Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 60

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 60
Múlaþing Leiksysturnar Erla og Þórunn í sínu fínasta pússi. Eigandi myndar: Erla Ingimundardóttir. vinnukonuherberginu var eins og að eitt homið hefði verið sneitt af og dymar settar þar á þannig að herbergið varð af þessu fimmhymt. Fram hjá þessum dyrum var gengið inn á gang sem var undir súð öðru megin og var þakgluggi þarna. A þessum gangi var stór skápur. Ur honum lá annar gangur, dimmur líka undir súð. Ur honum var gengið inn í litla eldhúsið okkar til hægri en úr enda gangsins var komið inn í nýrri hlutann. Þar voru þrjú herbergi og gangur fyrir framan þau og gengið í öll herbergin úr honum. Veturinn 1918, sem oft hefur verið kallaður frostaveturinn rnikli, og margir atburðir em miðaðir við, brann íbúðarhúsið á Þórarinsstöðum til kaldra kola. Ég þori ekki segja hvenær að vetrinum þetta gerðist, þó finnst mér ég hafa heyrt febrúar. Ekki kann ég að segja frá þessum atburði en pabbi sagði mér að fólkið hefði bjargast út á nærfötunum og kannski einhverjir náð að hrifsa með sér einhverjar flíkur. Það sem bjargaði fólkinu úr eldsvoðanum var að Sigurður fóstri hans pabba átti tík sem hét Freyja og það var hún sem vakti húsbónda sinn. Húsið var svo byggt upp strax um vorið og sumarið. Ekki veit ég fyrir víst hvenær byggt er við húsið en það er ekki búið 1926 þegar mamma kemur austur. Hef ég gmn um að það hafi ekki verið fyrr en um eða eftir 1930 en þó búið 1935. (Stœkkað 1930 Sveitir ogjarðir í Múlaþingi bls. 495 II. b.). Vinnubrögð Ég hef nú sagt lítilsháttar frá staðháttum, fólki og Þórarinsstaðahúsinu. Margt er þó enn sem mætti segja frá. Öll vinna á þessum árum var unnin með handafli því ekki vom vélamar komnar til sögunnar þá. Ég vil samt ætla að margt hafi verið gert á Þórarinsstöðum til að auðvelda störfín. Má þar nefna að í fjósinu, sem var steinsteypt í hólf og gólf, vom sjálfvirk brynningartæki. Ekki man ég hvað voru margir gripir í fjósinu en ábyggilega hafa þeir ekki verið færri en átta. Ekki veit ég hvenær fjósið var byggt en það mun hafa verið um 1930. Mér er að vísu ekki kunnugt um hversu algeng svona tæki vom á þessum tíma, en það sýnir þó að hugsað hefur verið fram í tímann. Stórt útieldhús var á Þórarinsstöðum. Það var steypt hús. í því vom hlóðir og á þeim stór pottur. í honum var hægt að sjóða hundrað sláturkeppi. Þama inni var bekkur eða borð til að vinna við og rennandi vatn var í húsinu og frárennsli. I þessu húsi vom þvottamir þvegnir og þar vom pallar eða stólar sem þvottabalamir vom hafðir á svo að hæðin á bölunum væri mátuleg fyrir 58
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.