Fiskifréttir


Fiskifréttir - 14.12.2001, Síða 34

Fiskifréttir - 14.12.2001, Síða 34
34 FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001 HVALVEIÐAR Mestur var hvalrekinn á hafísárunum í fornum sögum, annálum, Al- þingisbókum og ýmsum öðrum rit- um frá mismunandi tímum er að finna fjölda frásagna af hvalreka við landið og má af þeim ljóst vera að slíkt þótti svo mikill happafeng- ur að orðið hvalreki fékk sérstaka merkingu - óvænt stórhapp - og er notað þannig í málinu enn þann dag í dag. Svolítill ýkjublær er á sumum þessara sagna og einkum þeim er segja frá reka stórhvala, sem sagðir voru allt upp í 90 álna eða 42 metra langir, en slíkt fær ekki staðist. Ut úr frásögnunum má líka lesa að menn hafi ekki verið kræsnir þegar hvali rak að landi þar sem heimildir segja frá hvalræksn- um eða hvalræflum sem bar að landi en urðu samt að gagni og voru slíkir hvalhlutar kallaðir stúf- hvalir, þvætti eða hvalrofsreki og ef aðeins var um að ræða stykki úr hval var það kallað uppflosningur eða agnarhögg. Gamalt orðtak segir að „oft komi hvalur með kvölum“ og á það sér vafalaust stoð í því að hvalreki var stundum mestur þegar árferði á Islandi var allra verst. Fyrir því voru þau fullgildu rök á að mestu hafísárunum hrakti hvali undan hafísnum til lands og króuðust þar af í vökum inni á fjörðum, jafnvel svo tugum skipti. Það fyrirbrigði að marsvín gengju á land hefur sennilega þekkst hérlendis frá fyrstu tíð og gerðist slíkt einkum við Snæfellsnes og Faxaflóa. Elstu heimildir um marsvínavöður, sem syntu á land, eru frá seinni hluta 14. aldar, en þá gerðist það með nokkurra ára millibili að 600 mar- svín gengu á fjöru í Hraunsfirði á Snæfellsnesi, og 1700 í landi Helgafells. Á árunum 1809 til 1813 gerðist það aftur að stórar Hvalskurðarmenn stilla sér upp til myndatöku. Svo sem sjá má hefur hvalurinn ekki verið nein smásmíði. marsvínavöður komu á land á svip- uðum slóðum. Var þá talið að um 1000 dýr hefðu komið á land við Akranes, um 1500 í Kolgrafarfirði og um 2000 á svæðinu frá Ólafsvík og út að Rifi. Sennilegt er að eitt mesta harð- indaár sem sögur fara af á Islandi, árið 1882, hafi jafnframt verið það ár sem mestur var hvalrekinn og þarf ekki að leiða að því getum hvað hann hefur haft mikið að segja fyrir fólk sem orðið var bjargarlaust víða um land. Þetta ár rak hafís hvali víða til lands, eink- um þó norðanlands, en mestur varð hvalrekinn þó við bæinn Ánastaði á Vatnsnesi. Annálar frá þessum tíma eru að vísu fáorðir um atburð- inn, segja aðeins að hvalavöðu hafi dagað þar uppi og alls hafi fengist 40 hvalir og hafi það verið mikið happ fyrir Húnavatnssýslu, Dala- sýslu og fleiri sýslur og að bóndinn á Ánastöðum hafi fengið 8000- 9000 krónur fyrir þetta happ sitt. Varð fyrst fyrir að smíða mikla sveðju Til eru skráðar frásagnir tveggja manna sem voru á hvalfjörunni við Ánastaði, þeirra Jóns L. Hanssonar frá Þóreyjarnúpi í Línakradal og Jóns Eggertssonar á Ánastöðum. Kemur fram í þeim allnákvæm lýs- ing á því hvernig unnið var á hvöl- unum, hvernig afurðunum var komið í land og þær nýttar. Má ætla að unnt sé að heimfæra frá- sagnirnar upp á marga aðra hval- reka sem urðu á Islandi á fyrri tíð. I frásögn sem Guðmundur Jóns- son skráði eftir föður sínum, Jóni Eggertssyni, kemur fram að það hafi verið að kvöldi 25. maí er fólk varð þess vart að hvalir voru fastir í ísnum í svokallaðri Sandvík, suð- ur af bænum. Lét Eggert Jónsson, faðir Jóns, það verða sitt fyrsta verk að ganga í smiðju sína og smíða sveðju sem var um 75 sentí- metra löng með um 5 metra löngu skafti. Jafnframt sendi hann á næstu bæi til þess að láta vita um hvalina og óska eftir hjálp. Síðan segir í frásögninni: „Þegar komið var til sjávar, sást að tveir hvalir voru klemmdir fast upp að klöppum, sem eru syðst í víkinni. Þar er aðdjúpt svo hvalirn- ir voru á floti. Þeir voru lifandi en svo fast klemmdir af ísnum að þeir gátu lítið hreyft sig. Eggert lét binda um sig kaðal og lagði síðan hvalina. Hann skar keilulagaða kringlu úr spikinu aftan við bægslið, þannig að kringlan losn- aði úr sárinu