Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 90
Múlaþing
Bœjarhólarnir tveir hvor sínu megin Hraundalsár.
BotndalsJJall í baksýn. Ljósm. H. G.
Botndalsfjalli og síðan sem bein lína norð-
vestur eftir Botnfjallsröð niður yfir Kollu-
ups vestan í fjallinu, yfír Höltná og í ytri
endann á Efstahálsi, sveigja þaðan nokkuð
til norðurs niður um Húsabæ og innan-
verðan Sjónarás í Hurðarbaksá út og niður
af Hamragerði.17
Munnmæli og fyrri athuganir á
fornleifum
Ömefnaskrár em fáorðar um Hraundal. Þar
segir þó:18
Fyrir innan Ytri-Skaga eru engjalönd, slétt
með skomingum og heytóttum, kölluð nes.
Munnmæli segja að tættumar séu seltættur
Margrétar ríku á Eiðum (Ytrasel og Innrasel).
Hinum megin við ána vom kallaðar Möngu-
tættur.
Möngutættur era samkvæmt þessu sunnan
árinnar, kenndar við Margrétu ríku á Eiðum
sem talin er fædd 1491 og þar á að hafa haft
í seli, m.a. geitur.19 Óvíst er þó hvort
ömefnið á við um þessar rústir öðmm
fremur á dalnum.20 Þessu tengjast vanga-
veltur um nafn Beinageitarfjalls og ömefnið
Beinahjalli. Ólafúr Jónsson segir: „Beina-
hjalli heitir vestan undir Beinageitarljalli
ofan dalsbrúna upp af Ytri-Skaga.“21 Sævar
Sigbjamarson segir: „Beinahjalli heitir í
vesturhlíð Beinageitarijalls upp af brúnum
Stangarárijalls með Grasahjalla efstan og
mestan. Hjallinn er suður af fönn sem er
áberandi síðsumars og kölluð Uxalæri."22
Sumarið 1996 kannaði Steinunn
Kristjánsdóttir fornleifafræðingur svo-
nefndar Möngutættur sunnan ár, mældi þær,
teiknaði upp og hnitaði. Telur hún rústimar
þar ijórar talsins, stærsta rústin virðist hafa
verið lengst í notkun og sé mjög sennilega
leifar sels. Hún hvíli á nokkuð stómm
„bæjarhóli“. í kringum hann séu þrjár aðrar
mun eldri rústir, ein þeirra 62 m sunnar og
virðist hún leifar útihúsa. „Stærsta rústin á
Hraundal getur allt eins vel verið leifar
selsins, sem um getur í sögunni, en vel má
17 Sama heimild og 1
18 Ömefnaskrá - Hraundalur, 2. Ömefnastofnun.
19 Sigfús Sigfússon. íslenskar þjóðsögur og sagnir IV. Reykjavík 1986, s. 104-105.
20 Sævar Sigbjamarson segir engar sérstakar rústir í sinni tíð hafa verið kenndar við Margrétu ríku.
21 Ólafur Jónsson. Á tveimur jafnfljótum I. Reykjavík 1971, s. 108.
22 Sævar Sigbjamarson. Skrifleg ábending til undirritaðs í ágústlok 2006.
88