Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 6

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 6
4 Ritgerð sú, sem hér birtist, fjallar um gróðurfar þeirra þriggja afrétta, er takmarkast af Þjórsá að austan, en Hvítá og Jökulfalli að vestan, en þeir eru: Hrunamanna-, Flóa- og Skeiðamanna- og Gnúpverjaafréttir. Voru þeir kortlagðir á árunum 1962—64, nema Gnúpverj aafréttur sunnan Fjórðungssands, sem var kortlagður 1955. Gróðurlýsingin byggist á kort- lagningu afréttanna og fjallar almennt um niðurstöður hennar. Verður hér ekki rætt um aðra þætti rannsóknanna, en ýmsar niðurstöður þeirra hafa verið birtar á undanförnum árum. Einstökum gróðurhverfum á afréttunum er ekki lýst, heldur mun það gert sérstaklega síðar. Við upphaf þessara afréttalýsinga skulu þakkir færðar eftirtöldum aðilum: Dr. Birni Jóhannessyni, sem átti frumkvæðið að rannsóknunum, Steindóri Steindórssyni, náttúrufræðingi, er verið hefur grasafræðilegur ráðunautur frá upphafi og tekið þátt í flestum öræfaleiðöngrum, Einari Gíslasyni, aðstoðarmanni, Gylfa Má Guðbergssyni, magister, og öllum öðrum, er unnið hafa lengri eða skemmri tíma á sumrin að kortlagn- ingu og annarri gagnasöfnun. Landmælingum íslands og U.S. Map Service er þakkað fyrir góða sam- vinnu við útgáfu gróðurkortanna svo og þeim aðilum, sem veitt hafa fjárstyrki til þessara rannsókna, en það eru Vísindasjóður, Landgræðslu- sjóður og Vísindadeild NATO. Dr. Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, skrifaði kaflann um landafræði og jarðfræði svæðisins, og Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur, kafl- ann um úrkomu, og er þeim báðum þakkað. Ingvi Þorsteinsson.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.