Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Qupperneq 125
Frá Jökuldalsfólki
Hofteigskirkja á Jökuldal. Ljósmynd: Hulda Jónsdóttir. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Þeirra sonur: Magnús Ólafsson (1367)
f. 1702, Andréssonar í Bót, bjó í Hnefilsdal,
bjó þar 1758. Kona hans var Málfríður
Einarsdóttir f. 1705, en nánari heimildir
skortir um hana. Magnús er dáinn fyrir
1773, en Málfriður dó 1781 og hafði þá
verið lengi ekkja.
Þeirra böm þrjú sem getið er um, meðal
þeirra var: Árni Magnússon f. um 1726,
bjó í Hnefilsdal árið 1762 og var
hreppstjóri. Kona hans var Guðrún Sigfús-
dóttir frá Kleppjámsstöðum, f. urn 1733
(1368,7382). Vitað er um þrjá syni þeirra:
Magnús, dó uppkomin barnlaus; Hávarður,
fór til Kaupmannahafnar og Guðmundur
sem bjó í Hnefdsdal eftir föður sinn. Ámi
varð ekki gamall, dó 1774, og hefur þá
verið 48 ára. Þá var bú hans virt á 221 rd. og
46 sk. og erfði ekkjan helminginn þ.e. rúma
111 ríkisdali en synimir þrír erfðu rúma 36
ríkisdali hver þeirra. Ekkjan lifði lengi eftir
það hjá Guðmundi syni sínum, og dó úr
landfarsótt og aldurdómslasleika í Hnefds-
dal haustið 1816, og hefur verið nálægt 83
ára að aldri.
Rétt er nú að gá að því að búseta þessara
niðja Ólafs Andréssonar í Hnefils-dal
slitnaði um hríð við það að Guðmundur
Ámason hefur flust á brott, máski í upphafi
móðuharðinda, en nákvæmar heimildir er
ekki að hafa, því húsvitjunarbók Hofteigs-
kirkju á Jökuldal sem að sögn byrjaði árið
1773 fórst víst í eldi, en hin elsta sem nú er
handbær hefst i byrjun 19. aldar.
Ministerialbókin þ.e. prestverkabókin sem
nú er handbær hefst að visu árið 1784 með
fæddum börnum, en það er þremur áram of
seint, til að ég geti með góðu fært sönnur á
mál mitt nú i byrjun.
Það ætla ég að Guðmundur Árnason,
Magnússonar bónda og hreppstjóra í
Hnefdsdal, Ólafssonar sama stað Andrés-
sonar sama stað árið 1681 og 1696, en í Bót
í Hróarstungu árið 1703, hafi eftir dauða
123