Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 109
Framnes við Reyðarfjörð
hausti einnig bjó hún til skyr ásamt því að
búa til mysuost úr sýrunni og smjör úr
rjómanum.
Einnig höfðum við hænsni sem ég sá um
að gefa og tína eggin undan.
Faðir minn var mikill hestaunnandi og
átti hann hestinn Grána á Framnesi, sem var
mikill uppáhaldshestur hjá öllum sem hann
þekktu. Ekki þurfti nema kalla „Gráni
komdu heim“ ef hann var langt frá húsinu,
þá kom hann hlaupandi heim. Eg man
aldrei eftir föður mínum öðruvísi en að
hann ætti hesta og oft marga enda hætti
hann ekki að sitja hest fyrr en hann fór á
sjúkrahús tæplega 95 ára gamall.
A Framnesi voru einnig nokkrar kindur
til búbótar fyrir heimilið. Ekki nóg með það
heldur datt föður mínum í hug að fá tvö til
þrjú svín til að hafa ijölbreyttara fæði fyrir
mannskapinn. Þau voru haldin í litlu húsi
sem var falið í grasi neðan við íbúðarhúsið
og þar var einnig aðsetur hænsnanna.
Fyrir neðan húsið hélt ég mig oft með
mitt gullabú sem samanstóð af glerbrotum
og hefðbundnum búpeningi þess tíma svo
sem homum og kjálkum. Niður í ijöm var
svo hlaðin steinbryggja sem kölluð var
bólverk. Talað var um að þetta væru leifar
af síldarverkun Norðmanna sem sóttu
Reyðarijörð heim fyrr á tímum.
Upp með vesturgirðingu túnsins á
Framnesi var örmjó lækjarspræna sem gæti
hafa verið afrennsli frá vegagerðarrörum
undir veginum fyrir ofan. Upp með þessari
sprænu var dálítil bláberjalyngsræma sem
ég helgaði mér og þar mátti enginn tína
berin nema ég.
Oft var farið niður í ijöru og út á
Mjóeyri til að tína kríuegg og það gat oft
orðið mikið ijör á milli kríu og tínenda.
Á þeim ámm sem herinn hélt til í
Framneskampi var faðir minn sendur til
Fiafnar í Hornafirði eftir hver áramót vegna
starfa sinna en þar dvaldi hann til vors.
Þetta var vegna þess að færeyskar skútur
komu aðallega þar að landi yfír vetrarvertíð
og þurfti þá tollvörðurinn að vera á
staðnum. Á sumrin þurfti hann að vera á
Seyðisfirði til aðstoðar tollverðinum þar. Þá
var húsmóðurstarfíð orðið ansi víðfemt
þannig að það þurfti að ráða hjálparmenn til
að sinna skepnunum í ijarveru húsbóndans.
Eitt árið varð stórbmni á Strönd, bæ sem
var hinum megin við íjörðinn eða nánast
beint á móti Framnesi. Einhverjum á
heimilinu varð litið út um glugga og sá þá
allt í björtu báli á Strönd. Þetta atvik hafði
mikil áhrif á okkur heima hjá mér,
íjölskyldan bar mikinn ugg í brjósti en gat
ekkert gert sökum þess að enginn bátur var
til á Framnesi. Búskapur var á Strönd en
íbúðarhúsið sem brann var ekki
endurbyggt. Kristinn bjó samt áfram á
Strönd með skepnum sínum, meðan
ijölskylda mín var á Framnesi og veit ég
ekki hvar hann hefur búið um sig en líklega
í einhverju útihúsanna.
Kristinn á Strönd eða Kiddi eins hann
var kallaður, var mikill vinur minn og oft á
vorin kom hann róandi á bátnum sínum yfir
ijörðinn með lítil lömb sem hann gat ekki
vanið undir aðrar kindur ef mæðurnar
höfnuðu þeim. Hann kom með þessi lömb
til að gefa mér sem heimalninga. Eitt vorið
á stríðsárunum kom hann með tvö lömb,
gimbur og hrút sem fengu nöfnin Stússi og
Stína. Nú urðu þessi heimalningar ekki
minni vinir hermannanna en heimilis-
fólksins og eftir að þeir fóru að stækka, fóru
þcir að elta hermennina sem komu heim í
Framnes þegar þeir fóru heim. Þetta leiddi
til þess að þau Stína og Stússi fóru að fara
sjálfstætt út í kampinn og bönkuðu uppá
með hornum sínum. Þá fengu þau
107