Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 84
Múlaþing
Kirkjusteinn í Kirkjutungum. Sœvar Sigbjarnarson við bjargið. Beinageitarjjall í baksýn. Ljósm. H. G.
nær 5 m hátt einstakt bjarg í um 350 m hæð
y. s. í grónu landi, GPS-hnit 65°26.516N
14°07.797V. Ekið var síðan smáspöl inn og
niður í átt að Hraundalsá og þar skilið við
bílinn, vaðin Hraundalsá og gengið inn eftir
Hraundal norðan ár nokkuð inn fyrir Innri-
Skaga. Skipt var liði er inn á dalinn kom og
svipaðist hver um sig eftir mannvistar-
leifum en komu saman þess á milli. I baka-
leið gekk undirritaður út dalinn sunnan
Hraundalsár og út Kirkjutungur að bíl en
Sævar hélt út með ánni að norðan. Um
kvöldið var ekið eftir torfæruslóð niður að
Ánastöðum og þaðan í Hjaltastað.
Tættur sem í leitirnar komu hnitaði
undirritaður á Garmin-GPS-tæki svo og
staði sem hugsanlega hafa að geyma
mannvistarleifar þótt um náttúrulegar
myndanir sé ef til vill að ræða. Þúfur mynda
víða þyrpingar innan um annars slétt vot-
lendi á dalnum, einkum sunnan ár, og getur
tilsýndar virst sem þar leynist tættur. Hnit
eru hér á eftir aðeins tíunduð þar sem
nokkuð örugglega eru fomminjar undir
sverði.
Örnefni og staðhættir
Hraundalur liggur milli Beinageitarfjalls að
norðan og Botndalsljalls að sunnan, víður
utan til milli Ytri- og Innri-Skaga, hjalla-
myndana sem ganga lækkandi í suður frá
undirhlíðum Beinageitarfjalls. Inn af Beina-
geitarfjalli em tvö nafngreind skörð í
Ijallgarðinn sem skilur að Hraundal og
Innsveit Borgarfjarðar, Mýrnesskarð
(Mínuskörð)4 í um 700 m hæð og allbreitt
4 í ritinu Sveitir og jarðir II (s. 407) segir um Mínuskörð: „ ... talið af sumum heita Mýmesskarð og kennt við mýrames á eða upp
af Hvannstóðsdal Nafnið Mínuskörð er augljóslega seint til komið, líklega afbökun úr Mýmesskarð, sem nefnt er í eldri
heimildum, m.a. í landamerkjabréfi Hvannstóðs frá árinu 1916.
82