Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 43
Heimbyggð í heiðardal
Tindur Kambfells til vinstri, fyrir miðju Skagafell og Hnúta til hœgri. Ljósmyndari og eigandi myndar:
Guðríður Magnúsdóttir.
Þorleifsdóttur frá Stórubreiðuvík. Bjarni og
Björg bjuggu þar fyrst en síðar í Seljateigi í
Reyðarfirði.
Magnús Jónsson og Guðný Bjamadóttir
bjuggu á Stórasteinsvaði í Hjaltastaðar-
þinghá og þar lést Guðný. Börn þeirra voru
ijögur: Bjarni, Sigríður eldri, Sigríður yngri
og Þorbjörg.
Síðari kona Magnúsar var Þuríður
(5375) Ámadóttir frá Sævarenda í Loð-
mundarfirði, f. 1819. Þau fluttust frá Stóra-
steinsvaði 1846 að Breiðavaði í Eiða-
þinghá. Árin 1848-1850 vora þau í tvíbýli á
Dalhúsum og með þeim tvö böm hans
Bjarni og Sigríður eldri, svo og tvö böm
þeirra Halldóra og Jón. Þau byggðu upp á
Kálfshóli 1850 og fluttust þangað með
áðumefndum bömum.
Hér verður að geta þess að aðalmanntal
1. okt. 1850 telur þau á Dalhúsum en
sóknarmannatal í apríl 1851 telur þau á
Kálfshóli. Hafa þau byggt þar upp haustið
áður en ekki flust þangað fyrr en eftir 1.
október.
Hér er rétt að nefna að Þuríður átti
dótturina Rósu með Gísla Nikulássyni frá
Dalhúsum, áður en hún giftist Magnúsi.
Telpan ólst upp á vegum föður síns en hann
byggði upp úr auðn á Þuríðarstöðum 1856.
Hún verður nefnd síðar.
Sóknarmannatal 1854 segir um Magnús:
„daufur í andl., skikkanlegur.“ Árið 1855 er
hann sagður 55 ára, Þuríður 37, böm hans:
Bjami 16 og Sigríður (eldri) 14 ára og böm
þeirra: Halldóra, Jón 6, Þórunn 5, Sigurveig
3 og Gunnlaugur 2 ára. Það ár misstu þau
stúlku sem hét Jóhanna, f. 1849. Alls urðu
böm þeirra 6 en andvana drengur fæddist
þó árið 1858. Árið 1856 fór Jón sonur þeirra
í fóstur til Vilborgar móðursystur sinnar,
sem bjó í Bjamastaðahlíð í Vesturdal í
Skagafirði og ólst þar upp. Árið 1858 varð
Bjami Magnússon vinnumaður á Gísla-
stöðum á Völlum. Sigríður yngri var í æsku
á Eyvindará. Varla hafa verið rúmgóð
bæjarhús á Kálfshóli.
Vorið 1860 gerðist það að Magnús varð
úti á heimleið frá Eskifirði. Níels póstur