Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Page 31
29
ur Þjórsá. Landinu hallar austur að ánni, og eru gróðurskilyrði þar víða
hin áskjósanlegustu. Að vestan ganga ógrónir geirar inn í gróðurlendið,
en uppblástur, sem átt hefur sér stað á vesturmörkunum, virðist nú að
mestu leyti hafa stöðvazt.
Alvarleg gróðureyðing á sér hins vegar stað í suðurhluta afréttarins,
í hlíðum Sandafells og sunnan þess. Á þessum slóðum eru víðáttumikil
svæði með þykkum, þurrum og mjög fokgjörnum móajarðvegi. Ríkjandi
gróður er þursaskegg og grös með grunnstæðu rótakerfi, er veitir litla
mótstöðu gegn eyðingaröflum. Hefur þar átt sér stað mikil gróður- og
jarðvegseyðing af völdum vatns og vinda. Þar eru djúp gil grafin af
vatni, og á flatlendinu sunnan fellsins hefur vindurinn feykt jarðvegi
og gróðri af stórum svæðum, svo að myndazt hafa örfoka geirar, sem
stækka ört. Augljóst er, að þarna mun víðáttumikið gróðurlendi eyðast
á næstu áratugum, verði ekkert að gert. Fjárþungi er mikill á þessu
svæði vegna nálægðar við afréttargirðinguna.
Nokkur uppblástur og sandfok er bæði sunnan og norðan Dalsár, og
eru sendnar víðigrundir þar á víðáttumiklu svæði. Engin veruleg gróður-
eyðing á sér stað sunnan Fjórðungssands að öðru leyti en hér hefur
verið rakið.
í Eyvafeni á Fjórðungssandi er talsverð gróðureyðing, sem orsakast
af því, að votlendi hefur þornað vegna áfoks og fýkur síðan eða færist
í kaf.
I Þjórsárverum er engin gróðureyðing umfram það, sem eðlilegt getur
talizt, og þar er sennilega nokkurn veginn jafnvægi milli gróðureyðingar
og endurgræðslu.
YFIRLIT OG ÁLYKTANIR
í heild er tæpur þriðjungur af afréttarlandinu milli Þjórsár og Hvítár-
Jökulfalls gróið land. Samfellt gróðurlendi er á tiltölulega skýrt afmörk-
uðu svæði, sem takmarkast í stórum dráttum við 600 m hæð yfir sjávar-
máli.
Móbergshryggirnir, í 700—800 m hæð, sem ganga eftir miðju svæðinu
endilöngu allt inn að Kerlingarfjöllum og Hofsjökli, eru nær ógrónir,
en því meira sem landið lækkar að ánum austan og vestan hryggjanna,
verður landið grónara. Kerlingarfjöll og næsta umhverfi þeirra, mega
heita gróðurlaus, og hið víðáttumikla sand- og melaflæmi, Fjórðungs-
sandur, á norðausturhluta svæðisins, frá Kisu allt norður í Þjórsárver,
sem er í 600—800 m hæð, er nær algjör eyðimörk.