Fiskifréttir - 14.12.2001, Side 47
FISKIFRÉTTIR 14. desember 2001
47
TEXTI: KJARTAN STEFÁNSSON
Ingólfur Arnarson RE á siglingu.
Bjarni Benediktsson RE, fyrsti Spánartogarinn sem kom til landsins í janúar 1973. Sig-
urjón sigldi honum heim og var skipstjóri á honum í eitt ár en tók síðan við systurskipi
Bjarna, Ingólfi Arnasyni RE, árið eftir. (Mynd: Snorri Snorrason).
Belgaum af hólmi - þar sem hann
var stýrimaður og afleysingarskip-
stjóri með hinum þekkta skipstjóra
Auðunni Auðunssyni. I einum
túrnum sem Sigurjón leysti skip-
stjórann af átti hann því láni að
fagna að bjarga þýska togaranum
Buxta frá Bremen þar sem hann
var í nauðum staddur suðvestur af
Vestmanneyjum í hvassviðri og
stórsjó. „Stýrið lagðist fram á
skrúfuna og skipið var stjórnlaust.
Er við komum að þeim reyndum
við að skjóta til þeirra línu en vind-
urinn bar hana af leið. Var þá lína
bundin í belg og hann látinn reka
að þýska togaranum. Gekk skip-
verjum greiðlega að ná belgnum og
við komum trollvírnum frá Fylki á
milli. Veðurofsinn var það mikill
að ekki var ráðlegt að halda áfram.
Við andæfðum en stórsjór var með
10 vindstigum. Næstu nótt lægði
aðeins en haugasjór var áfram allt
að Garðsskaga. Vírinn milli skip-
anna hélt alla leiðina en þýski tog-
arinn var með 90 tonn af fiski inn-
anborðs. Ferðin sóttist betur þegar
við vorum komnir fyrir Garðs-
skaga og þegar við loksins komum
til Reykjavíkur höfðum við verið
með skipið í togi í 64 klukkustund-
ir. Sem betur fer gat þýski togarinn
notað vélina og létt undir með okk-
ur.“
Boðið að taka við
Ingólfi Arnarsyni
Þessi atburður varð í janúar
1952 en þá var Sigurjón 31 árs að
aldri. „Eftir þetta var mér boðið að
taka við skipstjórn á Ingólfi Arnar-
syni sem Bæjarútgerð Reykjavíkur
gerði út. Ég hafði þá farið nokkra
túra sem afleysingaskipstjóri á
Fylki og gengið nokkuð vel. Senni-
lega hefur það verið ástæðan fyrir
því að þeir hjá BÚR buðu mér
skipstjórastöðu á Ingólfi,“ sagði
Sigurjón. A þeim tíma voru ekki til
stærri og betri skip en nýsköpunar-
togararnir - þeir skipuðu sama sess
og stærstu og nýjustu frystitogar-
arnir gera í dag - og þótti það mik-
il upphefð að fá að stjórna þeim.
Þess má geta að Ingólfur Arnarson
RE var fyrsta fiskiskipið í veröld-
inni sem sett var í ratsjá. Fyrsta
veiðiferð Sigurjóns var farinn að
vesturströnd Grænlands og gerði
hann strax góðan túr. „I þeirri
veiðiferð var allt saltað um borð og
eftir góða 30 daga lönduðum við
310-320 tonnum af saltfiski í
Esbjerg í Danmörku. Þar var hon-
um pakkað og hann fluttur til ítal-
íu. Þetta samsvarar rúmum 600
tonnum upp úr sjó. Þarna var mok-
fiskirí en í fyrsta túrnum var mikið
smælki sem hefði tekið óratíma að
gera að og fletja auk þess sem ekk-
ert fékkst fyrir það. Smælkinu var
því hent fyrir borð. Öllum fiski
sem var ekki markaðsvara var hent.
Þannig hefur það alltaf verið þótt
enginn þykist vita af því í dag.“
Dawson-málið
Segja má að það hafi verið
skammt stórra högga á milli á þess-
um árum hjá Sigurjóni. Hann tók
við Ingólfi Arnarsyni árið 1952 og
varð strax meðal aflasælustu skip-
stjóra landsins. Arið eftir lenti
hann í miðri hringiðu eins mesta
fjölmiðlafárs sem orðið hefur í
kringum nokkra fisksölu Islend-
inga erlendis, hinu margfræga
Dawson-máli. Aðdragandi þess var
að Islendingar færðu landhelgina
út í 4 mílur í mars árið 1952. Hófst
þá enn eitt þorskastríðið við Breta
sem stóð til ársins 1956. Fljótlega
eftir útfærsluna settu breskir tog-
araeigendur og fiskkaupmenn
löndunarbann á íslenskan fisk í
breskum höfnum. Um haustið
1952 tókst þó einum togara, Jóni
forseta, að landa afla sínum í
Grimsby. Eftir það leið tæpt ár þar
til þetta löndunarbann var rofið aft-
ur enda fóru hótanir togaraeigenda
vaxandi.
