Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 133
Frá Jökuldalsfólki
Sigríður I. Hávarðsdóttir og Guðbrandur Erlendsson með börn sín. Eigandi myndar: Nelson Gerrard.
hann hefði sig burt úr sínum húsum sem
fljótast, og meðan hún réði húsum í
Hnefilsdal væri ráð fyrir hann að koma ekki
þangað, þó hann væri að flækjast um
Jökuldal. Sölvi tók þá saman pjönkur sínar
og hafði sig á brott.
Hávarður Magnússon frá Hnefilsdal
átti Hallfríði Pétursdóttur f. 31. maí 1827,
frá Hákonarstöðum eins og áður segir, og
bjuggu þau á Gauksstöðum, en þeirra böm
voru: Sigríður Ingibjörg f. 25. janúar 1852;
Pétur Magnús f. 30. ágúst 1854;
Guðmundur f. 17. október 1859 og Helga f.
5. mars 1866. Þau áttu auk þess dreng sem
lést fárra daga gamall. Hallfríður húsfreyja
lést 25. október 1879.
Sigríður I. Hávarðsdóttir átti Guð-
brand Erlendsson (5775) f. 28 júní 1845, úr
Stöðvarfirði, og voru þau samangefin á
Valþjófsstað sumarið 1870 af séra Pétri
Jónssyni, en Guðbrandur hafði alist upp hjá
prestinum. Móðir Guðbrands var Guðný,
systir Jórunnar í Hnefilsdal. Þau bjuggu um
hríð með foreldrum hennar á Gauksstöðum
uns þau fluttust með þrjár ungar dætur
vestur um haf vorið 1875. Þau voru í hópi
fólks sem kom til Halifax í Kanada eftir nær
mánaðarferð frá Vopnafirði, og nokkrir
settust fyrst að í Marklandnýlendunni í
Nýja Skotlandi, þar á meðal Guðbrandur og
fjölskylda, en Markland var fyrsta nýlenda
íslendinga í Kanada, og skrifaði hann
greinargóðan þátt um landnámið sem birtist
m.a. í ritsafninu Aó vestan 5. bindi. Fljót-
lega kom í ljós að landið var erfitt til
ræktunar, og þess vegna fór svo að
íslendingarnir sem þama höfðu sest að og
búið í haginn fyrir sig og byggt hús fyrir
fólk og fénað með ærinni fyrirhöfn og
svitadropum, hröktust brott árin 1881-2, án
þess að fá sannvirði fyrir lönd sin, og sumir
þeima fengu aldrei neitt.
Guðbrandur fór þá með fjölskyldu sína
til Hallson í Norður Dakota hvar þau settust
að og bjuggu lengst. (Sjá um þau í
Almanaki Ól. Thorgeirssonar 1915 bls 67-
131