Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 93
Búsetuminjar á Hraundal í Útmannasveit
Tœttur á syðri grafningsbakka norðan Hraundalsár, að hluta ef til vill eftir heystœði. Ljósmynd: H. G.
innar á sama grafningsbakka er óskýr tótt
og um 70 m innar en fyrstnefnda tóttin
virðast vera þrjár samliggjandi einingar
(sel?), (65°25.622N 14°06.342V; 340 m
y.s.), 4x4 m, 4x3,5 m og sú þriðja minni.
Eru þær vaxnar sams konar gróðri og næsta
umhverfi. Þá er á þessu svæði sunnan við
grafninginn hringlaga myndun
(65°25.621N 14°06.341V; 339 m y.s.), ca
25 m í þvermál og lágur garður umhverfis.
Þetta gæti hins vegar verið náttúruleg
myndun, eins konar votlendisker.
5. Tættur neðan brekku norðan ár.
Eftirfarandi staðir með tættum, sumum
harla óljósum, eru á þurru mólendi neðan
við brekkurætur norðan Hraundalsár. Ekki
er að sjá greinileg tengsl þeirra í milli.
Tættur, heldur óljósar, (65°25.654N
14°05.320V; 364 m y.s., 380 m skv.
loftþyngdarmæli) eru á um 10 m breiðri
tungu milli lækja, á tveimur þrepurn undan
brekku. Efri tóttin 5x5 m, sú neðri 4x5 m. -
Smákofarúst (65°25.598N 14°05.375V;
356 m y.s., 375 m skv. loftþyngdarmæli) er
beint niður af fyrmefndum tættum, stærð
2,5x3 m, grjót sést í miðju. Finnungur vex
rétt við. - Tótt, mjög greinileg (65°25.582N
14°05.387V; 356 m y.s., 370 m skv.
loftþyngdarmæli). Rústin er á mel sem er
blásinn neðan við tóttina. Hún er vaxin
ljónslappa og því varla mjög gömul (18,-
19.öld?). Utanmál: 4x6 m, styttri í N-S
stefnu. - Áheldi (65°25.586N 14°05.296V;
355 m y.s.) ca 50 m inn og upp af greinilegu
tóttinni. Vottar fyrir torfhleðslu. Gróður:
Finnungur, lyng, boghæra. Grafningur rétt
innan við.
Frekari rannsóknir æskilegar
Sá fjöldi rústa sem kom í leitirnar á
Hraundal á einum eftirmiðdegi kom
verulega á óvart. Áður hafði aðeins einni
rúst á dalnum verið lýst af fornleifa-
91