Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 46
Múlaþing
Séð að baki Hnútu upp í mvnni Kvíslardals. Sauðahlíðarfjall til vinstri. Ljósmvndari og eigandi myndar:
Guðriður Magnúsdóttir.
Bæjarrústir eru greinilegar á bakkabrún
við ána og alveg óhreyfðar, túnbali var lítill,
engjablettir nokkrir en litlir og heygóðir.
Sauðfjárland er afbragðsgott og lítið
úrrennslisrof í bökkum margra smálækja,
sem koma úr hlíðinni. Rústimar eru á móts
við miðja hlíð Skagafells, sem er handan
Eyvindarár. Land nær frá Valagilsá inn að
Slenju. Gestagangur mun hafa verið mikill
á býlinu eins og eðlilegt var í ijölfarinni
alfaraleið. Sögn er að þess vegna hafi ábúð
lagst þar niður. En margur hefur feginn
leitað þar hvíldar eftir langa og erfiða ferð
yfir Eskiíjarðarheiði eða Mjóaíjarðarheiði.
í þessu sambandi má benda á að flestir
ábúendur stóðu stutt við en margt fólk var
hjá þeim í vinnumennsku eða húsmennsku,
flest eitt eða tvö ár.
Ábúendatal
Sóknarmannatal greinir fyrst frá býlinu í
apríl 1857. Hefur því verið byggt þar upp
sumarið 1856. Það gerðu Gísli (3064)
Nikulásson frá Dalhúsum, f. um 1785 og
kona hans Margrét (5395) Ámadóttir frá
Gilsárteigi, 64 ára. Höfðu áður búið á
Dalhúsum og Breiðavaði, áttu mörg böm,
þá uppkomin og flest gift. En hjá þeim var
telpa á tólfta ári. Hét hún Rósa og var dóttir
Gísla. Nærri sextugur tók hann framhjá
konu sinni með Þuríði Árnadóttur frá
Sævarenda í Loðmundarfirði. Hún var þá
vinnukona á Miðhúsum. Þessi Þuríður
giftist svo Magnúsi Jónssyni og þau byggðu
upp á Kálfshóli 1850 (sjá kaflann um
Kálfshól). En Gísli og Margrét sáu um
uppeldi stúlkunnar, sem fluttist fúllorðin til
Ameríku.
Gísli og Margrét voru aðeins ár á
nýbýlinu og fluttust aftur að Breiðavaði. Þá
bjó þar Sigríður dóttir þeirra gift Benedikt
Bjamasyni frá Hofi í Fellum. Þau bjuggu
reyndar líka á Dalhúsum bæði fyrir og eftir
búsetuna á Breiðavaði. Vom aftur komin í
Dalhús 1861. Þar lést Gísli 28. nóvember
1862. Margrét lést þar 87 ára árið 1882.
44