þegar hringurinn var skorinn. Síðan stakk hann sveðj- unni á hol milli rifjanna og reyndi að hitta hjartað. Hvalirnir hreyfðu sig ekki með- an kringlan var skorin úr spikinu, en þegar sveðjunni var stungið á hol reyndu þeir að dýfa sér og brugðust svo hart við að boðaföllin gengu til allra hliða og jakarnir köstuðust til. Þurfti þá á hvatleika að halda að komast nógu fljótt frá, en erfitt var að hreyfa sig á flug- hálum klöppunum og íshrönglinu. Flestir hvalirnir dóu undireins; tóku ekki nema eitt viðbragð, ef tókst að hitta hjartað. Fjóra hvali lagði Eggert þessa nótt. Voru tveir þeirra nokkuð frá landi, en íshell- urnar svo þéttar að hægt var að ganga til þeirra. Morguninn eftir var veður bjart en frost mikið. Sáust þá margir hvalir í ísnum, allir nálægt landi, en þó ekki svo að hægt væri að ganga að þeim. Voru þá komnir á „hvalfjöruna“ margir menn úr sveitinni. Nú voru sett- _ ir fram tveir bátar, því ísinn var svo greiður að bátlaust varð ekki kom- ist að hvölunum. Voru bátarnir ýmist dregnir yfir íshellurnar eða róið yfir vakirnar. Hvalirnir voru svo allir, 31 að tölu, lagðir þennan dag ™ með sömu aðferð og fyrr er sagt, ýmist úr bátunum eða af íshellunum.“ Síðan segir frá því að hvalirnir hafi allir verið svipaðir að stærð, 20-22 metra langir. Þeir virtust svo dasaðir að þeir reyndu lítið að hreyfa sig þótt menn kæmu að þeim og voru einnig hreyfingarlausir meðan stykkið var skorið úr þeim, en tóku viðbragð við sveðjulagið. Þegar hvalirnir voru dauðir sukku þeir en að 2-3 dögum liðnum hafði myndast svo mikið gas í innyflum þeirra að þeir flutu upp. Var þá köðlum fest í þá og þeir dregnir til lands og var það mikið erfiðisverk. Ekki auðveldaði það verkið að þeg- ar hvalirnir „blésu upp“ brotnuðu þeir úr hálsliðnum og stóð hausinn beint niður, þannig að ekki var hægt að draga skepnurnar alla leið til lands. Urðu menn því að standa á ísjökum eða á hvölunum sjálfum Óöu möl og hvalgrútinn í mjóalegg og jafnvel upp aö hnjám þegar verið var að skera, en allt var flughált af grút. Mátti mildi heita að ekki urðu slys á mönnum við þessa iðju, en það hjálpaði verulega að allan tímann var sjór kyrr og lít- il hreyfmg á ísnum. Sá hvalrekann fyrir Jón L. Hansson segir frá því í sinni frásögn að faðir hans, sem var bóndi á Þóreyjarnúpi, hafi fundið það á sér um veturinn að hvalreki myndi verða í Miðfirði og oftsinn- is haft orð á því. Hann segir frá því að í stórhríð sem varð fyrsta sunnu- dag í sumri hafi rekið tvítugan hval í Krossanesi á Vatnsnesi og fóru margir þangað í hvalskurð og til þess að kaupa hval. Hittust þar fað- ir Jóns og Eggert, bóndi á Ánastöð- um, og hafði þá Hans sagt við Egg- ert: „Þú þarft ekki að fá mikinn hval núna, Eggert minn, þú færð meira bráðum.“ Jón segir síðan frá því að á þriðja í hvíta- sunnu hafi gert norðan stórhríð og allur Húna- flói fyllst af ís. Fréttist fljótt um sveitir að hvalir væru innikróaðir við Ánastaði og dreif fljótt fjölda manna m þangað. Síðan segir Jón þannig frá: „Á trinitatissunnudag var ég sendur vestur að Ánastöðum, ásamt vinnumanni föður míns, er Björn hét Guðmundsson, bróðir Gests á Björgólfsstöðum í Langa- dal. Vorum við með tjald og allan útbúnað og áttum að komast í hval- skurð. Er við komum á hlaðið á Ána- stöðum munu hafa verið þar um fjörutíu aðkomumenn. Ég skilaði kveðju föður míns til Eggerts og mæltist til að hann tæki okkur Björn í hvalskurðinn. Segir þá Eggert: „Nú er það komið fram, sem gamli maðurinn spáði í Krossanesi; það er sjálfsagt að báðir mennirnir frá Þóreyjarnúpi fái að vera í skurði.“ Hve margir komu til hvalskurðarins get ég ekki sagt, en þeir voru margir. Þarna voru menn úr öllum nærliggjandi sveitum: Vatnsnesi, Þverárhreppi, / 11. P \ sj; i bom! SKIPAVIÐGERÐIR Dísilsstillingar Plötusmíði SpilAnðgerÖir Athl Vélaviðgerðir Slippaðstaða Rennismiði Þjónusta okkar miðar að því að þú þurfir að koma sem sjaldnast! Vökvakerfi Tækniþjónusta Giðrvi * Grandagarði 18 * 101 Reykjavík *Símar 552 8922 - 552 8535 * Fax 562 1740 VÉLAVERKSTÆÐI

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.