Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 136
Múlaþing
Sigríður Pétursdóttirfrá Gauksstöðum.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Aust.
Björg Sigvarðsdóttir frá Brú. Eigandi
myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Vorið 1905 fóru þau Hnefilsdalshjón
Guðmundur og María vestur um haf með
syni sína þrjá, Aðalvarð 12 ára; Gunnlaug 8
ára og Sigurð Jón 2 ára. Þau settust að í
Siglunesbyggðinni austan Manitobavatns.
Guðmundur lést að heimili sínu í Siglunes-
byggðinni 7. júlí 1942, sagður landnáms-
maður þar, og hefur hann þá verið um 82.
ára. (Sjá Almanak Ol. Thorgeirssonar ár
1914 bls. 103 1945 bls. 117 o.v.).
Með vesturför þeirra Guðmundar og
Péturs Hávarðssona mætti kalla að boginn
væri hinn beini karlleggur þeirra Hneflunga
sem frá þeim má rekja allar götur um 10 liði
aftur til Sigurðar prests Árnasonar á
Skorrastað, sem þar þjónaði kalli árin 1582
til 1609 (4200). Ekki var hann þó brákaður,
því með afkomendum Sigvarðar bónda á
Bm réttist hann og dafnaði á ný við nið
Jöklu innst til dala fram, og nú um stundir
em liðimir frá Skorrastaðaklerki orðnir 14
að tölu.
En hyggjum nú að annarri sögu
Eg vil nú gera frekari grein fyrir foreldmm
Guðrúnar Guðmundsdóttur þeirrar, sem
fædd var á Gagurstöðum árið 1832. Faðir
hennar Guðmundur Guðmundsson (2855)
var fæddur um 1794 í Skorrastaðasókn í
Norðfirði, og bjuggu foreldrar hans, þau
Guðmundur Þórðarson norðlenskur og
Guðný Sveinsdóttir af ætt Þorsteins
Finnbogasonar sýslumanns í Hafrafells-
tungu, í Grænanesi árið 1801. í Ættum
Austftrðinga er gerð grein fyrir þeim og því
er ég ekki að endurtaka það hér. Hins vegar
var móðir hennar, Steinvör Jóakimsdóttir,
aðkomin til Austurlands, og þar sem lítið er
frá henni sagt í Ættum Austfirðinga, vil ég
leitast við að gera frekari grein fyrir henni
og hennar fólki, sem einnig kom austur.
134