Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 28
Múlaþing
Stífla Ljósárvirkjunar árið 2004. Ain bar sífellt með sér aur og grjót og fyllti stífluna á endanum þegar
hætt var að hreinsa úr henni. Ljósmyndari og eigandi myndar: Helgi Máni Sigurðsson.
og yrði gefínn út lægri taxti fyrir hana. Það
gekk þó ekki eftir og árið 1930 voru engin
tæki í þorpinu sem gengu fyrir rafmagni,
hvorki eldavélar, ofnar né mótorar. Eina
raftækið, ef svo má að orði komast, var
ljóslækningatæki.
Götulýsing á Eskifirði hófst strax og
rafveitan tók til starfa. Haustið 1912 var
einnig samþykkt beiðni frá hafnamefnd um
að fá lýsingu á hafskipabryggjum sem þá
vom í þorpinu og meðfram strandlengjunni.
Fyrir það skyldi greiða 1000 krónur á ári.
Þótti hið mesta hagræði að því fyrir
skipakomur sem þá vom tíðar. Fyrirtæki og
félög í hreppnum tóku sömuleiðis raf-
magnið í notkun en nær einungis til
lýsingar.
Lög um rafveitur í kaupstöðum voru sett
1913, þ.e. tveimur ámm eftir að Rafveita
Eskiljarðar tók til starfa. í þeim var mælt
svo fyrir að rafveitur semdu reglugerð um
starfsemi sína og leituðu eftir samþykki við
henni í stjómarráði Islands. Það var síðan
1916 sem „Reglugjörð um notkun rafmagns
og meðferð rafmagnsstraums í Eskiljarðar-
hreppi“ birtist í Stjómartíðindum. Þar var
drepið á helstu atriði varðandi rekstur
rafveitunnar, réttindi og skyldur íbúnanna,
samskiptareglur o.fl.19
Mælar í stað hemla
Árið 1921 hafði íbúum Eskifjarðar Ijölgað
um nærri 50% frá því rafveitan tók til starfa
og hafði þörfin fyrir raforku aukist í
hlutfalli við það. Það ár var Eiríkur
Ormsson rafvirkjameistari fenginn til
hreppsins til að setja straummæla í húsin í
stað hemla. Tilgangurinn var öðm fremur
að bæta nýtingu vatnsins í Ljósá því að
mælamir vom íbúunum hvatning til að fara
^9 Fundargjörðabók Rafveitunefndar 8.6. 1926, Amþór Jensen 81-2, Tilkynning um raforkuveitu 1930 og 1935, Reglugjörð um
notkun rafmagns 1916.
26