Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Qupperneq 23

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Qupperneq 23
21 Uppblástur neðst á Hrunamannaafrétti (Pho.o: Þorl. Ein.) Soil erosion on Hrunamanna common (C3 og D2), þar sem fjalldrapi og víðir eru ríkjandi, og þekja þau sam- tals um 2400 ha. Votlendi (Ui—V4) þekur 14—15 prósent af gróðurlendinu, og er lang- mestur hluti þess mýrar. Stinnastör ásamt ýmsum fylgitegundum er ríkjandi eins og algengast er á hálendi, en í flóanum ríkja tjarnastör og klófífa. Votlendið er að sjálfsögðu á víð og dreif um allan afréttinn, en stærstu samfelldu svæðin eru Miklumýrar, Mikluöldubotnar og Búrfells- mýrar. Önnur gróðurlendi en þau, sem hafa hér verið talin, hafa mun minni útbreiðslu áafréttinum. Víðáttumest þeirra eru stinnastarargróðurhverfin (G4 og G,), sem þekja nær 8 prósent af gróðurlendinu. Þau myndast við það, að votlendi þornar vegna áfoks eða af öðrum orsökum. Graslendi, snjódældir, jaðar, þursaskeggs- og móasefsmóar og nýgræð- ur eru um samtals 11 prósent af gróðurlendinu. Ástand gróðurlendisins Astand gróðurlenda má marka af ýmsu. Bezti mælikvarðinn er að öðru jöfnu þéttleiki gróðursins og gróðurfar eða tegundasamsetning gróður- lendanna. Því þéttari, sem gróðurinn er að öðru jöfnu, því betra er ástand gróðurlendanna. Á gróðurkortum sést, að gróðurhverfi mosaþembunnar

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.