Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 32
Múlaþing
Rofi og raflögn frá fyrstu árum Ljósán’irkjunar.
Ljósmynd: Pétur Sörensson.
á honum. Ennfremur var starfsfólki rafveit-
unnar sagt upp frá 1. janúar 1945 þar sem
óljóst væri hvemig rekstri virkjunar-innar
yrði háttað þá um veturinn. Eini fasti starfs-
maðurinn var Jónas rafveitustjóri, sem
orðinn var 69 ára. Hann brást við með því
að fara fram á að að vera veitt eftirlaun frá
og með áramótunum og var orðið við því.
í kjölfar þessa voru gerðar miklar
breytingar á rafveitunni því að á áranum
1945-47 var skipt frá jafnstraumskerfi í
riðstraum. Keypt var Buda-dísilvélasam-
stæða með riðstraumsrafala, 35 kW, 3 x 220
V, sem komið var fyrir í stöðvarhúsi
Ljósárvirkjunar og hún keyrð eftir þörfum.
Einnig var fenginn riðstraumsrafali, Fair-
banks Morse, 28 kW, árið 1947, sem
tengdur var vatnshverflinum. Samhliða
þessu voru línur rafveitunnar utanhúss
endumýjaðar að mestu leyti sem og lagnir í
húsum. Sigurður Bjamason, rafvirkja-
meistari í Reykjavík, annaðist það og var
því að mestu lokið árið 1946.26
Ljós allan daginn
Arftaki Jónasar rafveitustjóra var Kristján
Kristjánsson, f. 1919. Hann hafði stundað
sjómennsku framan af ævi en byrjað að
vinna undir stjórn Sigurðar rafvirkja-
meistara vorið 1946 við umskiptin yfir í
riðstraum ásamt fleira. Samtímis var ráðinn
vélamaður við rafstöðina, Ingvar Júlíusson.
Kristján var ráðinn rafveitustjóri frá 1.
janúar 1947. Þar sem hann var ekki rafvirki
þurfti að fá undanþágu fyrir hann hjá
Rafmagnseftirliti ríkisins. Hún var veitt,
enda hafði rafveitunefndin áður auglýst
eftir rafvirkja án árangurs. Kristján hafði
lítið unnið með Jónasi, fyrirrennara sínum,
og því ekki notið mikillar leiðsagnar frá
honum. Hins vegar naut hann góðs af því að
hafa unnið hjá Sigurði rafvirkjameistara.
Þegar hans þætti lauk, haustið 1946, vann
Kristján með Benjamín Jónssyni, raf-
stöðvarstjóra á Reyðarfírði, sem um skeið
hafði eftirlit með raflínum og tók út
raflagnir í húsum hreppsins. Frá Rafinagns-
eftirliti ríkisins kom einnig eftirlitsmaður
og gerði athugasemdir sem Kristjáni fannst
lærdómsríkar.
Þrýst var á Kristján næstu árin að afla
sér sveinsréttinda í rafvirkjun. En hann átti
ekki hægt með það, var kominn með
fjölskyldu og gat heldur ekki verið
fjarverandi úr hreppnum starfs síns vegna.
Og þrátt fyrir takmarkaðan skólalærdóm
hans gekk reksturinn nokkuð vel.27
26 Gjörðabók Rafveitunefndar 1939-48, Amþór Jensen 82-3, Kristján Kristjánsson viðtal, Guðjón Guðmundsson o.fl. 2.1.63,
Rafvirkjatal 756.
27 Gjörðabók rafveitunefndar 27.8. og 23.9. 1946 og 19.1. 1947, Kristján Kristjánsson viðtal, Rafvirkjatal 619.
30