Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 104
Múlaþing
Ólafur, tíkin Píla og Guli kisi á góðum degi. Málverk málað af Ólöfu Elínu Gísladóttur.
Við söknum fuglanna, spóans, stelksins
sem notaði póstkassann okkar fyrir náðhús,
hrossagauksins, lóunnar, kríunnar og
tjaldsins sem spígsporaði á undan manni og
gætti þess að við íyndum aldrei hreiðrið
hans. Hrafnanna, sem voru í föstu fæði hjá
okkur seinni part vetrar og gerðu gys að
tíkinni okkar henni Pílu.
A vetuma komu svo snjótittlingar til að
athuga hvort gómsætt korn væri á
boðstólum. Þrestir áttu næturskjól í
víðilundi neðan við húsið en þar voru
græðlingar sem urðu í afgang af
skógræktinni og vom nú orðnir að bústnum
trjám.
Við söknum hafsins og bátsferðanna og
áhugasamra múkkanna sem fýsti að vita
hvemig fiskaðist og hvort eitthvað yrði
afgangs handa þeim og æðarfuglsins
syndandi í flokkum við ströndina.
Við söknum þess að skálma niður túnið
niður í fjöra, trítla eftir mjúkum sandi, anda
að sér sjávarilminum og fleyta kerlingar
með flötum steinum sem þama er gnótt af.
Tína fallegar skeljar og varast að stíga
ofaná ljöruarfann og bláliljuna.
Við söknum þess að geta labbað út í
móa, beint úr húsinu, bara steinsnar til
berjalautar þar sem hægt var með leik að
tína krækiber og bláber í skyr fyrir
kvöldmatinn og dást í leiðinni að hinni
íjölbreyttu flóra sem þarna er s.s. sortulyng,
beitilyng, hreindýramosi, holtasóley,
fjalldalafífill, blágresi, gullsteinbrjótur,
maríuvöttur og ótal margt fleira.
Minningamar um Framnes era okkur
heilsubót, hlýjar og notalegar þrátt fyrir
vonbrigðin yfír því að verða að fara þaðan
nauðug.
Fyrir liggur að Framnesi verði eytt
innan skamms svo þar verði ekkert eftir.
102