Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 60
Múlaþing
Leiksysturnar Erla og Þórunn í sínu fínasta pússi.
Eigandi myndar: Erla Ingimundardóttir.
vinnukonuherberginu var eins og að eitt
homið hefði verið sneitt af og dymar settar
þar á þannig að herbergið varð af þessu
fimmhymt. Fram hjá þessum dyrum var
gengið inn á gang sem var undir súð öðru
megin og var þakgluggi þarna. A þessum
gangi var stór skápur. Ur honum lá annar
gangur, dimmur líka undir súð. Ur honum
var gengið inn í litla eldhúsið okkar til
hægri en úr enda gangsins var komið inn í
nýrri hlutann. Þar voru þrjú herbergi og
gangur fyrir framan þau og gengið í öll
herbergin úr honum.
Veturinn 1918, sem oft hefur verið
kallaður frostaveturinn rnikli, og margir
atburðir em miðaðir við, brann íbúðarhúsið
á Þórarinsstöðum til kaldra kola. Ég þori
ekki segja hvenær að vetrinum þetta gerðist,
þó finnst mér ég hafa heyrt febrúar. Ekki
kann ég að segja frá þessum atburði en
pabbi sagði mér að fólkið hefði bjargast út á
nærfötunum og kannski einhverjir náð að
hrifsa með sér einhverjar flíkur. Það sem
bjargaði fólkinu úr eldsvoðanum var að
Sigurður fóstri hans pabba átti tík sem hét
Freyja og það var hún sem vakti húsbónda
sinn. Húsið var svo byggt upp strax um
vorið og sumarið. Ekki veit ég fyrir víst
hvenær byggt er við húsið en það er ekki
búið 1926 þegar mamma kemur austur. Hef
ég gmn um að það hafi ekki verið fyrr en
um eða eftir 1930 en þó búið 1935.
(Stœkkað 1930 Sveitir ogjarðir í Múlaþingi
bls. 495 II. b.).
Vinnubrögð
Ég hef nú sagt lítilsháttar frá staðháttum,
fólki og Þórarinsstaðahúsinu. Margt er þó
enn sem mætti segja frá. Öll vinna á þessum
árum var unnin með handafli því ekki vom
vélamar komnar til sögunnar þá. Ég vil
samt ætla að margt hafi verið gert á
Þórarinsstöðum til að auðvelda störfín. Má
þar nefna að í fjósinu, sem var steinsteypt í
hólf og gólf, vom sjálfvirk brynningartæki.
Ekki man ég hvað voru margir gripir í
fjósinu en ábyggilega hafa þeir ekki verið
færri en átta. Ekki veit ég hvenær fjósið var
byggt en það mun hafa verið um 1930. Mér
er að vísu ekki kunnugt um hversu algeng
svona tæki vom á þessum tíma, en það sýnir
þó að hugsað hefur verið fram í tímann.
Stórt útieldhús var á Þórarinsstöðum. Það
var steypt hús. í því vom hlóðir og á þeim
stór pottur. í honum var hægt að sjóða
hundrað sláturkeppi. Þama inni var bekkur
eða borð til að vinna við og rennandi vatn
var í húsinu og frárennsli. I þessu húsi vom
þvottamir þvegnir og þar vom pallar eða
stólar sem þvottabalamir vom hafðir á svo
að hæðin á bölunum væri mátuleg fyrir
58