Hafrann- sóknastofnuninni. (Mynd/Fiskifréttir: Sigurjón Ragnar). Mikilvægi stóru hrygnanna Á seinni árum hafa augu manna beinst að mikilvægi stóru hrygn- anna og Guðrún var því spurð hvers vegna þær væru þýðingar- meiri en minni fiskar fyrir viðhald stofnsins. „I fyrsta lagi framleiða stórar hrygnur miklu meira af hrognum en þær minni ekki aðeins á heildina litið heldur einnig sem hlutfall af líkamsþyngd. Ef hrygn- ingarstofninn væri aðeins samsett- ur úr stórum fiski myndi hann framleiða margfalt meira af hrogn- um en smærri fiskar. Stóru hrygn- urnar framleiða jafnframt hrogn sem eru að meðaltali stærri og við höfum sýnt fram á að þessi hrogn hafa meiri líkur til að klekjast út í lirfur sem lifa af. Þær eru á allan hátt betri, byrja að afla fæðu fyrr, þær vaxa hraðar og eru burðugri á allan hátt. Síðast en ekki síst eru stóru hrygnurnar með svo mikið af hrognum að þær verða að dreifa þeim yfir lengri tíma. Við það aukast líkurnar á því að einhver hrognanna hitti á góð skilyrði í um- hverfinu.“ Jafnari nýliðun Um langan aldur hefur verið vit- að að hrygningarslóðir þorsks er að finna allt í kringum landið, ekki að- eins með suður- og suðvestur- ströndinni þar sem aðalhrygningar- svæðið er. Lengi var þó talið að hrygningarstöðvar fyrir vestan, norðan og austan land væru ekki mikilvægar vegna þess hve litlar þær eru. Þessi viðhorf hafa breyst að sögn Guðrúnar ,,Nýjar rann- sóknir og athuganir á seiðum sem hafa náð að lifa fram á haustið leiða í ljós að sum ár fmnst mjög lítið af seiðum sem koma frá suðurströnd- inni. Seiði frá litlu hrygningar- stöðvunum umhverfis landið eru á hinn bóginn áberandi. Þetta þýðir að þótt klakið og rekið frá stóru hrygningarstöðvunum hafi brugðist dettur nýliðunin aldrei alveg niður. Það hefur sem sagt komið í ljós að seiðin frá litlu hrygningarstöðvun- um jafna, að hluta til, út þær sveifl- ur sem annars ættu sér stað í stærð árganga. Breytileikinn í nýliðun hér við land er þess vegna minni en annars staðar, t.d. í Barentshafi þar sem nýliðun er mjög sveiflukennd frá því að vera lítil sem ekki nein upp í risaárganga.“ Fleiri en einn stofn Guðrún sagði fræði- menn og leikmenn hefðu á seinni árum velt því mikið fyrir sér hvort hér við land væru fleiri en einn þorsk- stofn og þá hugsanlega hvað þeir gætu verið marg- ir. „Ymislegt bendir til þess að stofnarnir séu fleiri MÁLUN OG EINÁNGRUN SKIPÁ ÚTGERÐARMENN Látið okkur sjá um reglulegt viðhald á skipum ykkar og bátum. Sérhæfum okkur í viðhaldi á vinnsludekkjum. FISKVINNSLUSTÖÐVAR Háþrýstiþvottur og sandblástur. Alhliða viðgerðir á þökum og veggjum. FÖST VERÐTILBOÐ • MARGRA ÁRA REYNSLA • LEITIÐ UPPLÝSINGA Einar Jónsson skipaþjónusta • Laufásvegi 2A • 101 Reykjavík 4HBHBL Gsm: 892 1565 • Sími: 552 3611 • Fax: 562 4299 i" NIÐURLEGGJARAR FRÁ MEYDAM AKfJCSCtSKAf Dímon ehf. býður upp á hina kunnu MEYDAM niðurleggjara. Þeir eru fáanlegir í fjórum mismunandi breiddum, frá 910 - 1690 mm. MEYDAM niðurleggjararnir eru smíðaðir úr ryðfríu stáli og eru með gúmmíhúðuðum keflum til varnar sliti á netum. MEYDAM niðurleggjararnir eru hannaðir fyrir allar gerðir netabáta og hafa í för með sér mikinn vinnusparnað, eru hagkvæmir í notkun og auka afköst. Það er margra ára góð reynsla af MEYDAM niðurleggjurum og þeir eru nú þegar í fjölda báta. Dímon ehf. hefur einnig allt til neta- og línuveiða. Hafíð samband við sölumenn okkar í síma 511-1040 til að fá frekari upplýsingar. VEIÐARFÆRASALAN DIMON ehf. Austurbugt 5, v/Reykjavíkurhöfn Sími 511 1040 • Fax 511 1041
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.