Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Qupperneq 51
Heimbyggð í heiðardal
Árið 1903 fluttust Halldór Marteinsson
og Ijölskylda hans að Fannardal.
Árið 1903 komu síðustu ábúendumir.
Það voru Gunnar (3002) Sigfússon frá
Gilsárteigshjáleigu í Eiðaþinghá, f. 21.
ágúst 1865 og Anna (6273) Jónsdóttir frá
Fjarðarkoti í Mjóafírði með fjögur börn:
Gísla, Guðlaugu, Björgu og Kristján. Komu
frá Krossi í Fellum. Fluttust til Mjóafjarðar
1905 og reistu býlið Völvuholt í Fjarðardal.
Höfðu þar lítið bú en Gunnar stundaði
vinnu með búskapnum á hvalstöðinni í
Hamarsvík (innri hvalstöðinni) fram undir
fyrri heimsstyrjöld. Þau fluttust aftur upp á
Hérað árið 1920. Böm þeirra urðu 10 og eru
afkomendur þeirra á Héraði og Reykja-
víkursvæðinu. Foreldrar Önnu voru
Guðlaug Einarsdóttir frá Firði og Jón
Einarsson frá Vallanesi. Fyrri vetur þeirra á
Þuriðarstöðum var þar í húsmennsku
Guðbjörg Ámadóttir, 21 árs, með son sinn
Sigurð á 1. ári. Þau vom síðar í Heiðarseli í
Tungu.
Frá vorinu 1905 hefur aftur ríkt á
Eyvindarárdal aldalangur niður lækjanna
blandaður rísli árinnar. Margt sauðfé og
hestar gengu þar frjáls í frábærum
sumarhögum á liðinni öld. Á þessu nýja
árþúsundi er fátt fé í dalnum, miðað við
fyrri aldir. Þó gleðja nokkrar kindur auga
ferðamannsins, þegar ekin er leiðin til
Mjóafjarðar. Sú leið er vel fær öllum bílum
á sumrum en lokast fljótt á haustum, því
Mjóafjarðarheiði er snjósæl og aðkreppt að
vegi, sem er í bratta niður til fjarðarins.
Sem betur fer er vegurinn undir
Skagafelli í Eyvindarárdal, svo að rústirnar
á Þuríðarstöðum fá að vera í friði fyrir
jarðýtum og vegagerð. Hestamenn og
gangandi geta staldrað þar við og gert sér í
hugarlund búskap og atvik á 19. öld svo og
umferð lestamanna á liðnum öldum og
einokunartíma. Minna má á „hvalferðir“
Héraðsmanna á fyrstu tveimur áratugum
20. aldar, er þeir fluttu afurðir „uppyfir“ frá
hvalstöðvunum tveimur í Mjóafírði. Um þá
flutninga má lesa í 10. bindi Múlaþings bls.
171 — 181.
Á vetrum hljóðnar í dalnum þegar áin og
lækirnir eru komin í klakabönd. Mark
vetrar er fullkomnað, þegar lækjaniður er
hljóðnaður og land undir fannafeldi. Rjúpur
leynast víða í hlíðum eða viði utar í dalnum.
Nú má stundum sjá þar hreindýr. Kyrrð
getur þó rofnað við gný vélsleða eða dyn frá
bílum á Fagradalsbraut.
Þegar vorar ærslast lækirnir niður
hlíðamar meðan fannir leysir úr Gagnheiði,
Slenjufjalli, Tungufelli, Skagafelli og
Sauðahlíðarfjalli. Á meðan er talsverður
niður frá Eyvindará. Þessi tími varir frá
sumarmálum fram eftir júní. Snjó leysir
miklu seinna til efstu fjalla vegna hæðar.
Hægt er að fylgja vori eftir i gróðurmyndun
frá sumarmálum fram í ágúst. Surnar varir
stundum aðeins nokkra daga hátt til fjalla
en hverfur við fyrstu éljaköst. Oft er gnótt
berja í Eyvindarárdal.
Mjög fagrir haustlitir koma í skóginn
utarlega i Eyvindarárdal. Hreinn unaður er
að aka um Fagradalsbraut og gefa sér tíma
til að stíga út úr bíl, sérstaklega ef myndavél
og sjónauki em við höndina. Þá er þama
paradís hestamanna. Lýkur hér að segja frá
sjónarheimi og mannlífí rúmlega hálfa öld á
Eyvindarárdal.
49