Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 88
Múlaþing
Botndalsfjall lokar af til suðurs. Mörk sveitafélaga liggja niður fjallið um Röð til vesturs. Ljósm. H. G.
Fallegt er um að litast, er inn á Flraundal
kemur. Er þar víður hamrasalur, vel gróinn hið
neðra, en brattar hlíðar og hömrum girt hið
efra. Við ökum inn með ánni, sem liðast þar
milli greiðfærra gróinna bakka.10 Eftir
stundarkom komum við að tóft einni gamalli
og gróinni. Hér segja menn, að Margrét hin
ríka Þorvarðardóttir á Eiðum hafi haft í seli,
eða jafnvel beitarhús. Hvað sem um það er, þá
eru hér leifar mannvirkja frá fyrri tíð.
Beinahjalli heitir hjalli uppi í hlíðum
Beinageitaríjalls ekki alllangt frá tóftinni.
Segja menn þar sé enn að finna bein úr sauðfé
eða geitfé og haft það farizt þar í fónn.
Sigmundarhraun heitir innar í dalnum. A
smalinn að hafa orðið þar úti, sá er gætti
íjárins í Hraundal.
Af heimildum verður ráðið að Sandbrekku-
afrétt haft verið talin ná yftr allt svæðið
austan Bjarglandsár og inn eftir
norðanverðum Hraundal á varp. Samkvæmt
gjömingi frá árinu 1872 er því lýst að
Sandbrekka eigi m.a. land austan Bjarg-
landsár allt inn á Hraundalsvarp.* 11 Þessu
mun þá hafa verið andmælt á manntalsþingi
í Hjaltastaðahreppi og telja sumir svæðið
innan við Ytri-Stangará vera sameiginlega
afrétt sveitarinnar.12 Inn í þetta kann að
blandast skipting afrétta í smalasvæði eins
og þau vom skilgreind á síðustu öld, þar
sem Hraundalur var skilgreindur sem eitt
svæði þótt eignarhaldi væri misjafnlega
háttað sitt hvom megin Hraundalsár.
10 Víkingur Gíslason sem var með í ferðinni og lagði til ökutækið sagði höfundi í símtali 28. ágúst 2006 að þeir hafi ekið inn
dalinn sunnan Hraundalsár. - HG
11 Lögfesta fyrir Sandbrekku N 16/1872 dagsett og undirrituð í Sandbrekku af Halldóri Magnússyni 6. júní 1872 og þinglesin á
manntalsþingi að Hjaltastað 1. júlí 1872. Innfærð í afsals- og veðmálabók Norðurmúlasýslu 1. júlí sama ár.
12 Sævar Sigbjamarson, munnlegar upplýsingar 19. ágúst 2006. - Sveitir og jarðir í Múlaþingi II, Egilsstaðir 1975, s. 348.
86