Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 21
Ljósá
Stöðvarhús Ljósán’irkjunar. Lágreisti hlutinn erfrá 1911 ogþar er vatnsvélin. Um 1920 var húsið stœkkað
og dœluvagni slökkviðliðsins og öðrum búnaði komið fyrir í viðbyggingunni. Ljósmvndari og eigandi
myndar: Helgi Máni Sigurðsson.
þess og aftara hólfsins var svokallaður
sandveggur, plankar sem raðað var upp
lárétt með kubbum á milli svo að vatn rann
á milli. Yfír þeim var létt jámgrind sem hélt
uppi tréhlera. Aftara hólfíð var sandfrítt.
Fyrir sjálfri aðrennslispípunni var rist með
lóðréttum teinum, sem kom enn frekar í veg
fyrir að möl og grjót færi í pípuna og síðan
hverfílinn.
Þetta dugði vel og hverfíllinn varð aldrei
fyrir skemmdum af völdum grjóts eða
malar. En það mynduðust stundum stíflur í
inntakinu, ekki síst í flóðum. Þá losnuðu
stykki úr árbökkunum, þau flutu niður í
stífluna og lögðust á tréristina en aur fyllti
sandhólfíð. Þá þurfti að hreinsa ristina og
moka upp úr sandhóflinu með skóflu.
Einnig safnaðist stundum krap, grunn-
stingull, fyrir í stíflunni sem hindraði
rennsli.8
Flísalögð gólf
Aðrennslispípan var úr pottjámi, 287 mm í
þvennál, með 13 mm þykkum veggjum, og
er enn í góðu ástandi. Hún var grafin niður
mestan hluta leiðarinnar að stöðvarhúsinu,
rúmlega einn metra. Engar undirstöður era
aðrar en möl sem jöfnuð var undir hana.
Hún er hvergi bundin niður nema við stíflu
og stöð. Fallhæð er um 40 metrar.
Stöðvarhúsið er einlyft, þak þess er með
mæni en mjög litlum halla. Gólf og veggir
em steinsteypt. Sá veggur hússins sem snýr
að fjallinu er niðurgrafínn um einn metra.
Þrír gluggar eru á þeim vegg sem snýr að
sjó. Elstu ljósmyndir af húsinu sýna að í
hverjum glugga vom upphaflega 12 smáar
rúóur, fjórar láréttar raðir og þrjár lóðréttar.
Gluggapóstamir vom grannir, líklega úr
járni.
Tilkynning um raforkuveitu 1930 og 1935, Arnþór Jensen 80, vettvangskönnun höfundar 2003, Kristján Kristjánsson viðtal,
Magnús Pétursson viðtal.
19