Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 17

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 17
Helgi Máni Sigurðsson Ljósá Virkjun og veita sem gleymdust r rið 2004, þegar haldið var upp á 100 ára afmæli rafmagnsins á Islandi, voru rifjaðir upp ýmsir þættir raforkusögunnar. En lítið var minnst á Ljósárvirkjun eða Rafveitu Eskiljarðar. Þó er virkjunin, sem gangsett var í nóvember 1911, elsta virkjunin sem varðveist hefur á Islandi. Hún var þriðja í röð vatnsafls- virkjana sem reistar voru á landinu, fyrsta virkjunin utan Hafnarljarðar, og aflmesta virkjun landsins á sínum tíma. Rafveita Eskiíjarðar var önnur í röð almennings- veitna og fyrsta rafveitan á Islandi sem þjónaði heilu sveitarfélagi. Kristján Kristjánsson, sem var rafveitu- stjóri á Eskifirði 1947-1989, hefur ósjaldan bent á þessi einföldu atriði. Menn virðast, að því er hann segir, einblína á að þar var jafnstraumur en ekki riðstraumur. En ljósin sem perumar gáfu frá sér hafi verið alveg eins og annars staðar. Og nú hefur RARIK ákveðið að gera þætti Eskfirðinga í raforkusögunni verðug skil, þ.e. með því að standsetja Ljósárvirkjun. Framkvæmdir hófust árið 2005 með viðgerð á tréverki stöðvarhússins. Virkjunin er að mestu leyti upprunaleg, m.a. inntaksstíflan, aðrennslis- pípan og stöðvarhúsið. Ennfremur er ýmis búnaður í stöðvarhúsinu frá fyrstu tíð, meðal annars mælataflan. Það sem vantar er meginhluti uppmnalegu vélasamstæðunnar en líklega er hægt að bæta úr því með því að fá samskonar vélar frá Noregi.1 Úr kotbýli í kaupstað Eskitjörður á sér um margt sérstæða sögu. Fyrir rúmum 200 árum var kotbýlið Lambeyri þar sem bærinn er nú. íbúar voru átta talsins og bústofninn ein eða tvær kýr, tuttugu Ijár og eitt hross. Svæðið tilheyrði Reyðarfjarðarhreppi hinum forna. Þá gerðist hið óvænta árið 1786 að staðurinn var gerður að aðalkaupstað Austurlands. Við það byrjuðu kaupmenn að setjast þar að og heija starfsemi. Hálfri öld síðar var þar komið þorp með 23 húsum og bryggju ásamt smærri mannvirkjum. En 1836 urðu straumhvörf á ný, því að þá var Eskifjörður sviptur kaupstaðarrétindum sínum. Hafði það i för með sér mikið bakslag í atvinnu- rekstri og fólksflótti brast á. Aftur varð uppsveifla í atvinnulífi Eskifjarðar urn 1880 þegar norskir útgerðarmenn hófu síldveiðar við landið. Veiðunum fylgdi mikil vinna í landi við söltun og útskipun. Og i kjölfarið spratt upp 1 Kristján Kristjánsson viðtal. 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.