Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 54
Múlaþing
Þórey Sigríður Gústafsdóttir og Ingimundur Guðmundsson foreldrar greinarhöfundar. Eigandi myndar:
Erla Ingimundardóttir.
fluttist til Seyðisfjarðar eftir gosið í Vest-
mannaeyjum og bjó þar til dauðadags.
Börnum og unglingum var oft komið fyrir á
Þórarinsstöðum um lengri eða skemmri
tíma.
Böm þeirra hjóna voru: Sveinn, lengi
ritstjóri Eimreiðarinnar, Friðrik, fluttist til
Vesturheims, Sigríður, gift Guðmundi Jens-
syni, öðmm eiganda Nýja-Bíós í Reykjavík
og Þórarinn, f. 22. feb. 1893 sem átti alltaf
heima á Þórarinsstöðum.
Þegar ég man eftir mér, var Þórunn látin
fyrir mörgum ámm, hún dó 1920. Þá var
ráðskona hjá Sigurði, Guðfínna Ingibjörg
Sigurðardóttir Hún var fædd á Miðskeri í
Homafirði 26. janúar 1893. Þegar hún var
12 ára missir hún móður sína og heimilið er
leyst upp. Þá er hún send austur í Mjóaíjörð
til móðurbróður síns Þorsteins Ólafssonar
og konu hans Sveinhildar Hávarðardóttur,
þau bjuggu í Haga. Guðfinna fermdist í
Mjóafirði, hvenær hún fer þaðan veit ég
ekki.
í manntali 1. des. 1910 er hún í Holtaseli
á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu, áður
hafði hún verið á Meðalfelli í Nesjum. Eg
veit líka að hún var í vist í Vestmannaeyjum
og í kaupavinnu einhvers staðar á
Suðurlandi. Hvenær Finna, en það var hún
alltaf kölluð, kom að Þórarinsstöðum er
mér ekki kunnugt um. Þegar Þórunn hús-
freyja lá fyrir dauðanum, bað hún Finnu
fyrir heimilið, sem hún annaðist upp frá því
eins og hún ætti þar allt sjálf. Finna lést á
Þórarinsstöðum 19. apríl 1962.
Guðfinna á Þórarinsstöðum var að
mörgu leyti merkileg kona. Hún hugsaði
mikið um að gefa fólkinu hollan mat og
ijölbreyttan. Hún ræktaði grænmeti til að
hafa á borðum, það var kannski ekki svo
algengt á þeim árum. Hún ræktaði til dæmis
grænkál, radísur, gulrætur og að sjálfsögðu
52