Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 127

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 127
Frá Jökuldalsfólki Arnaldsstaðir var kirkjujörð frá Valþjófsstað, svo Guðmundur hefur verið leiguliði. Fjölskyldan er þar á manntali árið 1801, en fluttist að Glúmsstöðum árið 1803 hvar þau voru til vors árið 1814 er þau fluttu aftur heiin í Hnefilsdal. Við komuna að Hnefilsdal er Guðmundur kallaður Mr. (herra) í húsvitjunarbók Hofteigs, og nokkuð víst er að slíka titla fengu ekki aðrir en sjálfseignarbændur, og mun hann því þá hafa haft eignarhald á jörðinni. A þessum tíma bar svo til að vinnukona í Hnefdsdal varð Guðmundi freisting, og eignuðust þau son sem mun hafa fæðst um 1815, og hlaut nafnið Snorri. Móðir hans var Valgerður Gunnlaugsdóttir (9633) frá Hjarðarhaga, en hún átti svo Jón Ingimundarson (11461) og bjuggu þau í Klausturseli (ættfærslan er röng í Ættum Austfirðinga, sjá Múlaþing 22. hefti - Ingimundur Jónsson frá Hlíð bls. 165-181). Snorri átti Ragnhildi Sveinsdóttur (1943) frá Bessastöðum í Fljótsdal og reistu þau sér nýbýli í Fossgerði á Jökuldal á árunum eftir 1845. Frá þeim eru komnar ættir. Magnús Guðmundsson, Árnasonar sem fæddur var á Amaldsstöðum 1791, átti Sigríði Jónsdóttur frá Vaðbrekku (1372,2101), og vom þau gefín saman í Valþjófsstaðakirkju hinn 2. júní 1814, og svaramenn voru feður þeirra beggja. Sigríður var dóttir Jóns Andréssonar, þ.e. Fríska Jóns á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og konu hans Sólveigar Eiríksdóttur, og var hún fædd þar 1. desember 1795. Þau Magnús bjuggu á Glúmsstöðum næstu misseri og var móðir bónda, Helga Vigfús- dóttir, ungu hjónunum til aðstoðar um sinn, og beið með að fara heim í Hnefílsdal. Þau voru vafalaust leiguliðar á Glúmsstöðum, og sumarið eftir hinn 6. júní 1815 fæddist dóttir þeirra sem skírð var Helga, í höfuð ömmu sinnar í föðurætt, sem þá var talin húskona hjá syni sínum. Trúlega hefur alltaf verið ætlun þeirra að flytjast heim í Hnefílsdal sem fyrst, sem þau létu verða af um vorið eða sumarið 1816. Þau Magnús og Sigríður bjuggu næstu árin í tvíbýli með foreldrum hans í Hnefilsdal. Árið 1835 er hann talinn eigandi ábúðar, svo trúlegt er að faðir hans sem fyrr átti jörðina muni nú hafa eftirlátið honum gögn hennar og gæði, sem þó að líkindum var aðeins helmingur hennar þegar hér var komið, samanber það sem síðar kemur fram. Göinlu hjónin foreldrar Magnúsar, þau Guðmundur og Helga, bæði hátt á áttræðisaldri um þær mundir, hann fæddur um 1758, en hún 1756, voru líka í Hnefílsdal og lifðu af sínu svo þau voru ekkert upp á son sinn komin. Þau létust bæði í hárri elli i Hnefilsdal; hann árið 1842, 86 ára, en hún 1845, 89 ára. Börn þeirra Magnúsar og Sigríðar urðu þrjú talsins, svo ekki var ómegðinni fyrir að fara, en þau voru: Helga, sem fædd var á Glúmsstöðum 6. júní 1815 átti fyrst Eyjólf Bjarnason í Hjarðarhaga og var seinni kona hans, þau barnlaus, en síðar Stefán Jónsson á Skjöldólfsstöðum; þau áttu tvær dætur. Guðmundur, sem fæddur var í Hnefíldal 30. október 1818 átti Jórunni Brynjólfs- dóttur frá Hlíð í Lóni, þau bjuggu í Hnefilsdal, barnlaus. Hávarður sem fæddur var í Hnefílsdal 11. desember 1823 átti Hallfríði Péturs- dóttur frá Hákonarstöðum, þau bjuggu á Gauksstöðum. Frá þeim er komin ætt, bæði hér heima og vestan hafs. En árið 1835 var tvíbýli í Hnefilsdal eins og löngum fyrr, auk húsmennskufólks, en ábúð á hinum partinum hafði systursonur Magnúsar, Andrés Guðmundsson, en móðir hans var Guðrún (1381) sú hin eldri sem fædd var (í Hnefilsdal) árið 1781. Kona 125 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.