Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 126
Múlaþing
Gamli bærinn í Hnefilsdal. Teikning eftir Jón Gíslason.
foður síns árið 1774 verið fyrir búi hjá
móður sinni, Guðrúnu Sigfúsdóttur í
Hnefílsdal, og hafi hann búið þar árið 1781,
ef til vill nýgiftur Helgu Vigfúsdóttur frá
Njarðvík, ellegar hún hefur verið vinnu-
kona, en það ár, líklega seint, fæddist fyrsta
barn þeirra sem vitað er um og hlaut nafnið
Guðrún (1381), en hún er talin fædd í
Hofteigssókn það ár. Þar sem næsta bam
þeirra sem vitað er um fæddist ekki fyrr en
að átta áram liðnum, mætti gera þvi skóna
að þau hafí ekki verið gift þegar fyrsta
bamið fæddist, og ekki búið saman fyrr en
síðar. Einhver Guðmundur Arnason er
guðfaðir barns sem fæddist á Skeggja-
stöðum í byrjun vetrar 1786 (1. nóv). og
gæti sá verið Guðmundur í Hnefílsdal, þar
sem enginn nafni hans sýnist vera tiltækur í
nágrenninu. Vitneskju um hvers vegna
Guðmundur fluttist á brott, og hvort
Hnefilsdalur gekk þá úr ættinni, eða jörðin
var leigð, er ekki auðhlaupið að fá, en mér
fínnst líklegt að jörðin hafi þá verið leigð,
því ekki bjó þar alltaf sama fólkið, og fólk
það sem virðist hafa komið árið 1797 eða
þar um bil (Magnús Jónsson frá Torfa-
stöðum í Hlíð og Hallfríður Eiríksdóttir
(10291,9391), bjuggu í Hnefilsdal til 1811),
sýnist mér ekki hafa verið tengt eða skylt
þeim Hnefílsdalsfeðgum, að minnsta kosti
ekki náið í skyldleika.
Vorið 1789 komu þau Guðmundur og
Helga til bús að Amaldsstöðum í Fljótsdal
samkvæmt húsvitjunarbók Valþjófsstaðar,
en heimildir skortir um hvaðan þau komu,
og ekki sjást þau á öðram bæjum þar um
slóðir, né heldur í nærliggjandi sóknum
fyrir þann tíma. Síðla það sama ár, hinn 14.
desember fæddist þeim hjónum dóttir sem
skírð var Guðrán (1391) eins og hin fyrri
sem fædd var í Hofteigssókn átta árum
áður, og ljósan var Guðrán Sigfúsdóttir frá
Kleppjámsstöðum, amma bamsins í íöður-
ætt. Þriðja bamið Magnús, fæddist hinn 28.
mars 1791, og hið fjórða, Ámi fæddist
1793, hann dó ungur, og hið fímmta,
Málfríður fæddist 1795, var ógift og
barnlaus, hið sjötta, Björg, fædd 21.
september 1801. Hún fermdist á Glúms-
stöðum vorið 1816, dó ógift hjá foreldram
sínum i Hnefílsdal 5. október 1825.
124