Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 99
Framnes við Reyðarfjörð
Minnismerki um Þórólf Beck sem byggði Framnes. Eigandi myndar: Ólöf Elín Gísladóttir.
gullarmbandinu mínu sem ég keypti í
Israel, líklega við múrsteinahandlang og
fann það aldrei aftur.
íbúðarhúsið var ekki íbúðarhæft og tók
það okkur þrjú ár að koma því í nothæft
ástand varðandi rafmagnskyndingu, neyslu-
vatn, eldhús og snyrtiaðstöðu. Fyrsta verk
var að koma fyrir rotþró, sem ekki var til
staðar, heldur fór allt skolp ofan í fjöru.
Nýr vatnsbrunnur var grafmn því sá
gamli, sem var steinsteyptur, var orðin
ónýtur og seytlaði mýrarrauði inn um
spmngu sem komin var í vegg hans.
Eldhúsið var endumýjað frá grunni og
litlu baðherbergi með sturtu komið fyrir í
skúrnum sem var áfastur húsinu. Við
fluttum í Framnes 30.desember 1997.
Það var árið 2000, sem steypt var ofan á
skúrbygginguna sem fyrir var og húsið
hækkað að norðanverðu, sem gerði að
verkum að húsið varð stórum glæsilegra
útlits.
í nýja hlutanum átti að koma gott
baðherbergi með baðkari og betri stigi uppá
efri hæðina en gamli stiginn var bæði
brattur og grunnur af aldamótagerð.
Landslagið í kring um Framnes býður
uppá skemmtilegar gönguleiðir t.d. er
gaman að ganga eftir gamla veginum sem
enn mótar fyrir upp á Björgin. Þar fyrir ofan
eru stórar, sléttar klappir og þarna stendur
stóri steinninn fram á klettabnininni eins og
hann sé alveg að falla fram af. En hann er
líklega mörg hundmð tonn og haggast ekki.
Haraldur Friðbergsson hefur sagt okkur,
að þegar þeir bræður vom smástrákar og
áttu heima í Framnesi hafi þeir gert
ítrekaðar tilraunir með járnkarl að vopni, til
að steypa steininum niður hlíðina en þeir
gefist upp við það verk.
Við höfðum aflað okkur græðlinga af
mörgum tegundum víðis á Héraði og komið
þeim til í beði framan við húsið í Framnesi.
Við gróðursettum um 300 víðiplöntur í
97