Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 92
Múlaþing
Seltættur í brekkuhalli norðan ár undir Ytri-Skaga. Ljósmynd: H. G.
neðan úr dal. Rústimar virðast vera frá
tveim byggingastigum, tættur ijallmegin á
bæjarhólnum alveg samlitar mónum í kring,
stærsta rústin norðar á hólnum hins vegar
unglegri, þó eingöngu vaxin móagróðri,
áberandi eru þursaskegg, móasef og
bugðupuntur. Rúst af sérstæðum smákofa er
um 5 m innan við bæjarhólinn og
útihúsatættur eru um 60 m fjallsmegin við
bæjarhólinn (65°25.453 14°04.125V; 356
m y.s.). Þær síðarnefndu era þrískiptar, tvær
samliggjandi 8-9 m A-V, breidd beggja
samanlagt 6,5 m. Við innenda efra hússins
er minni tótt, etv. hlaða, 3x4 m. Smálækur
er fast utan við útihúsatætturnar og
fjallsmegin að brekkurót er mýri.Tættur
þessar kortlagði Steinunn Kristjánsdóttir
1996.
3. Selrústir sunnan undir Ytri-Skaga.
(65°25.730N 14°06.164V; 352 my.s.).
Rústimar eru norðan Hraundalsár utan-
vert á dalnum í brekkuhalli, lítt áberandi
fyrr en að er komið. 4 m innan við selið er
lækur í skomingi sem er gróinn að bökkum
og er jarðbrú yfir lækinn við tættumar.
Þama er þrískipt rúst á lágum hól, lang-
vegur A-V, heildarlengd 12 m (utanmál).
Lengsta húsið austast 7x4,5 m, miðhúsið
6x4 m, vestasta tóttin styttri niður á við, 5x3
m. Hóllinn er grasivaxinn og lítill munur á
gróðri í rústunum og landinu í kring.
4. Tættur á syðri bakka lœkjargrafnings
suður af Ytri-Skaga.
Lækjargrafningurinn er á sléttlendi.
Syðri grafningsbakkinn með tættum er
hærri en sá nyrðri. Ein greinileg kofa- eða
heystæðisrúst. (342 m y.s., 360 skv.
loftþyngdarmæli) er þama á syðri lækjar-
bakka, 4x4 m (utanmál), endi tóttarinnar
hefur líklega rofist burt. Líklega eru
ummerki um garð fáum metmm sunnar í
stefnu SA, þó óljóst vegna þúfna. Litlu
90