Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 17
Helgi Máni Sigurðsson
Ljósá
Virkjun og veita sem gleymdust
r
rið 2004, þegar haldið var upp á 100
ára afmæli rafmagnsins á Islandi,
voru rifjaðir upp ýmsir þættir
raforkusögunnar. En lítið var minnst á
Ljósárvirkjun eða Rafveitu Eskiljarðar. Þó
er virkjunin, sem gangsett var í nóvember
1911, elsta virkjunin sem varðveist hefur á
Islandi. Hún var þriðja í röð vatnsafls-
virkjana sem reistar voru á landinu, fyrsta
virkjunin utan Hafnarljarðar, og aflmesta
virkjun landsins á sínum tíma. Rafveita
Eskiíjarðar var önnur í röð almennings-
veitna og fyrsta rafveitan á Islandi sem
þjónaði heilu sveitarfélagi.
Kristján Kristjánsson, sem var rafveitu-
stjóri á Eskifirði 1947-1989, hefur ósjaldan
bent á þessi einföldu atriði. Menn virðast,
að því er hann segir, einblína á að þar var
jafnstraumur en ekki riðstraumur. En ljósin
sem perumar gáfu frá sér hafi verið alveg
eins og annars staðar. Og nú hefur RARIK
ákveðið að gera þætti Eskfirðinga í
raforkusögunni verðug skil, þ.e. með því að
standsetja Ljósárvirkjun. Framkvæmdir
hófust árið 2005 með viðgerð á tréverki
stöðvarhússins. Virkjunin er að mestu leyti
upprunaleg, m.a. inntaksstíflan, aðrennslis-
pípan og stöðvarhúsið. Ennfremur er ýmis
búnaður í stöðvarhúsinu frá fyrstu tíð,
meðal annars mælataflan. Það sem vantar er
meginhluti uppmnalegu vélasamstæðunnar
en líklega er hægt að bæta úr því með því að
fá samskonar vélar frá Noregi.1
Úr kotbýli í kaupstað
Eskitjörður á sér um margt sérstæða sögu.
Fyrir rúmum 200 árum var kotbýlið
Lambeyri þar sem bærinn er nú. íbúar voru
átta talsins og bústofninn ein eða tvær kýr,
tuttugu Ijár og eitt hross. Svæðið tilheyrði
Reyðarfjarðarhreppi hinum forna. Þá
gerðist hið óvænta árið 1786 að staðurinn
var gerður að aðalkaupstað Austurlands.
Við það byrjuðu kaupmenn að setjast þar að
og heija starfsemi. Hálfri öld síðar var þar
komið þorp með 23 húsum og bryggju
ásamt smærri mannvirkjum. En 1836 urðu
straumhvörf á ný, því að þá var Eskifjörður
sviptur kaupstaðarrétindum sínum. Hafði
það i för með sér mikið bakslag í atvinnu-
rekstri og fólksflótti brast á.
Aftur varð uppsveifla í atvinnulífi
Eskifjarðar urn 1880 þegar norskir
útgerðarmenn hófu síldveiðar við landið.
Veiðunum fylgdi mikil vinna í landi við
söltun og útskipun. Og i kjölfarið spratt upp
1 Kristján Kristjánsson viðtal.
15