Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Qupperneq 13
11
jafnan basalt. Líparít er að finna á nokkrum stöðum, svo sem við Stóru-
Laxá, í Þjórsárdal (Skeljafell, Rauðukambar og Fossalda), í Fitjaskóg-
um og í Kerlingarfjöllum, sem reyndar eru nær eingöngu gerð úr þessari
ljósu bergtegund. Jarðmyndun þessi er bezt könnuð í Hreppum og dregur
nafn af þeirri sveit og nefnist Hreppamyndun. Elztu lög hennar munu
vera síðtertier að aldri, en mest af henni mun þó vera orðið til á ísöld,
ýmist á hlý- eða jökulskeiðum. Hér er gert ráð fyrir, að ísöldin hafi staðið
um 3ja milljóna ára skeið. Jarðlögum Hreppamyndunarinnar á svæðinu
hallar til beggja hliða frá því miðju um 2—3° til NV að vestan, en SA
að austan (jarðlagaandhverfa).
Umhverfis Kerlingarfjöll og sunnan Hofsjökuls eru nokkur móbergs-
fjöll, sem sennilega eru til orðin á jökulskeiði síðla á ísöld. Þau eru eink-
um gerð úr gosmóbergi með miklu ívafi af bólstrabergi.
Við Hofsjökul svo og við Hvítá undir Bláfelli eru grágrýtisflákar, sem
runnið hafa sem hraun frá dyngjum á hlýöldum síðla á ísöld.
Á svæðinu er aðeins eitt hraun, sem runnið hefur á nútíma. Er það
Illahraun, sem komið er upp í eldvörpum norðaustan Kerlingarfjalla.
Teygjast kvíslar þess niður í farveg Miklalækjar, Kisu og Hnífár.
Jarðmyndanir þær, sem nú hafa verið taldar, mynda berggrunn svæð-
isins, en hann er víða hulinn jökulruðningi, jökulvatnaseti og jarðvegi.
Laus jarðlög
Eftir að berggrunnurinn var fullmyndaður, hafa ár og jöklar rofið hann.
Allar jökulmenjar, sem nú er að finna á yfirborði berggrunnsins, eru
verksummerki jökla síðasta jökulskeiðs og reyndar fyrst og fremst síðasta
framhlaups jökulsins í ísaldarlokin. Hann gekk þá fram og ýtti upp mikl-
um jökulgörðum um þvert suðurlandsundirlendið frá Vatnsdalsfjalli
fyrir ofan Fljótshlíð og vestur til Efstadalsfjalls og þaðan norður um
Sandvatn, Bláfell og með austurjaðri Langjökuls (Búðaröð). Aðrar
menjar um þessa framrás eru einkum jökulrákir á klöppum, langrákaður
jökulruðningur og botnurðarásar, sem benda til þess, að aðalskriðstefna
jökulsins hafi verið til vesturs. Þessi jökulframrás varð fyrir 11000—
10000 árum á svonefndu Búðastigi.
Jökulruðningur hylur víða berggrunninn. Hann er „leirborinn“ með
stökum grettistökum og nokkuð tekinn að harðna. Efsti metrinn hefur
molnað og linazt við veðrun og vindur síðan feykt burt fínasta korninu,
svo að jökulruðningurinn er nú víða ærið stórgrýttur á yfirborði.
Fyrir rúmum 10000 árum tók Búðajökullinn að hörfa frá Búðaröðinni
vegna hlýinda. Er Þjórsárhraunið mikla kom upp á gossprungu vestan
Vatnaaldna (Hófsvaðssprungan) fyrir 8000 árum, voru Tungnaáröræfi
orðin jökullaus, en þar hafði ísaldarjökullinn verið þykkastur. Ummerki