Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 18
Múlaþing
Eskijjörður um miðja 20. öld; sjá má raflínustaura á myndinni. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austur-
lands.
margvísleg önnur starfsemi, á sviði iðnaðar
og þjónustu. íbúum fjölgaði hratt, voru
orðnir 302 aldamótaárið 1900 og á 20.
öldinni varð ekkert lát á í þeim efnum, m.a.
fyrir tilstilli vélbátaútgerðar. Kauptúnið
varð sérstakt hreppsfélag árið 1907.2
Rafvæðing Evrópu hófst af kappi á
síðustu áratugum 19. aldar og þá fyrst og
fremst til lýsingar. Ástæða þess var m.a. að
lýsing þurfti tiltölulega litla orku og
yfírburðir rafljósa fram yftr eldri ljósgjafa
voru miklir. Á íslandi er skammdegis-
myrkrið meira en víðast hvar og því var
mönnum mjög umhugað um að verða sér
úti um sem besta ljósgjafa. Lýsistýrur höfðu
verið notaðar um aldir en gáfu litla birtu svo
að olíulampar, sem komu til sögunnar á
seinni hluta 19. aldar, þóttu mikil framför.
Þegar fregnir bárust af raflýsingu vaknaði
fljótt áhugi á henni. Fram að þvi höfðu
íslendingar ekki sýnt nýjustu tækni mikinn
áhuga. En nýir tímar voru runnir upp og var
skjótt brugðist við rafmagnsmálunum.
Fyrsta vatnsaflsvirkjunin á íslandi var reist
árið 1904 í Flafnarftrði og var rafmagnið
m.a. notað til að lýsa upp 16 hús í bænum.
Önnur virkjun, heldur stærri, var reist á
sama stað árið 1906, sérstaklega ætluð til að
útvega almenningi rafmagn til ljósa. Eftir
það náði raflýsing í Flafnarfirði til 44 húsa.3
Norskur verkmaður setur fram
hugmynd
Á Eskifirði sér ekki til sólar í 50 daga á
vetri hverjum svo að menn fara ekki
varhluta af skammdeginu þar. Þannig háttar
til að nokkrar ár og lækir renna í gegnum
bæinn og voru tvær þeirra vænlegastar til
virkjunar, Ljósá og Grjótá. Báðar eru þær
þó fremur vatnslitlar dragár, sem spretta út
úr mölinni eins og einn heimildarmanna
orðaði það, og einkenni þeirra eins og
2 Einar Bragi: Eskifjörður í máli og myndum 5-14 og 19-25, Hagskinna 122.
3 lv.is, Helgi M. Sigurðsson: Vatnsaflsvirkjanir 10-11.
16