Fiskifréttir - 14.12.2001, Page 24
24
FISKIFRETTIR 14. desember 2001
SEIGUR 1000
HAGKVÆMNI, SPARNEYTNI
OG ÖRYGGI.
LANGBESTUR
WWW.SEIGLA.IS
seigla@seigla.is
SKEUUNGUR II
Auglýsingar 515 5558
Skipaþjónusta Skeljungs
FRETTIR
# lVlerkiö tryggir
gæðin
Þú veist viö hvern þú verslar
þegar merkið er Shell.
t Afgreiðslumenn okkar eru
* ávallt til þjónustu reið^ubúnir
allt umhverfis landið.
Guðrún Marteinsdóttir (t.v.) í rannsóknaleiðangri á vegum Hafrann-
sóknastofnunarinnar.
en einn en þó hafa engar tilgátur
verið settar fram um það hvað
stofnarnir eða einingarnar geti ver-
ið margar. Til þess að svara þeirri
spurningu þurfa að fara fram erfða-
fræðilegar rannsóknir. Anna Daní-
elsdóttir og Ólöf Jónsdóttir hjá
Hafrannsóknastofnuninni skoðuðu
erfðasamsetningu þorsks á tveimur
svæðum, Háfadjúpinu og við
Þjórsárósa, og sýndu fram á mark-
tækan erfðafræðilegan mun sem
bendir til að um tvo þorskstofna sé
að ræða á sitthvoru svæðinu. Sjó-
menn þekkja mjög vel fisk frá mis-
munandi svæðum af vaxtarlaginu.
Að hve miklu leyti sá mismunur er
erfðafræðilegur og að hve miklu
leyti hann ræðst af fæðuframboði
og öðrum umhverfisþáttum vitum
við ekki. Þessi munur hefur í sjálfu
sér ekki verið skilgreindur en tisk-
ur úr Háfadjúpinu hefur til dæmis
ákveðna þyngd og lögun sem hent-
ar mjög vel í flökunarvélar svo
dæmi sé tekið.“
Skiptur kvóti?
Guðrún var spurð hvort ekki
væri nauðsynlegt að gefa út kvóta
fyrir hvern stofn eins og gert er við
úthafskarfa og djúpkarfa ef í ljós
kæmi að nokkrir þorskstofnar væru
við landið. „Það er of snemmt að
segja til um það. Fyrst þarf að
greina þessa stofna og í öðru lagi
þarf að kanna að hve miklu leyti
hugsanlegir stofnar eða einingar
skarast á fæðuslóð þar sem fiskur-
inn dvelst fyrir utan hrygningar-
slóð. Við vonumst til þess að
áframhaldandi rannsóknir leiði það
í ljós hvort þorskur á fæðuslóð eins
og Halamiðunum sé að einhverju
leyti aðskilinn eftir því hvar hann
hrygnir við landið eða hvort
þorskar af öllum hrygningarsvæð-
um séu hver innan um annan. Við
vitum hins vegar að hrygningar-
fiskur er mjög heimsækinn og hann
hrygnir á sömu slóð ár eftir ár.
Hvort það er fiskur sem klaktist
hefur út á þessum sömu slóðum
vitum við á hinn bóginn ekki. Það
má telja það lfklegt en þetta atriði
þarf að rannsaka betur.“
Grunnþekkingin
til staðar
Margt er á huldu um atferli
þorsksins og nýjar rannsóknir eiga
eflaust eftir að kollvarpa ýmsum
fyrri hugmyndum fræðimanna. En
hafa hugmyndir fræðimanna um
æxlun þorsk breyst
mikið í áranna rás.
Guðrún sagði að
grunnþekkingin hefði
verið lengi til staðar,
alveg frá því fyrstu ís-
lensku fiskifræðing-
arnir hófu rannsóknir
sínar. ,,Sú þekking
sem hefur bæst við
síðan lýtur fyrst og
fremst að líffræðilegri
þroskun. Þá var ekki
sú þekking til staðar
fyrr en á seinni árum
að hver hrygna dreifir
hrygningunni yfir
lengra tímabil. Ýmsar
rannsóknir hafa svo
fyllt inn í myndina.
Eg veit ekki nákvæm-
lega hvenær vísinda-
menn gerðu sér t.d.
grein fyrir atferlinu
sem tengist mökun-
inni en elsta fræði-
greinin sem ég veit
um þar sem greint er
frá þessu er frá árinu
1967,“ sagði Guðrún
Marteinsdóttir.
Mikilvægar rannsóknir hafa farið fram á
þorski í tilraunastöðvum.