Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 24
Múlaþing
Nokkrir Eskfirðingar þinga fyrir framan rafstöðvardyrnar, sennilega á 4.
áratugnum. Frá vinstri: Eiríkur Bjarnason, Guðni Jónsson, Jónas Jónsson
stöðvarstjóri, Ragnar Sigtryggsson og Friðrik Arnason. Eigandi myndar:
Helgi Garðarsson.
innan við 5% húsa í bænum og því var ekki
um að ræða kaupstaðarrafveitu. Arið 1906
var reist önnur virkjun í Hafnarfirði og
náðist þá að raflýsa 44 hús, sem var um
tíundi hluti húsanna í bænum.12
I blaðinu Austra birtist lítil grein 4.
desember 1911 sem var á þessa leið:
„Raflýsingin á Eskifirði er nú fullgjörð.
Kveikt í fyrsta sinn á götuljósunum þar á
fimmtudaginn og í allmörgum húsum í
fyrradag og í gær. Sneypulegt fyrir Seyð-
firðinga að verða hér á eftir Eskifirði.“
Austri var gefinn út í höfuðstað Aust-
fírðinga, Seyðisfírði. Síðasta setningin í
grein blaðsins er athyglisverð. Þá eins og nú
vildu menn veg síns sveitarfélags sem
mestan og Seyðfírðingar höfðu verið í
fararbroddi á ýmsum sviðum, svo sem í
heilbrigðis- og menntamálum og fyrsta
bæjarvatnsveitan kom þar 1906. En þeir
höfðu ekki forystu í
rafmagnsmálum, þ.e.
ekki þegar hér var
komið sögu. Þegar
Rafveita Eskiljarðar
tók til starfa voru
fímm ár liðin síðan
Seyðfírðingar höfðu
fengið Th. Krabbe
landsverkfræðing til
að kanna virkjunar-
kosti hjá sér í því
skyni að raflýsa bæ-
inn en enn var ekki
útséð um hvemig
fara mundi hjá þeim.
Blaðið Reykjavík
greindi frá Rafveitu
Eskifjarðar vorið
1912 á þessa leið:
„Raflýsingu hafa Eskfirðingar góða í
kaupstaðnum. Hana setti hr. R Smith
ritsímari í Reykjavík upp. Hún varð fullum
helmingi dýrari en áætlað var; en þó telja
notendur ljósanna þau sér mjög ódýr.“
Þar er einnig minnst á Seyðisfjörð með
þessum orðum: „Seyðfirðingar ætluðu að
setja upp raflýsingu í kaupstaðnum þar í
sumar [þ.e. 1912] en gera nú ráð fyrir að
verða að hætta við, þar eð þeir geta ekki
fengið lán það úr viðlagasjóði, sem
heimilað var að veita þeim; viðlagasjóður
hefur ekki handbært fé nú.“13
Rafveita Seyðisfjarðar tók til starfa árið
1913.
Tómthúsmaður verður rafveitustjóri
Vorið 1911 auglýsti rafljósanefndin eftir
rafveitustjóra. Á þeim tíma var enginn
rafvirki á Austurlandi svo að ljóst var að
12 Jakob Gíslason 25, Guðjón Guðmundsson o.fl. 1.2.2 og 2.1.7.
13 Austri 1911 s. 173, Reykjavík 1912 s. 91.
22