Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 64
Múlaþing
Eiríkur Vigfússon í Sjávarborg. Sjávarborg í
baksýn. Eigandi myndar: Erla Ingimundardóttir.
kunnugt um hvað lengi. Svo byggir
Brynjólfur hús niðri á Eyrum sem hann
skírði Melbæ. Það var torfhús. Þar var
Júlíus fæddur 1909. Melbær var ekki lengur
til þegar ég fór að muna, en ég veit að húsið
stóð rétt utan við Dagsbrún.
Júlli var sjómaður á Þór. Hann var sá
eini sem setti upp vindrafstöð á Eyrunum
og í Hermes voru rafmagnsljós. Á þessum
tíma þegar útvarpið var nýlega komið þurfti
að hafa við útvarpstækin rafhlöðu sem var
þó nokkuð stór, á stærð við skókassa af
karlmannastærð. Líka þurfti að hafa
sýrugeymi við tækin. Þessa geyma þurfti að
hlaða annað slagið. Eftir að Júlli setti upp
rafstöðina hlóð hann geymana fyrir fólk,
var það mjög mikið þægilegra en að fara
með þá inn í bæ eins og þurfti að gera áður.
í Hermes var líka vatnssalemi, sem hvergi
var annars staðar á Eyrunum. Júlli keypti
fyrsta bilinn sem kom á Eyrarnar og urðu þá
aldeilis breytingar á ýmsu á Eyrunum. kem
ég að því seinna
Júlli og Fía voru ein af þeim fáu sem
ekki höfðu kú eða kindur. Þau keyptu mjólk
af nágrönnunum.
Sjávarborg kemur næst. Það hús stóð
alveg í flæðarmálinu og vom staurar úti í
sjónum meðfram húsinu og gólf yfir þeim
þannig að þama var einskonar bryggja. Af
þessari bryggju var hægt að fara inn í
einhverja skúra eða kompur. Sjávarborg var
timburhús, eitt herbergi og eldhús niðri og
tvö kvistherbergi uppi á lofti.
Langafi minn, Vigfús Eiríksson fæddur
1841 byggði Sjávarborg líklega 1896,var
þar með útgerð. Kemur þar skýringin á
bryggjunni og skúmnum. Vigfús langafi
minn og langamma mín, Guðrún Péturs-
dóttir sem vom ættuð úr Skaftafellssýslum
bjuggu áður hér á Djúpavogi í húsi sem
heitir Bjarg og þar fæddist Guðný amma
mín.
í Sjávarborg átti heima Bjöm Bjömsson
ráðsmaður á Þórarinsstöðum, sem áður er
sagt frá, og kona hans Margrét Guðjóns-
dóttir. Þau hjón eignuðust fímmtán böm og
komust þau öll til fullorðins ára. Bömin
hétu: Pétur, Sigmar, Björn Hólm, Einar,
Skúli, Guðjón, Birgir, Unnur, Anna Bima,
Aðalheiður, Guðbjörg, Elsa, Helga, Sigur-
borg og Jóna. Tvö bömin Bjöm Hólm og
Aðalheiður voru ekki alin upp hjá
foreldrum sínum en þau ólu upp
dótturdóttur sína, Bimu. Hún var dóttir
Unnar.
Björn og Margrét höfðu að sjálfsögðu
ekki kindur eða kýr. Björn bar alltaf
mjólkina sem þau fengu á Þórarinsstöðum,
heim til konu og bama á kvöldin,.
Þetta hús sem ég hef nú talað um, var oft
kallað Gamla-Borgin. Framan við þetta hús
hefur verið byggð alveg sjálfstæð bygging,
þó að þetta liti út eins og eitt hús, hún var
stundum kölluð Litla-Borgin. Þar áttu
heima þegar ég man fyrst Sigurborg
Guðjónsdóttir þá ekkja. Hún var systir
Margrétar í Gömlu-Borg, og synir hennar
Björgvin og Jóhann. Hún átti líka dóttur,
Guðnýju. Þetta fólk var allt fullorðið,
Jóhann var yngstur fæddur 27. sept. 1918.
Hann mun koma meir við sögu síðar.
62