Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 66
Múlaþing
Blómarósirnar Svanbjörg á Hánefsstöðum ogJóna
í Sjávarborg. Eigandi myndar: Erla Ingimundar-
dóttir.
komum að þegar komið er yfír Landa-
mótsána er Bjarg, timburhús á steyptum
kjallara. Það byggði Ólafur Guðjónsson,
bróðir Emils í Hátúni og Margrétar og
Sigurborgar í Sjávarborg. Bjó hann þar með
konu sinni Vigdísi Ólafsdóttur, ættaðri úr
Vestmannaeyjum. Þau áttu 4 börn. Ólaf,
sem var mikill íþróttamaður á yngri árum
og seinna mikill athafnamaður á
Seyðisfirði. Næst kom Jórunn Þórdis
(Stella), þá Laufey og yngstur var Magnús,
faðir Magnúsar Vers kraftlyftingamanns.
Ólafur Guðjónsson var formaður á bát
Eiríks í Sjávarborg, Emilý.
Landamót kemur næst. Það var tveggja
hæða timburhús. Ásgeir Guðmundsson,
bróðir Lóu í Hátúni og hans kona, Jóna
Bjömsdóttir, bjuggu þar. Þeirra böm vom:
Kristbjörg, Valgerður, Ágústa, Ólafur,
Bjöm og Ársæll. Ásgeir á Landamótum
gerði út bát sem hét Von. Á þessum tíma
held ég að Björn sonur hans hafi verið
formaður á bátnum. Rétt fyrir framan
Landamót vom sjóhús og bryggja, þar sem
unnið var við Von og Emilý.
Nokkm innar voru einnig sjóhús sem
hét á Evenger. Það voru Norðmenn sem þar
byggðu í upphafi og kann ég ekki að rekja
þá sögu, enda hefur hún verið skráð annars-
staðar. En þama var gerður út bátur sem hét
Trausti. Eitthvað held ég að þeir bræður
Jóhann og Björgvin í Sjávarborg
(Litlu-Borg ) hafi haft með þessa útgerð að
gera.
Ég held áfram fram Eyramar og nálgast
nú sjóhúsin sem tilheyra Hánefsstöðum.
Þaðan voru gerðir út tveir bátar. Á
Hánefsstöðum bjó Sigurður Vilhjálmsson,
oddviti hreppsins til margra ára, og kona
hans Svanþrúður Vilhjálmsdóttir. Dóttir
þeirra Svanbjörg, á aldur við mig, býr nú
stórbúi á Hánefsstöðum ásamt fjölskyldu
sinni. Á heimilinu var líka systir Svan-
þrúðar, Helga. Á Hánefsstaðaheimilinu
hafði verið margt fólk bæði við búskapinn
og útgerðina, eins og á Þórarinsstöðum en
frá því fólki sem þar var kann ég ekki að
segja.
í Hánefsstaðalandi bjuggu bræður
Sigurðar, Hermann og Árni. Hermann
byggði á Hrauni, steinhús sem stóð litlu
neðar en Hánefsstaðabærinn og var nokkuð
brattur melur niður að sjóhúsunum. Kona
Hermanns var Guðný Vigfúsdóttir og áttu
þau 4 dætur: Björgu, Elísabetu, Sigrúnu og
Emu.
Ámi byggði Háeyri, steinhús sem var
kjallari og hæð. Hans kona var Guðrún
Þorvarðardóttir. Þeirra börn voru: Þor-
varður, Vilhjálmur, Tómas alþingismaður
og bankastjóri, og Margrét. Háeyri stóð
innar og neðar en Hraun. Ámi varð síðar
erindreki Fiskifélags íslands.
Þá em Eyrarnar eiginlega á enda
gengnar og er ég nú að nálgast Sörlastaða-
ána, sem skipti löndum Hánefsstaða og
Sörlastaða, sem var býli rétt innan við ána.
Það var komið í eyði þegar ég fer að muna.
Þar hafði búið skyldfólk pabba míns t.d.
Ingimundur Eiríksson, faðir Dóróteu í Haga
en pabbi og hún voru skyld. Neðan og utan
við Sörlastaði gengur eyri fram í sjóinn sem
trúlega hefur myndast við framburð árinnar.
64