Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 115
Pálstóftir
3. mynd. Unnið við uppgröftinn. Mynd: Fornleifastofnun Islands.
gjóskulögum inn á milli, bæði frá
sögulegum og forsögulegum tíma.
Jarðvegssýni var tekið um 150 m VSV við
uppgraftarsvæðið og frjókom í því greind.
Tilgangurinn var að reyna að átta sig á
breytingum á gróðurfari á svæðinu í
gegnum tíðina. Greining frjókorna leiddi í
ljós að strax við upphaf landnáms (871 +/-
2) byrjaði kjarrlendi að hopa, líklega vegna
beitar. Þessi þróun hélt áfram frá 950-1025
en eftir miðja 11. öld (eftir að hætt var að
nota selið) náði víðikjarr sér aftur á strik á
svæðinu og gróður varð almennt fjölbreytt-
ari. Sjá mátti að einhverjar mannaferðir
höfðu verið um svæðið eftir miðja 11. öld
þar sem viðarkolsagnir fundust í sýninu frá
þessu skeiði. Á 14. öld virðist gróðurfar
aftur verða fábreyttara og kjarrgróður verða
meira áberandi.5
Við uppgröftinn á Pálstóftum fundust
rústir fjögurra mannvirkja (mannvirki I-
IV). Einnig fundust mannvistarlög
utandyra, vestan við mannvirki I og IV þar
sem ösku úr eldstæði var hent og ætla má að
unnið hafi verið að ýmsum útiverkum. (2.
mynd). Þrjú af mannvirkjunum vom frá
sama tíma en mannvirki IV var greinilega
viðbót við mannvirki I.
Mannvirki I hefur að öllum líkindum
verið aðalívemhús manna á staðnum. Húsið
var um 15 m2 að innanmáli og var eldstæði
í því miðju. Þar gæti hafa hafst við lítill
hópur manna, í mesta lagi 4-6 manns. Magn
fosfats var mælt innandyra og einnig
dreifing þess. Mun meira reyndist af
ólífrænu fosfati innandyra en utandyra.6
Greining gólflaga í byggingunni sýndi að
líklegast er að þetta ólífæna fosfat sé komið
úr viðarösku úr eldstæðinu. Mikilvægast
5 Verrill, L. 2007. ‘Pollen Analysis', í Gavin Lucas, Fornleifauppgröftur á Pálstóftum við Kárahnjúka 2005.
6 Sólveig Guðmundsdóttir Beck 2007. ‘Measurements of soil phosphorus in floors and surroundings’, í Gavin Lucas,
Fornleifauppgröftur á Pálstóftum við Kárahnjúka 2005.
113