Á forsíðum stórblaðanna
í desember 1952 hóf kaupsýslu-
maðurinn George Dawson undir-
búning að því að kaupa afla af ís-
lenskum skipum og treysti hann á
liðsinni einstakra fiskkaupenda og
breskra húsmæðra. Dawson rak
mál sitt í fjölmiðlum til að fá al-
menning á sitt band. Brátt varð
hann hálfgerð þjóðhetja meðal
húsmæðra í Bretlandi en hann lof-
aði þeim betri og ódýrari fiski en
þær áttu kost á. Dawson þessi var
ævitýramaður sem alist hafði upp í
fátækrahverfum London og brotist
til efna með sölu á brotajárni sem
bandaríski herinn skildi eftir sig í
Evrópu á stríðsárunum. Hann leit-
aði samstarfs við stjórn Félags ís-
lenskra botnvörpueigenda á Islandi
og vildi kaupa fisk af íslenskum
togurum með það fyrir augum að
brjóta löndunarbannið á bak aftur.
Þetta mál stigmagnaðist í breskum
fjölmiðlum og til tíðinda dró 14.
október 1953 en þá var togaranum
Ingólfi Arnarsyni RE siglt á árdeg-
isflóðinu upp Humber-fljótið og
hann lagðist við bryggju í Grimsby
þar sem landað var úr honum.
Löndunin var forsíðuefni flestra
stórblaða í Bretlandi og talið var að
Island hefði ekki fengið viðlíka
umfjöllun í breskum fjölmiðlum
fram að þeim tíma.
Mikill viðbúnaður
lögreglu
Landað var úr skipinu um mið-
nætti og hafði lögreglan mikinn
viðbúnað þar sem búist hafði verið
við handarlögmálum en af þeim
varð þó ekki. Flytja þurfti megnið
af fiskinum til London og selja
hann þar því fiskkaupmenn í
Grimsby utan einn þorðu ekki
vegna hótana útgerðarmanna að
eiga viðskipti við Dawson. Þetta
þótti mikill sigur fyrir Dawson að
honum skyldi hafa tekist að bjóða
breskum neytendum gæðafisk frá
Islandi undir þessum kringum-
stæðum. Nokkrir íslenskir togarar
sigldu með afla sinn til Bretlands
þetta sama haust. Þrátt fyrir glæsta
byrjun urðu fiskviðskipti Dawsons
endasleppt. Hann hafði ekki bol-
magn til þess að heyja harðvítugt
verslunarstríð við breska togara-
eigendur. Þessum viðskiptum var
hætt og nokkrum árum seinna varð
hann gjaldþrota. Löndunarbannið
hélst síðan óslitið þar til landhelg-
isdeilan leystist árið 1956.
Fengum prýðismóttökur
,,Ég veit ekki hvers vegna
Ingólfur Arnarson varð fyrir valinu
til þess að fara þessar ferð,“ sagði
Sigurjón er hann rifjaði þessa
sögufrægu siglingu upp. „Ég fékk
aðeins þau fyrirmæli frá útgerðar-
mönnunum að ég skyldi fara og
fiska fyrir England og ég var beð-
inn um að hafa ekki hátt um það.
Við fórum á Halamið og þar var
ágætisfiskirí og við vönduðum
okkur sértaklega við það að ganga
frá fiskinum því við vissum að
mikið var í húfi. Við komum til
Englands að nóttu til. Allt gekk
samkvæmt venju, við vorum teknir
inn á flóðinu daginn eftir og byrjað
var að landa um kvöldið. Það var
ekkert verið að atast í okkur, þvert
á móti fengum við prýðismóttökur,
en strákarnir lentu í smáryskingum
um kvöldið en það var ekkert sem
orð var á gerandi. Þegar við kom-
um á kajann voru þar mættir Þórar-
inn Olgeirsson, ræðismaður ís-
lands í Grimsby og milligöngu-
maður íslenskra togaraeigenda í
þessu máli, og sjálfur George Daw-
son. Við Dawson ræddumst við í
góða stund og hann spurði mig að-
allega um fiskinn. Hann bar það
Ingólfur Arnarson við olíubryggju í Færeyingahöfn á Grænlandi.
Um borð í Ingólfi Arnarsyni á sjöunda áratugnum.