Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 22
Múlaþing
Úr vélasal Ljósárvirkjunar; ýmislegt er upprunalegt. m.a. mœlataflan ogflísarnar á gólfinu. Ljósmyndari
og eigandi myndar. Helgi Máni Sigurðsson
Útidymar vom upphaflega á gaflvegg
stöðvarhússins. Þá var fyrst komið inn í
vaktherbergi, sem jafnframt var geymsla
fyrir verkfæri, lager o.fl. Inn af því var farið
í vélasalinn. Gólf hússins var lagt
munstruðum leirflísum, rauðbrúnum, í
báðum herbergjum og eru þær þar enn.
Kúlupanell var í lofti.
Fyrir framan stöðvarhúsið, fast við það,
stóðu fyrstu áratugina tveir staurar hlið við
hlið, um sjö metra háir. Á milli þeirra vom
fjórir þverbitar og síðan grennri slám raðað
á þá. Á þessari grind voru fjölmörg
einangmnarpostulín. Vírar lágu frá grind-
inni annars vegar inn í stöðvarhúsið og hins
vegar út um þorpið. Stauramir vom fjar-
lægðir 1946-7. Enn sjást framan á húsinu
endar af teinum sem tengdust þessum
línum.
íbúðarhús fyrsta rafveitustjórans er
steinsnar frá stöðvarhúsinu, skáhallt fyrir
ofan. Það er eldra en virkjunin, bámjáms-
klætt timburhús.9
Frá Mjóeyrarvík að Bröttuhlíð
Vélasamstæða virkjunarinnar kom til
landsins um sumarið. Hverfillinn var 30
kW, af Francis-gerð, frá Sömmsand
Verkststed, Oslo. Honum fylgdi sjálfvirkur
hraðastillir, gangráður, sem verkaði á
9
Tilkynning um raforkuveitu 1930 og 1935, vettvangskönnun höfundar 2003, ljósmyndasafn í fórum Gissurar Amarsonar,
Skoðunarbók fyrir Rafmagnsstöð EskiQarðar 1930 og 1931, Kristján Kristjánsson viðtal.