Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 119
Pálstóftir
hafi verið stunduð talsverð veiði. Safn
dýrabeina úr Pálstóftum var ekki stórt en
engu að síður bendir það eindregið til þess
að þar hafí verið snætt töluvert af kjöti.
Langmest virðist hafa verið borðað af
fuglakjöti (um 75% af öllum greinanlegum
beinum eru úr fuglum) og þar af fannst mest
af gæsabeinum.13 Vel getur verið að fuglinn
hafí ekki aðeins verið veiddur til matar fyrir
það fólk sem á selinu var, heldur einnig
fyrir heimabæinn. Lítill vafí er á því að
búseta á staðnum var árstíðabundin.
Sömuleiðis er lítil ástæða til að ætla að fólk
hafí flutt sig upp á hálendið, í um 600 m
hæð yfir sjávarmáli, til þess eins að stunda
skartgripasmíðar í smáum stíl, enda hafa
rök verið færð fyrir því að slík iðja hafí
einnig átt sér stað í lágsveitum.14 Mun
eðlilegra er að álykta að fleira hafi verið
unnið í selinu en skepnuhirðing og mjólkur-
vinnsla. Líklegast hefur þar verið stunduð
fjölbreytileg iðn sem skipulögð var í
kringum skepnuhaldið í úthögum yfir
sumarmánuðina.
Er Reykjasel fundið? Frá Reykjaseli er
sagt í Hrafnkelssögu og gegnir þar
mikilvægu hlutverki, en það er ekki á færi
fomleifafræðinnar að styðja þá frásögn eða
gera hana áþreifanlega. Fornleifafræðin
reynir frekar að setja fram nýjar tilgátur um
fortíðina með því að grafa upp áþreifan-
legar leifar hennar, nýjar heimildir um hana.
Stundum tengjast eða skarast uppgötvanir
fomleifafræðinga við sögulegar heimildir
eða fomar sögur en það er ekki markmið
greinarinnar að leita eftir slíku. Þegar
Pálstóftir og Reykjasel em annars vegar
leikur vafí á tengslunum. Þetta eru tveir
staðir sem aldursgreina má til sama
tímabils, þeir hafa verið á sama landsvæði
Ocm 123
5. mynd. Fundnir gripir sem líklegt er að séu af
fatnaði eða brot úr skrautgripum. Mynd: Forn-
leifastofnun Islands
6. mvnd. Mynt slegin á dögum Haralds harðráða.
Mynd: Fornleifastofnun Islands.
13 Knud Rosenlund 2007. ‘The Animal Bones’, í Gavin Lucas, Fornleifauppgröftur á Pálstóftum við Kárahnjúka 2005.
14 Michelle Hayeur-Smith, 2004. Draupnir's Sweat and Mardöll’s Tears: An Archaeology of Jewellery, Gender and Identity in
Viking Age Iceland. British Archaeological Reports, International Series S1276.
117